Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 33
ÓÐINN 33 þolandi. Svo tók jeg stökk undir mig og þaut eins og elding upp til hjeraðslæknisins, Davíðs Scheving. ]eg barði að dyrum og upp lauk hurðinni sami mað- urinn sem jeg hafði haft fyrir framan mig í kirkjunni. »Nú«, hugsaði jeg, »þarna hefurðu búið illa í garð- inn fyrir þig, því nú er hann náttúrlega fjúkandi reiður*. ]eg sagði samt, hvað að mjer væri og kom inn. Hann var hinn ljúfasti og dró tönnina út, og bauð mjer svo inn upp á kaffi, og sat jeg þar lengi í skemtilegu samtali við lækninn og fólk hans, sem alt var mjer afarvingiarnlegt. Fanst mjer læknirinn nú ekkert ægilegur, og viðkynningin við hann þá og síðar hefur gefið mjer ljúfar minningar, eins og von er að um slíkan sæmdarmann. ]eg hef aldrei getað annað en brosað, er mjer hefur dottið í hug þessi tannpínuprjedikun mín í Stykkishólmi. Eftir þetta leið mjer mæta vel alla dagana. Á mánudaginn árdegis var jeg einn á gangi upp á hæðastöllunum þar og kom fram á lítinn kletta- rinda, og settist þar niður. Þar fyrir neðan var sljeft flöt og voru börn þar að leikjum. ]eg tók eptir dreng, sem vakti athygli mína. Allar hreyfingar hans voru svo fjörmiklar, og limaburðurinn svo snarlegur og einhver ólgandi ókyrð yfir honum. Hann hafði svarta húfu aftur í hnakka og borða tvo aftan í sem hjengu niður á bakið. ]eg sá ekki andlit hans, því jeg var of langt burtu. ]eg fjekk strax hugboð um að þetta væri drengurinn sem Sigbjörn, vinur minn, hafði skrifað mjer um. Eftir að hafa horft um stund, lagði jeg af stað niður til krakkanna. Er jeg var rjett að þeim kominn, bljes eimskip fram á höfn- inni og um leið þutu öll börnin af stað niður í bæ. ]eg hraðaði mjer á eftir og fór niður á bryggju. Þar var lítill bátur við bryggjuna. í honum sat dreng- ur og sneri að mjer bakinu. ]eg sá að það var sami drengurinn og jeg hafði sjeð uppfrá. ]eg kallaði: »]óhann!« Það var nafnið á drengnum, sem Sigbjörn hafði skrifað um. — Drengurinn spratt þegar upp og stökk upp á brygguna til mín. ]eg heilsaði honum með nafni og leit inn í augu hans. Þau voru snör og falleg. Hann varð ekkert sjerlega undrandi á þessu. ]eg bað hann að koma með mjer og sýna mjer kirkjugarðinn. Hann var fús til þess. Við gengum út úr bænum og töluðum um daginn og veginn. Hann var greindarlegur í svörum. Svo urðum við miklir mátar, og við gengum út í kirkjugarð og þagan “PP á rindana og sátum þar nokkra stund sem fagurt var útsýni, og sagði hann mjer alt um sig, erfiðleika sína bæði heima og í skólanum og alt hvað að sjer væri. — Upp frá þessu hjelt hann sjer mjög að mjer Helgi. P. Briem bankastjóri. Stjórn Útvegsbankans var þannig skipuð, að hver stjórn- málaflokkanna priggja, sem nú eru uppi í landinu, fengi þar sinn fulltrúa, og er H. P. Briem fulltrúi Framsókn- arfl, i bankastjórn- inni. Hann er ung- ur maður og tók ekki alls lyrir löngu hagfiæðis- próf við háskól- ann í Kaupmanna- höfn, en varð sið- an skattsljóri, eflir Einar prófessor Arnórsson, og hafði gegnt þvi starti eitt ár, eða vel það, er liann var skipaður bankastjóri. Er það óvenjulegt, að menn hefji sig svo tljótlega til vegs og frama og sjaldgæft, að svo ungir menn verði bankastjórar, en hann er ötull maður og efnilegur. Hann er sonur Páls heitins Briem amlmanns og frú Álfheiðar Helgadóttur lektors Hálf- dánarsonar. og við urðum miklir vinir. ]eg fann að í h.onum var besta mannsefni. ]eg fjekk síðan mörg brjef frá hon- um. Hann var seinna ein tvö ár eða svo hjá sjera Eiríki Gíslasyni á Staðastað og kom svo affur til Stykkishólms, og gatst þá, að því er jeg frjetti, hverj- um manni vel. Hann druknaði kornungur og þótti mjer sárt, er jeg heyrði það. Ári eftir að hann drukn- aði fjekk jeg brjef frá honum, skrifað tveim eða þrem dögum á undan slysinu, en hafði ekki fundist fyr en þetta. Það kemur ætíð upp hjá mjer hlýja og fögn- uður, er jeg minnist hans. ]eg hjelt æðimargar samkomur fyrir drengi og líka fyrir fullorðið fólk þessa dagana. Hef jeg ætíð minst þessara daga í Stykkishólmi sem sjerstakra sólskinsdaga vegna allrar þeirrar vinsemdar sem jeg naut þar bæði hjá hjónunum, sem jeg bjó hjá, og börnum þeirra. ]eg komst þar í kynni við hinn á- gæta mann Ármann Bjarnason, bróður vinar míns og skólabróður Björns frá Viðfirði. Sömuleiðis kynt- ist jeg einum mætasta manni í prestastjeft Islands, prófastinum, og frú hans, systur minnar ógleyman- Helgi P. Briem líankasiióri.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.