Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 40
40 ÓÐINN taka þá prjedikun að mjer. Jeg færðist undan, og kvað það vera mjer ofviða. Sjera Jóhann sagði mjer að biskup ætti að hafa næsta miðvikudag, en þætti of stuttur undirbúningstími og vildi því ekki skiffa um tíma og hefði hann vísað sjer á, að biðja mig að taka það að mjer. Þá hló jeg, og sagði: »Ef að þið, þaulreyndir kennimenn, treystið ykkur miður til þess en prestaskólapilti, með svona litlum fyrirvara, þá er best að jeg geri það ykkur til afmánar*. Sjera Jóhann brosti og firtist ekki við þessi oflætisorð, og svo var þetta ákveðið. Kl. 11 '/2 um kvöldið settist jeg svo að ræðugerð, las fimta part píningarsögunnar vandlega yfir og fann engan leiðarþráð að fara eftir, enga nýtilega hugsun, en efnið svo alvarlegt og al- vöruþrungið; mjer fór að skiljast, að þetta væri ekki mitt meðfæri, og gengi enda guðlasti næst, að vaða elginn um slíkt efni. Kl. varð tvö, og jeg hafði ekki skrifað stakt orð. Jeg var þreyttur og magnþrota. Þá örvænti jeg um alt saman og sá ekki annað fyrir, en að jeg mundi verða mjer til stórskammar. Jeg er nú smeykur um að sú hugsun hafi ef til vill verið hjá mjer enn ríkari en hugsunin um guðsríki, þótt hún væri með. Jeg fór svo í angist minni að biðja, og mitt undir bæninni sá jeg alt í einu fyrir mjer tvö orð og eins og strik á milli. Það voru orðin: Gabbaþa — Golgata. 011 þreyta rann af mjer: »Frá Gabbaþa tii Golgata*, var eins og syngi í sál minni og fögnuður minn var mikill. Jeg reis upp og fór að skrifa. Jeg skrifaði til kl. 9 um morguninn og var þá búinn með ræðuna. Jeg fór svo niður á skóla. Þar var tilrætt um það, að jeg ætti að prjedika. Sjera Jón Helgason sagði að það væri ótilhlýðilegt að maður, sem ekki væri einu sinni kandídat, hefði föstuprje- dikun. Jeg var honum samþykkur í því og iðraðist eftir að jeg hefði tekið þetta í mál. Jeg var ákaflega angistarfullur, er jeg kom niður í kirkjuna og sá, að kirkjan var troðfull alveg upp að kór og út í skrúð- hús. Þá voru nefnilega föstuguðsþjónusturnar altaf svo vel sóttar, hver sem prjedikaði. Jeg hafði ákafan hjartslátt meðan verið var að syngja fyrir. Jeg náði mjer, er upp í stólinn kom. Jeg gleymdi öllu nema efninu, gleymdi jafnvel því, sem jeg óttaðist, að jeg á leiðinni upp í stólinn hafði sjeð kennara minn, Jón Helgason, standa í þrönginni við skrúðhúsdyrnar, og átti von á óvægilegri »kritík« hjá bonum. Jeg kom bullandi sveittur niður úr stólnum, sjera Jón þreif í öxlina á mjer og ýtti mjer út í skrúðhúsið. Jeg sagði í hálfum hljóðum: »Eruð þjer reiður?4 — »Já, alveg frá mjer4, svaraði hann lágt, en jeg fann engan reiði- hreim í röddinni. Svo, er búið var að syngja og lesa kirkjubænina, sagði hann við mig: »Reiður, nei, það veit hamingjan4, og hann gaf mjer góða viðurkenn- ingu fyrir ræðuna. Jeg var feykna glaður og þakk- látur, fyrst guði og þar næst kennara mínum fyrir velvildarfull orð. Vfir höfuð að tala var gott að vera á prestaskólanum í þá daga. Maður lærði í rauninni mikið, jafnvel með litlum lestri. Umgengnin bæði við fjelagana og kennarana hafði þroskandi áhrif. Tím- arnir voru yfirleitt skemtilegir og mentandi. Vjer töl- uðum saman um málefnin og ljetum frjálslega í ljós skoðanir vorar, einnig þá er vjer vorum ósamdóma um ýms atriði. Kennararnir vildu oss vel, og vjer bárum hlýju til þeirra og virðingu fyrir þeim. Vjer lærisveinarnir vorum samrýndir, að einum undan- skildum, og samkomustundir vorar voru mjög upp- byggilegar. — Þannig leið nú veturinn og vorið nálg- aðist, og með því prófið. Það var nú all ægilegt til umhugsunar. Jeg kveið fyrir upplestrinum, því að jeg var hræddur um að minna yrði úr lestri, en gott væri, því mjer var ekki unt að sleppa allri kenslu minni nje störfum við fjelagið; jeg hafði heldur ekki kjark í mjer að neita syrgjendum, er komu og báðu mig um að halda húskveðju eða yrkja erfiljóð. Leið svo frameftir upplestrartímanum, að mjer varð fremur lítið úr lestri, og fór stundum hrollur um mig, er jeg hugsaði til prófsins. Stundum tók jeg tillhlaup og las þá talsvert í skorpu, en skorpurnar voru bæði of stuttar og of fáar. Lífið úti á götum meðal sjómanna dró mig að sjer. Mjer fanst jeg eiga erindi til þeirra, er þeir um lokin voru í landi og freistingarnar biðu þeirra. Jeg fór venjulega út kl. 8 á kvöldin og náði tali af mörgum og voru þeir mjer ætið góðir, og tóku mjer mjög sjaldan illa upp, er jeg talaði djarf- lega við þá, jafnvel þá, er þeir voru kendir. Jeg eign- aðist meðal þeirra marga vini. Svo kom inflúensan. Jeg hjelt að hún væri svo meinlaus og væri að eins kvef, svo að jeg setti mig ekki til varnar gegn henni. Jeg ljet prenta brjef til fermingarbarna. Það átti að ferma á Görðum á Álftanesi á uppstigningardag; jeg ætlaði að senda líka fermingarbrjef til barnanna þar og bjóst við að þurfa að fara með þau sjálfur. Miðvikudagskvöldið fyrir uppstigningardag gekk jeg með sjera Schreiber, kaþólska prestinum í Landa- koti, suður í Laufás til lectors. Jeg man ekki hvernig á því stóð. Við sátum þar alllengi og drukkum kalda mjólk, en á leiðinni heim greip mig svo mikill skjálfti og kalda að jeg nötraði allur. Jeg háttaði, og þá varð mjer svo heitt að jeg hafði ekkert viðþol, og þar með mjög slæman höfuðverk, og var talsvert veikur um nóttina og næsta morgun. Jeg vissi að þetta

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.