Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 15
ÓÐINN 15 þá svo hátt og gasalega, að alt kafnaði í berg- málsglymjanda. Einna best gekk mjer að heyra og skilja Söderblom og Lunde Oslóarbiskup, en allra best biskupinn okkar, sem talaði á dönsku. Hjá honum heyrði jeg nær hvert orð, og þótti gott. Annars var þarna talað langsamlega mest á ensku, þar næst þýsku, en langminst á dönsku. Þólti mjer það einkennilegt og ekki nærgætnis- legt við Dani, sem þarna voru þó langflestir, og auk þess framúrskarandi gestgjafar fundarmanna. Nú, en þessar ræður gat og get jeg enn stautað heima hjá mjer, þær, er jeg hafði lítið eða ekk- ert gagn af á sjálfum fundinum. En gagnið, sem jeg hafði upp úr fundinum, var og er fólgið í mörgu öðru á honum og í sambandi við hann. VII. í sambandi við fundinn voru líka há- tíðarsamkomurnar og veisluhöldin flest, sem okkur var boðið til og við tókum þátt í, bæði í ráðhúsi Kaupmannahafnar, tvisvar, og annar- staðar. Jeg er ekki veislu- eða fjölmennismaður, og er bæði óvanur þess konar, og mjer lætur og líður vanalegast ekki meira en í meðallagi við þess háttar. En þarna leið mjer vel, svo að jeg hafði nautn og ánægju af, því að bæði var, að mikið og gott ánægjuefni var boðið og þá ekki síður hitt, að alt var svo frjálslegt, bróður- legt, óþvingað og allaust við nokkurn snefil af tiltek*arsemi, augnagotum, hviskri, pískri eða þvi, sem kallað hefur verið »sprogsetningar«, heldur alt hið gagnstæða, þar sem allir koma fram sem jafningjar, bræður og systur, og reyna að vera engum til leiðinda, en öllum af alúð til ánægju — jafnvel þólt þeir hafi aldrei sjest áð- ur. — Jeg varð líka aðnjótandi ýmsrar vin- semdar á þennan hátt, og var bæði ávarpaður og ávarpaði sjálfur aðra mjer til gleði og gagns, og minnist því einnig þessara samkvæma með hlýleik og þakklátsemi; en einnig með aðdáun og virðingu fyrir það, hve framúrskarandi vel, hóglátlega og siðprúðlega alt fór þar fram all- staðar og altaf. VIII. Líkt hef jeg líka að segja, að sínu leyti, um þær kirkjusamkomur, stórar og smáar, sem við komumst á, þar á meðal tvisar í Frúar- kirkju, þar sem líklega þúsundir manna streymdu að og inn. Þar var líka sama prúðmenskan, röðin og reglan og elskulega hispursleysið, og auk þess kyrðin og virðingin fyrir guðshúsi og guðsþjónustu. Þótti mjer merkilegt, hve hátíð- lega hljótt var meðal þúsundanna af öllu mögu- legu fólki i hinni stóru dómkirkju, og hve vel sá mikli söfnuður virtist fylgjast með því, er fram fór og taka þátt i guðsdýrkuninni. En játa verð jeg, að ekki gat jeg sem best fylgst þarna með, en að mest lenti í því fyrir mjer að reyna að nota augun; og ekki hafði jeg heldur mikla uppbyggingu af orðunum, sem ílutt voru i dóm- kirkjunni, því að svo var fyrir mjer, sem fyrri dag- inn, að þau ýmist köfnuðu í hvisli eða hávaða- glymjanda. En í minni kirkjunum hafði jeg gott gagn af orði sálma og prjedikana. IX. Að þvi, er snertir samvinnu okkar fjelaga, með þeim ágæta manni og klerki, sjera Þórði Tómasson, lengst á heimili hans, eins og fyr segir, get jeg verið fáorðari fyrir það, að um hann og samvist okkar hefur sjera Árni, pró- fastur í Hafnarfirði, þegar fyrir löngu skrifað loflega grein, maklega og sanna, í Bjarma, skömmu eftir að við komum heim. Tek jeg glaður undir alt, sem þar er sagt, og visa því til þeirrar greinar. Er og verður varla ofsagt um alla þá ástúð, umhyggju, kostnað og fyrir- höfn, virðing og velgerðir, sem við urðum að- njótandi af hans hendi, fyrst og fremst sem persónulegir gestir hans, og þó jatnframt sjer- staklega sem fslendingar, ættlendingar og bræður hans að hálfu levti. Vorum við allir oft vitni að þvi, að Þórður ljet ekkert tækifæri ónotað til að tala máli íslands og íslendinga og bera bræðralags og velvildar orð á milli þeirra og Dana, en var þó stundum næsta óvæginn í garð Dana út af fornum illskiftum þeirra við land vort og þjóð. Áttum við marga inndæla stund á heimili hans og með honum annarsstaðar, og munum því aldrei gleyma. X. Þá er ofurlítið nánar að minnast vistar okkar á Lúkasarstofnuninni stóru og merkilegu. Við þá stofnun starfa um 110 systur, 2 prestar og margir læknar. Er þar haft með höndum aðallega sjúkrahjúkrun og jafnframt barnahjálp, og gamalmenna- og munaðarlausra aðhlynning og umsjá og lleira þess háttar. Við fengum þarna hver sitt herbergi, og, auk okkar, þýsk prestshjón, slavneskur biskup eða vísibiskup, og franskur prestur, einnig hver sína stofu, með öllum gögnum og gæðum, alveg frítt allan tímann, fæði og umhirðu alla, og auk þess skriffæri og eiginlega alt, sem hafa þurfti. Voru herbergi þessi sjúkrastofur, auðar um sumartímann, á fyrsta lofti. Þarna áttum við

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.