Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 34
34 ÓÐINN legu ve!gjör?akonu, frú Maríu í Vinaminni. — Sneri jeg heim til R ykjavíkur au?gaður af þessu öllu. — Þetta vor fluttum við mamma frá »Geysi« og fengum gott húsnæði í Grjótagötu 12. Það hús leigði mjer Bjarni ]ón<;son trjesmiður. Bjarni var hinn mesti myndarmaður í allri umgengni og kona hans, Guðný, ekki síður. Þau fluttu þá úr þessu húsi í annað stærra, er þau höfðu bygt sjer næst fyrir vestan við sömu götuna. Fyrir framan húsið, sem jeg bjó í, var fallegur, lítill en blómlegur garður, girtur mjög vel úr hlöðnu höggnu grjóti og með dálitlu lystihúsi. Þótti mjer þar afarskemtilegt. Við höfðum strax alt húsið, nema tvær stofur, eða stofu og herbergi, sem verslunarmaður Karl Hemmert hafði leigðar, og fengum við þær seinna, er hann flutti þaðan. Ekki gat jeg samt kent þar, til þess var of lítið rúm. Þar stofnaði jeg smádrengjadeild, fyrir drengi innan 12 ára að aldri, og höfðum við stundum fundi úti í garð inum, er gott var veður. Ein starfsemi ný byrjaði þar. Það var starf meðal sjómanna. Samt hafði jeg lítil fundarhöld með þeim þá, vantaði samkomustað. En bæði um lokin og um Jónsmessu, þegar þilskipin lágu inni, þá starfaði jeg mest meðal þeirra úti og var það mest bindindisstarfsemi, fólgin í því að verja þá drykkjuskap. Var jeg oft á vornóttunum úti og kyntist jeg við það mörgum sjómanni, ágætum drengj- um víðsvegar að. Samt var þetta nú ekki neitt reglu- bundið starf, og mjer var ekki einu sinni ljóst að það væri starf, heldur hafði jeg yndi af þessu fyrir sjálfan mig og ekkert fast áform með því. Við einn dreng komst jeg í kynni þá um vorið, sem jeg varð mjög hrifinn af. Hann var einn af fermingardrengjum þess vors og átti heima á Þor- móðsstöðum við Skerjafjörð. Hann hafði gengið í barnaskólann á Seltjarnarnesi, og hafði Sigurður skólakennari þar miklar mætur á honum. Kom Sig- urður eitt sinn heim til mín að tala um hann við mig og sagði mjer mikið um gáfur hans, siðprýði og framfarir. Jeg varð mjög fýkinn í að kynnast þessum pilti. Jeg þekti hann í sjón, því hann hafði gengið inn í fjelagið þá um fermingarleytið. Jeg tók mig því til og fór suður að Þormóðsstöðum og fjekk þar á- gætar viðtökur. Svo, er jeg hafði tafið þar litla stund, fylgdi Árni, svo hjet drengurinn, mjer heim að kirkjugarði yfir melana. Jeg fór að grafast eftir, hvað hann ætl- aði fyrir sjer. Hann kvaðst ætla að fá sjer atvinnu eða leggja fyrir sig sjómensku. Jeg spurði, hvort hann langaði ekki til að ganga skólaveginn, en hann sagði: »Jeg læt mig aldrei langa í það, sem ómögu- legt er«. Jeg hef aldrei gleymt því »stóiska« svari. Jeg spurði, hvaða vankvæði á því væru. Hann sagði að foreldrar sínir væru farnir að reskjast og hefðu engin ráð til að kosta sig. — Svo vildi jeg ekki fara Iengra út í þá sálma og skyldum við svo, en einn af næstu dögunum hitti jeg föður hans. Hann sagði að sig langaði mjög til að láta Arna sinn læra, en hann treysti sjer ekki til að gjöra það kostnaðar- ins vegna undir skóla. Væri hann kominn í skóla, væri öðru máli að gegna, þar sem bæði væri kaup- laus kensla og góður styrkur fyrir fátæka pilta, sem stæðu sig vel. Jeg bauðst til að kenna honum undir skóla og það varð að samningum með okkur, að jeg kendi hon- um næsta vetur, og kæmum við því svo fyrir að það yrði kleift fyrir hann. Hlakkaði jeg mjög til að hafa svo gáfaðan dreng að lærisveini. Jeg komst líka þá um vorið, eftir að jeg kom frá Stykkishólmi, í kynni við annan pilt, sem mjer hefur altaf þótt vænt um að jeg kyntist. Hann var austan úr sveit og kom til bæjarins á leið austur á land til sjóróðra, en lagðist veikur í lungnabólgu, að mig minnir. Hann lá hjá ömmu sinni í Skálholtskoti og kom hún til mín, er hann var kominn á bataveg, að vita, hvort jeg gæti lánað honum eitthvað að lesa, og sagði að hann væri mjög gefinn fyrir bækur. Jeg heimsótti hann svo og fann að hann var mjög gáf- aður piltur með sterka mentaþrá. Veikindi hans höfðu gjöreyðilagt atvinnu hans um sumarið. Hann var lengi að ná sjer. Svo 2. ágúst fór hann að læra undir skóla og byrjaði á latínunni. Hann las svo þessa tæpa tvo mánuði með mesta dugnaði og komst um haustið inn í lærða skólann; þó mátti það ekki tæpara standa, sem von var. En við næstu röðun var hann orðinn efstur, eða með þeim efstu. Jeg hafði sagt Dr. Ð. M. Ólsen rektor frá piltinum og öllum kringumstæðum, og sá rektor um að vægilega var að honum farið. Seinna um veturinn sagði rektor við mig, að hann sæi sannarlega ekki eftir að pilt- urinn hefði komist inn, því hann liti út til að verða »mesta lærdómsljós*. Það varð hann líka, því að nú er hann sjálfur doktor og einna stórvirkastur rithöf- undur landsins, dr. Páll E. Ólason. Eitt af mínu mesta yndi þá um sumarið var það, að hafa útileiki við »smádrengjadeildina«. Oft fórum vjer út á mela, því þar var hægt að hreyfa sig. Þar höfðum vjer ýmsa leiki, en mest þótti drengjunum koma til ýmissa »heræfinga«. Oft voru á annað hundrað drengja og höfðum vjer liðinu skift niður í herdeildir og æfðu þeir sig í hergöngu og hermannaleikjum. Allir lofuðu þeir að vera hlýðnir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.