Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 5
Ó Ð I N N 5 Yndi mitt, ljós mitt og lif! — Sem vorblær í laufguðum Líbanons hlíðum kom ljóð mitt úr algeimi björtum og víðum, yndið mitt, ljós mitt og líf; þú lifandi brunnur hins lifandi vatns. — — Á vörum brann koss minn og hvergi þig fann. — Nú dreg jeg þjer hring á hendi; hug þinn mjer festi vel. Legg mjer svo höfuð að hjarta. — Ástin er sterk; ástriðan harðdræg sem hel. Kystu migl Kystu mig enn! Hve fögur, hve tögur og yndisleg ertu. Að eilífu blessuð og blessandi sjertu. Kystu mig; kystu mig enn. Þín vör er sem fullþroskað vínber í hlíð; vanginn sem rós; augun sem leiítrandi Ijós. — Brjóstin þín hefjast sem bylgja; sem bylgja er löngun min, — kviður þinn mjúkur sem hveiti, skaut þitt sem skál, er ei skorta má dýrasta vín. — — Sigurjón Friðjónsson. Vi Skúli Jónsson úigerðarmaður. Æ, hví dó hann Öfjörð svo ungur? B. Th. Þessi orð skáldsins komu mjer fyrst í huga, þegar að jeg frjetti andlát þessa vinar míns. Hví er ungum, efnilegum og áhugasömum starfs- mönnum i burtu kipt? Mönnum, sem ekki vilja vamm sitt vita í neinu; sem öllum vilja vel og engum illa. Mönnum, sem ganga með áhuga og dugnaði óskiftir að lifsstarfi sinu — því? Slíkur maður var Skúli Jónsson útgerðarmaður. Vjer fáum eigi skilið þann ójafna örlagaleik. Skúli heitinn var fæddur að Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi 8. maí 1892, og varsonur Jóns hrepp- stjóra Árnasonar, Árnasonar, bónda að sama bæ Árnasonar, bónda að Dufþaksholti Egilssonar, prests að útskálum Eldjárnssonar. Kona Árna bónda í Garðsauka var Elín Jakobsdóttir bónda Bjarnasonar að Litlu-Tungu. Móðir Skúla var Sigríður Skúladóttir læknis Thorarensens að Móeiðarhvoli, Vigfússonar, sýslumanns að Hlíð- arenda Þórarinssonar, sýslumanns á Grund Jóns- sonar, sýslumanns að Möðruvöllum í Hörgárdal I Skúli Jónssou útgeiðarmaður. Jónssonar. Kona Skúla læknis á Móeiðarhvoli var Ragnheiður Þorsteinsdóttir prests Helgasonar að Reykholti, þess er Jónas orkti eftir. Skúli álti því til góðra að telja. Með foreldrum sinum fluttist Skúli til Reykjavíkur 1896 og mátti því heita Reykvikingur, enda mun hann og sjálfur hafa skoðað sig það. Ungur að aldri misti Skúli foreldra sína, móður sína 1905, en föður sinn 1910, og varð því snemma að standa á eigin fótum og sjá sjer farborða sjálfur. Ekki var Skúli sál. gamall þegar hann fór að gefa sig að atvinnuvegi þeim, sem átti að verða lífsstarf hans, því sem ungur drengur var hann við fiskvinnu hjá Geir Zoéga kaupmanni á sumrum og sýndi þá þegar áhuga og samviskusemi við störf sín. Er þeim, er þetta ritar, það minnisstælt frá þeim árum, að aldrei stóð á Skúla, er verk skyldi hefja að morgni í »pakk«-húsum, og áttum við strákar þó að vera komnir að verki kl. 6 að morgni; var þar oft glatt á hjalla hjá okkur, þó að vinnutíminn væri frá 6—6 með stundar hljei, enda vinnugleði næg; og marga góða vini eign-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.