Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 27
ÓÐINN 27 hina 4. hafði jeg uppi á Geysi í stofu minni þar. Jeg tók aðstoðarkennara og borgaði þeim eins og borgað var í barnaskólanum. Einn af kennaraliði mínu var sjöttibekkingur úr latínuskólanum, Guðm. Benediktsson frá Ingveldarstöðum, gáfaður piltur og námsmaður góður. Jeg hafði hann í elstu deildinni, sem lærði á kvöldin kl. 6—8V2 upp frá. Þetta var nú allmikið starf og erfitt. En margt var þar ágætra barna, sem jeg hafði mikla gleði af. Sum voru nokkuð fyrirferðarmikil. Jeg hafði meðal þeirra t. d. 3 börn Einars Arnasonar, mjög skemtileg, og voru þau hjón mjer ákaflega góð, og oft bauð frúin mjer að borða, eða sendi mjer mat í frímínútunum, því að jeg hafði engan tíma til þess að fara heim til borðunar. — Margra einstakra drengja minnist jeg ávalt, en man þó einna best eftir þeim, sem erfiðastir voru. Til dæmis man jeg vel eftir einum dreng, Ijómandi fall- egum og fullum af fjöri og gáska. Hann var vel greindur, en nokkuð latur, og rjeði sjer ekki fyrir fjörinu, svo að jeg varð stundum að vera harður við hann, en hann var svo glaðlyndur og góður að hann gat altaf snúið vopnin úr höndunum á manni. En margar fjekk jeg klaganir yfir honum í frímínútunum, og ókyr var hann og hrekkjóttur í sjálfum tímunum. Jeg hafði það að siðvenju að segja börnunum í tveim- ur flokkum sameiginlega sögu einu sinni í viku í tímanum 2—3. Þau voru mjög glöð yfir því. Svo bjó jeg til sögu eitt sinn og sagði hana í áframhaldi í margar vikur. Það var æfintýri um konung einn sem stofnaði skóla, en eiginlega söguhetjan var dreng- ur, ákaflegur æringi og ólátabelgur, sem gjörði mörg skammastrik, en varð svo smámsaman fyrirmyndar- drengur í öllu, og lýsti jeg nákvæmlega þessari breyt- ingu. Þegar þar var komið sögunni, sem söguhetjan var óviðráðanlegastur, gall allt í einu órabelgurinn minn við og sagði: »Hann er nærri því eins og jeg!« Öll börnin fóru að hlæja, en jeg sagði: »Við skul- um nú sjá, hvað setur*. — En þegar fram á söguna leið varð jeg var við að hann tók sjer sögudrenginn til fyrirmyndar, og síðari hluta vetrarins varð hann kappsamur að læra, og mjög vel viðráðanlegur. Jeg hafði síðan mikla gleði af honum. Lærisveinar mínir á «Geysi« voru komnir á fermingaraldur og voru sumir miklir fyrir sjer og allódælir, kom það sjer í lagi fram við hjálparkennara minn og gat hann ekki ráðið við þá stundum. Einu sinni, er jeg kom vestan að kl. 7 og reikningskennarinn hafði verið hjá þeim fyrri tímann, fann jeg alt í uppnámi og gauragangi, og lágu tveir undir borðinu í fangbrögðum. Jeg þreif í þá, og komu þá fram kennarinn og einn af læri- sveinunum, stór og sterkur piltur nær 14 ára. Hafði þeim eitthvað borið á milli og lent í svarra. Jeg tal- aði alvarlega við drengina og sýndi þeim fram á, hve mikið tjón þeir gerðu sjálfum sjer með þessu fram- ferði og lofuðu þeir bót og betrun. Þeir voru yfir- leitt góðir og duglegir piltar; og mjer voru þeir alt af auðsveipir nema helst þessi eini. Hann kunni ekki neitt, hafði aldrei viljað læra neitt af eintómri þrjótsku. Hann var sterkur og stór að Iíkamsburðum; hafði allt af verið vandræðabarn. Mjer hepnaðist stundum að koma dálitlu kappi í hann með sprettum en svo hljóp strákurinn í hann með köflum og var hann þá mjög þrár, en jeg Ijet aldrei undan honum, því að jeg vissi, að gjörði jeg það, mundi jeg missa alt vald yfir honum. Jeg held jeg verði að segjaeina sögu af okkur. Það var eitt kvöld að hann kunni ljómandi vel kverið sitt og biblíusögurnar; varð jeg mjög glaður og gaf honum hrósyrði fyrir. Varð hann nú talsvert upp með sjer af þessu og spurði mig, hvort hann mætti eiga frí svona 10 mín. aftan af tímanum. Jeg sagði: »Það skal jeg gjöra, ef þú vilt lofa að kunna eins vel á morgun*. — »Nei, því lofa jeg ekki«, sagði hann. »Þú getur lofað að reyna til að kunna eins vel«, sagði jeg til að draga úr því. »Nei«, sagði hann. Þá varð mjer sú slysni á að jeg sagði: »Jæja, þá færðu heldur ekki frí!« — »Það er þá sama«, sagði hann, og jeg dauðsá eftir að hafa ekki lofað honum að fara orðalaust, en nú var það of seint; svo hjelt kenslan áfram þangað til eftir voru 10 mínútur. Þá sagði jeg: »Nú eru eftir 10 mínútur; nú máttu fara, efþúvilt lofa þessu*. »Nei«, sagði hann. Svo fór hann ekki, og tíminn endaði í spekt. En næsta hálftíma var skrift hjá helmingnum af beknum, því vegna þrengsla varð jeg að láta þá skiftast á og hafa sinn daginn hvorn flokkanna. — Nú vildi svo til að þessi piltur átti að hafa skriftar- tímann. Þeir, sem áttu frí, fóru, og hinir settust við borðin og fengu skrifbækur sínar, sem jeg lagði fyrir framan þá og þennan pilt með. Þá tók hann skrif- bókina og vatt hana í tvent milli handanna. Jeg sagði ekkert, tók partana og setti inn í ofninn og tók ofan úr skápnum nýja skrifbók (það voru for- skriftarbækur Mortens Hansens) og lagði hana fyrir framan hann. Hann tók hana og vatt hana sundur þegjandi. Hinir drengirnir voru byrjaðir að skrifa, en voru eins og á glóðum, hvað úr þessu mundi verða. Það var dauða þögn. Jeg tók rifnu bókina og stakk henni þegjandi í ofninn og lagði nýja fram fyrir hann. Hún fór sömu leið og sú fjórða eins. Nú átti jeg að eins eftir eina og sárnaði mjer að jeg skyldi ekki

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.