Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 1
OÐINN 1.—6. BLAÐ JANÚAR-JÚNÍ 1930 XXVI. ÁR og varð vel að sjer i þeirri fræðigrein. Einnig dvaldi hann um tíma í Austurríki og Frakklandi. Þetta nám hans var hið þarflegasta og bar hjer góðan árangur. Og þegar gerladeild var stofnsett Hann andaðist 26. sept. 1928 á besta aldri og við efnarannsóknarstofuna hjer, var Gísli sjálf- Gísli Guðmundsson gerlafræðingur. varð þar mikill mannskaði. Vinir hans og fjelagar í Iðnaðarmannastjett Reykjavíkur töldu hann einn af sin- um allranýtustu mönnum, en sú stjett á nú marga menn, sem kunnir eru að dáð og dugn- aði. Gísli var fædd- ur 6. júlí 1884 að Hvamsvík i Kjós, en fluttist ungur með foreldrum sín- um, Guðm. Guð- mundss. og Jakob- ínu Jakobsdóttur frá Valdastöðum, til Reykjavíkur, og var siðan um eitt skeið í Melshúsum á Sel- tjarnarnesi, hjá Jóni Jónssyni útvegs- bónda. En á æsku- árum nam hann gosdrykkjagerð er- lendis og gekst síð- an fyrir stofnun gos- drykkjaverksmiðj- unnar »Sanitas« Glsli Guðmundss°n gariaíræaiDgur. 1905, og fengu vörur hennar brátt svo gott orð á sig, að þær útrýmdu að mun erlendum gos- drykkjum frá íslenskum markaði. Nokkru síð- ar tók Gísli að stunda nám í gerlafræði erlendis, fyrst í Kaupmannahöfn og síðan í Þýskalandi, kjörinn til þess að taka hana að sjer. Eftir fráfall Ásgeirs Toríasonar 1916 varð hann forstöðu- maður efnarann- sóknarstofunnar og haíði það starf á hendi til 1921. Á þeim árum átti hann mestan þátt í því, ásamt Jóni heiln- um Kristjánssyni prófessor, að smjör- líkisgerð hófst hjer í bænum, og hefur hún siðan þrifist vel, svo að nú er lítið af erlendu smjörlíki flutt til landsins. Hafði hann mikinn áhuga á því að auka og bæta innlenda vörufram- leiðslu og var sam- verkamaður eða ráðunaulur flest- allra hjer, sem rjeð- ust í einhver slik fyrirtæki, og með þeirri starfsemi hef- ur hann unnið stór- mikið gagn. Eitt af þeim fyrirtækjum er öl- gerðin »Egill Skallagrímsson«, sem lærisveinn hans og starfsmaður frá »Sanitas«-verksmiðjunni, Tómas Tómasson, stofnaði og hefur rekið með miklum dugnaði.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.