Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 14
14 Ó Ð I N N mitt leyti; þótti vænt um tiltrúna og skildi við manninn með virðing og samúð í huga, en hann hjelt áfram við vinnu sina. Þetta var ungur og snotur efnismaður. Guð láti greiðast úr vanda- spurningum hans og leiði hann til hvíldar í skauti hans, sem býður öllum slikum til sín. En útlendum mönnum kyntist jeg næsta lítið persónulega, nema dönsku fólki. Þó umgeng- umst við nokkra ýmsra þjóða menn og áttum mötuneyti með þeim, og höfum eflaust allir hið besta af því og þeim að segja. En dönsku fólki kyntumst við mörgu, bæði beint og óbeint, af reynd og sjón. Er danskt fólk yfirleitt snoturt, góðlátlegt fóJk, vinsamlegt, kurteist og þekkilegt í framgöngu og umgengni, látlaust og blátt áfram. Jafnvel bráðókunnugt fólk reyndist mjer vin- samlegt, greiðvikið og ábyggilegt í tilsögn. Lenti jeg tvisvar einn míns liðs í samferð með sliku fólki, annað skifti í járnbrautarvagni en hitt i bil, og hrósaði happi í bæði skiftin. Fyrir kom þó, að ekki tjáði að spyrja hvern sem var til vegar á götum úti; en óvist þó að vita, hvort hinir aðspurðu vissu betur en þeir sögðu til. I viðskiftum og loforðum reyndust þeir, sem í slíku voru reyndir, liprir og ábyggilegir, og jafnvel blaðasölukarlar og kerlingar í söluköss- um á götum úti. Ofurlítið komst jeg líka á snoðir um líf og hætti á einstökum almenningsheimilum, bæði með viðtali og hornaugnatilliti, ef svo mætti að orði kveða, og varð þar eigi annars var en þrifnaðar, iðjusemi og sparsemi, eða góðrar hagnýtingar matfanga og efna, friðsemi og sið- semi, að jeg ekki tali um hin heldri og betri eða bestu heimilin, sem við komum eða vorum á, þar sem alt og alltr voru til fyrirmyndar í öllu fögru, gagnlegu og góðu —. Sjálfsagt er að segja svo sem var, að flest af því fólki, sem við kyntumst af sjón og reynd nokkuð, hati líklega verið tilheyrandi mentaðri og betri hluta borgaranna í Höfn; en þá er líka sá hlutinn mjög stór, því að mikill var sá fjöldi þeirra, sem við sáum líta vel út og komu vel fram. Og víst er líka hitt, að það fólkið, karlar og konur, meðal Dana, sem við kyntumst mest og best, átti heima i hópi hinna bestu og ment- uðustu manna. Fanst mjer líka svo um flesta þeirra, að þeir væru um flesta hluti afbragðs menn. En meðal slíkra manna tel jeg hiklaust alla þá presta danska og íslenska í danskri prestsþjónustu, sem við kyntumst meira og minna. Reyndi jeg auðvitað eftir föngum að gefa þessum stjettarbræðrum auga, heyra í þeim hljóðið og skilja þá andlega. Allir þessir prestar eru kyrlátir og yflrlætis- lausir prýðimenn, nettmannlegir og góðlegir, viðmótsþýðir, blátt áfram og hóglega glaðværir, þessir, sem jeg komst í nokkurt tæri við í Höfn. Um aðra veit og dæmi jeg ekki, nema hvað jeg tel langlíklegast, að svipað megi segja um lang- flesta danska presta. En meira seinna í sam- bandi við þá. VI. En þá er að minnast frekar á sjálft aðal- tilefni utanfarar okkar og erindi til Kaupmanna- hafnar, sjálfan lúterska alþjóðafundinn, sem stóð yfir frá 26. júní til 4. júlí. Frá fyrirkomulagi og gerðum þess mikla fundar skýri jeg ekki, því að blaðið Bjarmi hefur þegar fyrir löngu birt ítarlega skýrslu um það. Það var mikilsvert og lærdómsríkt á margan hátt að vera með á slíkum fundi, þar sem sam- an voru komnir ýmist um, undir eða yfir 1000 manns, og þar á meðal einhver eða einhverjir frá hverju lúterskkristnu landi í heiminum. Þar gat að líta og heyra þjóðkunna og suma heimskunna kirkjuhöfðingja, skörunga og and- ans menn. Mætti nefna marga slíka, þótt ekki sje gert hjer; en mest var þó talað um og dáðst að Söderblom erkibiskupi Svíanna, enda er hann glæsilegur maður, gáfnavargur og lærdómshestur. Þar mátti og sjá góða og fasta röð og reglu eftir góðum og greinilegum fundarsköpum, og fagra framkomu allra, bæði þeirra, sem þar unnu og töluðu, og eins áhorfenda og heyrenda í næsta stórum og fögrum fundarsal, skreyttum fánum allra viðstaddra þjóða, og okkar þá líka. Jeg sótti þennan fund daglega, að meira eða minna leyti, aðallega til að sjá og festa mjer hið sjeða betur i minni, en síður til að heyra, því að allar aðalræðurnar voru fyrirfram prent- aðar og afhentar fundarmönnum, og svo er víst best satt að segja, að jeg hafði lítið gagn af hín- um töluðu ræðum, bæði af þvi, að eyru mín eru hvorttveggja, óvön og ónæm á útlent mál, og af því, að vanalegast varð jeg að vera of- fjarri í hinum stóra sal. En svo var annað, sem ekki var betra, en það var talsmáti eða framburðarlag — flestra ræðumannanna; Þeir töluðu ýmist svo lágt og ísmeygilega, að jafnvel bestu eyru gátu ekki heyrt í fjarlægð, ellegar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.