Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 8
8 ÓÐ I N N Af ástvinahöndum mitt æfilán í eilífa nótt er grafið. Um óskir lykur það auðnu rán sem auðnin vítt, djúpt sem hafið. Ei veit jeg þá miskunn að mjer sje sýnd. Hver minning sem norn í hótum með augun brostnu og brosin týnd fer brennandi að hjarta rótum. Mín insta þrá á þar enga völ; alls ekkert, er sótt sje nje varið. Mín spurn er steinhljóð í starandi kvöl og steinhljóð til jafns er svarið. — 1 útsýn mitt hinsta harmaljen lykur hyldjúpt um týnda auðinn. IJar byltist hatur um hotnlaus fen í blindni og kalt sem dauðinn. Sigurjón Friðjónsson. * Lúterska heimsþingiö í Kaupmannahöfn 1930. Eftir sjera Ófeig Vigfússon. IJað hefur næstum því furðufált og lítið verið rætt og ritað um þessa utanför íslenskra kirkju- manna, eða þá þýðingu, sem hún kynni að hafa haft fyrir okkur, sem fórum þessa för eða þá fyrir nokkra fleiri. Að eins fáeinir menn heima fyrir hjá okkur munu hafa spurt okkur fremur lauslega um för þessa, en almenningur látið sig litlu varða. Þó fengum við fjórir nokkurn styrk til hennar af opinberu fje. Það er nú vegna þeirra manna, sem mig hafa spurt, að mig langar til að segja nokkru ger frá þessari ferð og þýðingu hennar fyrir mig. Það á einnig að vera í þakklætisskyni við þá menn alla, yfirmenn mína, og allmarga aðra alúðarvini ásamt mínum nánustu, sem studdu og unnu að því, með orði og verki, að jeg þannig, að verulegu leyti, fjekk svalað nær æti- langri niðurbældri þrá þess, að sjá og heyra eitthvað sjálfur til annara landa og þjóða. Leyfi jeg mjer að nefna sjerstaklega til þessa herra biskupinn, dr. Jón Helgason, sem manna mest og best, og lika fyrst og vingjarnlegast, gerði mjer kost þessarar farar, herti upp hug minn, og barði niður og ónýtti fyrir mjer allar kjark- leysisviðbárur mínar og hikanir, og þar næst viðkomandi ráðherra, Tryggva Þórhallsson, sem góðfúslega samþykti meðmæli biskups með veit- ingu ókeypis skíprúms báðar leiðir. En mjer er einnig ant um, að einhver eða einhverjir hinna, sem einskis hafa spurt, geti líka fengið nokkra hugmynd um, að utanför sem þessi getur varla verið hjegóminn einber, og kunni þó, eða jafnvel hljóti að hafa nokkra þýðingu, altjend fyrir þann eða þá, sem hún hlotnaðist. »En hver er nú lærdómurinn og hvert er gagnið, sem þið hafið haft upp úr þessari för?« Á þessa leið hef jeg verið spurður. Spurningu þessari og fleirum slfkum get jeg náttúrlega, og því miður, ekki svarað nógsamlega glögt eða fullnægjanlega þeim sem spyr, en eitthvað get jeg þó nefnt. En þá vil jeg fyrst taka það fram, að flest af þvi, sem jeg segi hjer fyrir mig, geta einnig fje- lagar minir sagt fyrir sig, og þaðan af meira og fleira, enda þótt vel megi ætla, að »sinum aug- um líti hver á silfriðcc, og reynsla og áhrif hafi ekki verið okkur öllum hin sömu. / /yrsta lagi hef jeg þá, fyrir þessa för, fengið allgóða hugmynd um og nokkurn skilning á, hvað og hvernig það er, að vera á hafskipi og sigla milli fjarlægra landa um inn- og úthöf stór, ýmist í góðu eða misjöfnu veðri og sjólagi, dögum saman; og sömuleiðis nokkuð kynst siðum og háttum á slikum skipum; og enn- fremur ofurlítið forvitnast um byggingu og fyrir- komulag þeirra o. fl. í öðru lagi hef jeg fengið að sjá, og gera mjer nokkra hugmynd um, útlit og yfirborðslíf tveggja stórborga og nokkurra smærri og þar með fengið sæmilega skýra mynd af stórborgalifi og brag yfirleitt þar, sem siðaðir menn búa. / þriðja lagi hef jeg fengið að sjá, og skoða í svip, mjög mörg af mestu og merkustu stór- hýsum, mannvirkjum og listaverkum þriggja merkra menningarþjóða, Dana, Skota og Svia, og ýmsa fræga og fagra staði og staðháltu meðal þeirra; ennfremur land og landslag, gróður og afurðir, og búnaðar- og atvinnuhætti hjá þeim. / /jórða lagi hef jeg sjeð, og nokkuð getað ráðið í stjórnlegt vit og fyrirkomulag, og framkvæmd

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.