Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 38
38 ÓÐINN færir voru, kringum. Sunginn var þar hjartnæmur sálmur, sem blind og holdsveik kona hafði ort, Kristín Guðmundsdóttir. Mjer leiðmjög illa og forðaðist jeg að líta á nokkurn, og meðan jeg talaði, einblíndi jeg inn í ljóshafið á trjenu. Seinna eftir guðsþjónustuna kom jeg inn í dagstofu sjúklinganna, og lagði á borðið ofurlítil smárit kristileg, sem jeg sagði að þeir skyldu skifta milli sín. Jeg ætlaði að flýta mjer út, en þá kom einn af þeim holdsveiku og rjetti mjer höndina, hún var öll bækluð og reifuð. Það fór um mig hroll- ur og langaði mig mest til að þjóta á dyr, en jeg yfirvann sjálfan mig og greip í ofboði hönd hans og hjelt henni nokkru lengur en kurteisi krafði; en það var mjer pína. Síðan komu þeir allir, sem á stofunni voru, og rjettu mjer hendur, eitthvað 16 eða 17. Alt í einu hvarf öll ógeðstilfinning, og upp frá því hef jeg aldrei fundið til hennar síðan í sambandi við holdsveika. Jeg fann að jeg var læknaður af þessum kveifarskap. En á leiðinni heim var mig rjett við að kala í vota fótinn, því nú dróst ekki athyglin frá honum af neinum kvíða. Þetta kvöld var mjer ákaf- lega minnisstætt og varð til þess, að jeg tók að mjer prestsþjónustu þar á spítalanum eins og seinna segir. A prestaskólanum gekk alt sinn góða gang og ríkti þar sama ánægja og andlegt samstarf og áður. Kennararnir voru mjer allir góðir og eftirlátssamir, enda þótt jeg alls ekki væri neinn fyrirmyndar- námsmaður. Um nýárið 1900 stækkaði jeg blaðið, svo að það varð 8 síður í áttablaðabroti, og var það nú selt á 50 aura um árið. Jeg fjekk allmarga kaupendur að því, en ritstjórn þess og útsending varð mjer mjög erfið. Jeg naut mjög áramótanna, því þá varð fje- lagið ársgamalt, og hjelt jeg stóran afmælisfund 2. jan. Það var fjölmennasti fundur, sem haldinn hafði verið. Á þeim fundi mættu 190 úr aðalfjelaginu og 80 úr smádrengjadeildinni. Næsta sunnudag átti líka að vera mikil skemtun, því að skáldið Einar Hjörleifsson hafði góðfúslega lofað að koma og lesa upp. Jeg hlakkaði mjög til þess bæði af því, að hann las svo vel upp, og þar að auki þótti mjer heiður að því, að fá slikan mann á fund, og var ekki laust við, að mig langaði til að sýna honum hvað blómlegt væri innan fjelags hjá oss. Og með því að sá sunnudagur varð mjög þýðingarmikill fyrir mig, má jeg til að segja sögu hans ýtarlega. Minning hans er mjer ein hin ógleym- anlegasta frá því ári. Ki. 6 fór jeg að heiman til þess að kveikja á lömpunum og koma öllu í lag fyrir fundinn. Þegar jeg kom niður að Austurvelli, sá jeg þar svo mikla mannmergð, að varla var hægt að komast áfram á milli Alþingishússins og vallarins. Þar var verið að halda »álfadans*. Álfadans þótti í þá daga hin mesta skemtun. Þá mundi jeg líka eftir því, að þrjú eða fjögur fjelög voru samtímis að halda jólatrjesskemtun fyrir börn. Nú varð mjer fyrst ljóst, að fundur minn myndi verða ærið fásóttur og sá nú eftir að hafa beðið þjóðskáldið að koma. Einar Hjörleifsson bjó þá í húsi Jakobs Sveinssonar við Kirkjutorg, sem nú er kallað. Þegar jeg kom fram hjá kirkjunni, komu tveir litlir drengir, synir Einars, á móti mjer með skilaboð frá pabba sínum, að hann væri svo kvefaður, að hann treysti sjer ekki til að koma. — Aldrei hef jeg orðið fegnari lasleika nokkurs manns en jeg varð þá, því mjer fanst að jeg væri sloppinn við mikla minkun. Nú stóð mjer nokkurn veginn á sama, hvort nokkur kæmi eða enginn. Jeg hjelt upp að leikfimishúsi. Þegar jeg kom þangað, stóð þar einn drengur við dyrnar, að bíða eftir að opnað væri. Síðan komu tveir aðrir. Það var allur söfnuðurinn. Það steig upp í hjarta mínu stór alda af fögnuði, að sjá að til voru þrír drengir, sem mátu kristilegan fund meira en álfadans og alt annað. Þessir drengir voru: Árni Árnason (núverandi læknir), Gísli Guðna- son (dó síðar í lærðaskólanum) og Jón Hermannsson frá Brekku. Mjer þótti fundarfært og kveikti á ljós- unum og raðaði söngbókum á bekkina og byrjaði fundinn. Vjer sungum fyrst: »Sjerhvert ljós um lífs- ins nótt«. Meðan vjer vorum að syngja svall svo mikill fögnuður í sál minni, að jeg átti erfitt með að halda tárunum inni. Jeg sá glögt fyrir mjer sigur málefnisins. Von og sigurvissa gagntók mig. En um leið fann jeg afarsárt til þess, að hafa ekki neitt reglulega gott og skemtilegt handa þessum þremur piltum. Vegna upplestursins hafði jeg ekki búið mig undir að halda neitt erindi eða ræðu; ætlaði aðeins að enda fundinn með ritningarorði og bæn. Mjer fanst ekkert vera svo gott til, að þeir ættu það ekki skilið. Hvað eftir annað sendi jeg upp brennandi bænarandvarp til Guðs, að gefa mjer eitt- hvað verulega gott handa þeim. Eftir fyrsta sönginn bað jeg hátt stutta bæn að venju, fletti svo upp sálmakverinu af handa hófi, og rakst á sálminn: »Heyr þú mínar hjartans bænir*. Alt í einu varð mjer ljóst, hvað jeg ætti að tala um; það var eins og jeg sæi það fyrir mjer. Að söngnum loknum, byrjaði jeg ræðu mína með þeim orðum: »Nú ætla jeg að segja yður sögu«. Síðan fór jeg að segja þeim söguna af »glataða og heimkomna syninum«, og klæddi hana í nútíðarbúning. Jeg sá fyrir mjer

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.