Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 myndirnar og sagði þær eins og jeg sá þær. ]eg var sjálfur gripinn af efninu og lokaði augunum til þess að sjá þetur. Hver sýnin rak aðra úr ferðalag- inu að heiman, úr stórborgarlífinu, freistingunum og dýrðinni meðan peningarnir entust; svo kom lýsingin af baráttunni og neyðinni o. s. frv. Fyrst, er komið var fram í miðja sögu, varð drengjunum ljóst, hvaða saga þetta var. Jeg heyrði óljóst, að einhverjir voru að koma inn, en jeg leit ekki upp. Þegar jeg var að lýsa, hvernig glataði sonurinn í sinni dýpstu neyð og niðurlægingu rankaði við sjer, er hann lá í grasinu, eftir að hafa sefað hungur sitt með drafinu í svína- troginu, og við ilminn úr jörðunni mintist bernsku- leika sinna í hlaðvarpanum heima, varð mjer litið upp. Allvænn hópur var þá kominn inn; sátu allir og ein- blíndu á mig. ]eg fann að þeir voru eins og jeg í hálfgerðri leiðslu. ]eg lokaði augunum aftur og hjelt áfram. Jeg lýsti ferðalaginu heim og viðtökunum heima, lýsti augnablikinu, er þeir mættust, faðirinn og tötrum klæddur sonur hans. ]eg sá fyrir mjer brekk- una gegnt bænum, þar sem sonurinn var að eigra með skjögrandi knje og blóðrisa fætur, sá mýrar- sundið milli brekkunnar og bæjarins með mörgum burstum, sá hlaðið, þar sem faðirinn stóð og settihönd fyrir auga að horfa á komumann; sá viðbragðið, sem hann tók, er hann þekti, að það var sonur hans. Jeg sá, hvernig hann hljóp á móti honum og greip hann í faðminn. Jeg lýsti svo að segja hverri hreyf- ingu. I mjer var grátskjálfti eins og hrollur, en jeg hjelt honum í skefjum og sagði hægt og rólega frá. Jeg heyrði óm af niðurbældu snökti og leit upp. ]eg gleymi aldrei þeirri sjón, er jeg sá: Augu full af tárum störðu á mig; jeg varð í skyndi að loka aug- unum aftur til þess að missa ekki vald yfir mjer og bresta í grát. Svo endaði jeg söguna á veislunni, áður en kaldraninn kom með eldra bróðurnum. — Það voru komnir nálægt þrjátíu piltar og höfðu læðst inn. Þetta atvik er mjer svo ógleymanlegt af því, að jeg lærði svo mikið af því, sem oft hefur mjer síðan að gagni komið. ]eg fann að þetta var Guðs gjöf vegna trúfesti þeirra fáu. Jeg reyndi oft til síðar að segja söguna í sama sniði, 'en hún hefur ávalt orðið hjá mjer köld og þur. I janúar var stofnaður Tóbaksbindindisflokkur innan fjelags. Allmargir piltar voru með í þeim flokki. ]eg var að hálfu leyti með, var í bindindi á daginn, en áskildi mjer rjett til að reykja á nóttunni við próf- lestur minn. Eftir próf var jeg í algerðu reykbindindi í fjóra mánuði. ]eg lofaði að vera í því til 1. október. Fyrstu mánuðirnir voru auðveldastir, en löngunin fór að vaxa, því nær senv dró að hinu ákveðna tíma- takmarki. ]eg steig nokkrum sinnum í stólinn í dómkirkjunni þá um veturinn, hjelt þó nokkuð oft húskveðjur við jarðarfarir og orti heilmikið af erfiðljóðum fyrir fólk. Jeg hafði talsverðar aukatekjur við það, enda veitti ekki af, því fremur var fjárhagurinn þröngur oft og einatt, en jeg fjekk eins og áður fyrri oft að reyna, hvernig hjálpin kom ætíð í tæka tíð og oft nákvæm- lega samsvarandi þörfinni, hvorki meira nje minna. Til dæmis má geta um eitt atvik, sem sýndi mjer, hve vel væri vakað yfir mjer. ]eg var oft í vandræðum með að hafa eitthvað til upplesturs til skemtunar á fundum og tilbreytingar. ]eg þurfti líka oft að sjá um, að þeir eða þær, sem aðstoðuðu mig, hefðu eitthvað til upplesturs. Þannig átti fröken Solveig Thorgrímsen að lesa upp í stúlkna- fjelaginu, en vantaði »Iðunni«, tímaritið; þar var saga, sem hún ætlaði að nota. ]eg fór niður í bókaverslun ísafoldar að vita, hvort jeg gæti ekki fengið það bindi »Iðunnar« lánað það kvöld. Lánaði vinur minn Ástráður Hannesson mjer það bindi góðfúslega. En um leið sýndi hann mjer »Iðunni« alla, ljómandi gott eintak og vel bundið. Hann átti að selja það fyrir einhvern, og alt verkið átti að kosta 7 kr. og 50 a. Það var ekki hálfvirði og mig dauðlangaði til að eiga verkið, en jeg átti ekki tvo aura í eigu minni. Á leiðinni heim var jeg að brjóta heilann um, hvar jeg gæti fengið peninga til þess að kaupa bókina. Þegar jeg var nýkominn heim, kemur ókunnugur maður að finna mig og segist skulda mjer peninga. ]eg kann- aðist ekki við það. Hann sagði að dóttir sín hefði verið í skóla hjá mjer fyrir mörgum árum, og um vorið hefði staðið eftir af skólagjaldinu. Jeg mundi hvorki eftir telpunni nje eftirstöðvum, og sagði hon- um það, en hann kvaðst muna það ábyggilega og hefðu staðið eftir kr. 7,50. Hann borgaði þær, og jeg þaut eins og elding niður til Ástráðs og keypti »Iðunni«. Á föstunni kom fyrir mig atvik, sem mjer þá fanst mikið til um. Eins og vant var þann vetur, voru haldnar föstuprjedikanir í kirkjunni á hverjum miðvikudegi kl. 6 síðd. Voru til þess ráðnir tignir kirkjunnar menn, biskup, dómkirkjuprestur, guðfræðiskennarar og aðrir merkir guðfræðingar. Einn miðvikudaginn átti sjera Jens prófastur Pálsson í Görðum að prjedika. Á þriðju- dagskvöldið kom sjera Jóhann dómkirkjuprestur til mín og sagði að sjera Jens hefði orðið lasinn og gæti ekki komið, og spurði mig, hvort jeg vildi ekki

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.