Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 17
ÓÐINN 17 nokkrum dönskum heimilum, annara en presta, eða jafnframt. Á þeim heimilum vorum við fje- lagar oftar hver í sínu lagi, en munum þó allir, hver um sig, hafa svipaða sögu að segja, um góð og falleg heimili og alúðarviðtökur og við- gerðir. Jeg kom þó með sjera Árna, fyrir vin- samleg tilmæli hans, á eitt kunningjaheimili hans í Höfn, og höfum við því sameiginlega góða sögu af því að segja; en þó kann hann betur en jeg að segja frá, hvernig okkur gekk að finna þann bæ. Annars átti jeg fáa, eða varla nokkra kunningja í Höfn, sem jeg kynni uppi að leita. Jeg leitaði þó uppi heimili mag. Boga sál. Melsteds, og komst þar inn; en var svo óheppinn, að hann var þá einhversstaðar úti í borginni, að búa sig undir Islandsferðina sína seinustu í líflnu hjer. Fjekk þó góðar móttökur hjá íslenskri hússtúlku og frænku hans, og þótti mjer vistlegt og bókamannslegt þar inni. En jeg fjekk eilt sinn eitt óvænt og mjög virðulegt heimhoð, sem jeg þáði. Það var frá norska sendiherranum Hvitfelt í Höfn og konu hans, sem einu sinni hötðu komið á heimili mitt, og ekkert fengið gefms. Átti jeg því sist von á slíku. Og enn þá síður átti jeg von á því innilega þakklœti og ánægju, sem þau hjón sameiginlega ljetu í ljós út af ferð sinni til Heklu o. s. frv. og svo yfir komu minni nú til þeirra. Og þá þarf ekki að orðlengja um góðgerðirnar við há- degisborðhald. Á heimilinu voru hjónin og 2 ungar dætur, prúðar og látlausar, stórefnilegar stúlkur, og enn ein vaxin, mjög geðug hússtúlka, og einn þjónn, hinn prúðasti. En svo raunalega hafði atvikast, að frúin hafði fótbrotnað fyrir alllöngu og var enn ekki gönguíær. En það var ekki látið á sjá, því að bæði hún og hann og alt þeirra fólk voru hin glöðustu og gerðu alt til að skemta mjer. Var þarna yndis- legt fólk á fögru, en þó mjög tilgerðarlausu heimili. Varð jeg satt að segja hrifinn af auð- mýkt og lítilæti og ástúð þessa fólks, og skildi svo við það, eftir langa og góða stund, með þeirri tilfinningu, að svona mundi vera besta og göfugasta fólkið. Endaði þessi heimsókn svo með því, að sendiherrann fjekk bíl og bílstjóra heim til sín og fór sjálfur með mjer á nokkra sýningarstaði og söfn, þar á meðal eitt merk- asta myndasafn í borginni, sem fá mátti aðgang að þennan dag, og skildi ekki við mig fyrri en við húsdyrnar heima hjá mjer. Þótti mjer slík Leifur Guðmundsson sjóliðsforingjaefni 13. júní 1928 vildi það slys til í Kaupmannahöfn, að tveir ungir menn á sjóliðsforingjaskólanum fjellu niður úr flugvjel, sem var á leikflugi yfir borg- inni, og biðu bana af. Aunar peirra var Leifur, sonur Guð- mundar prófessors Ilannessonar, og hafði bann i 3 ár stundað nám á liðs- foringjaskólanum, eftir að hafa tek- ið stúdentspróf við Mentaskólann hjer. Hann var fæddur 28. sept. 1905, gáfaður piltur og mjög efni- legur. Hinn var danskur maður, Pals- gaard að nafni. Pað er venja á skólanum, að nemendurnir fái að æfa sig á flug- ferðum með flug- mönnum hersins, og á einni af peim æflngaferðum vildi slysið til. Lík Leifs var flutt heim hingað og jarðarförin fór fram frá Dómkirkjunni 25. júni. framkoma undursamleg og lærdómsrík og mun henni seint gleyma. XII. En þá er nú loks að hverfa frá öllu þessu persónulega og smálega, en víkja að end- ingu aftur að því, sem fyrst og fremst átti að vera og var tilefni utanfarar okkar, lúterska heimsþinginu, og að málefni þess, málefni lút- eskrar kirkju og kristni, og greina ofurlítið nánar frá, hvers við höfum orðið vísari í þeim efnum. Um trúmálaskoðun og stefnu lúterska heims- þingsins þarf ekki mjög að fjölyrða. Það er auðvitað og öllum vitanlegt, að sú skoðun og stefna var yfirleitt hálútersk, og ber um það órækastan vitnisburðinn athöfn sú í Frúarkirkj- unni, sem sjera Ólafur, prófastur í Arnarbæli, segir nýlega frá i Bjarma, ljóst og rjett, þar sem, að því er sjeð varð, hvert einasta manns- barn í nær fullskipaðri kirkjunni, og þar með fundarmenn allir, stóðu upp fyrir játningu 2. gr. trúarjátningarinnar og allur söfnuðurinn tók undir hana, hver á sínu máli. En því næst er að athuga, hvers verða mátti var í þessum efnum hjá þeim dönskum prest-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.