Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 6
6 ÓÐINN Magnús Benjamínsson úrsmiður. Hann er nú einn af elstu borgurum Reykjavíkur og hefur lengi veriö einn af mest metnu iðnaðarmönnum bæjarins, Eyfirðingur að ætt, og fæddur þar, á Stekkja- flötum, 6. febr. 1853. Lærði hann ungur gullsmiði og úrsmíði á Akureyri, hjá Magnúsi Jónssyni, orðlögðum smið á þeim tímum, en fór svo utan til frekara náms, og eftir nokkra dvöl erlendis kom hann hingað til Reykjavíkur 1881, settist hjer að og hefur dvalið hjer síðan. Nokkrum árum síðar keypti hann og bygði upp húsið við Veltusund og Austurstræti, þar sem nú eru vinnuslofur hans og verslunarbúð. Hefur atvinnurekstur hans altaf blómgast vel og farið vaxandi eftir þvi sem bærinn óx. En út á við hefur M. B. átt mikinn þátt í ýmsum framkvæmdum Iðnaðarmannafjelagsins. Hann var einn þeirra manna, sem stóðu fyrir húsbyggingu þess skömmu fyrir aldamótin, sem var bænum hin þarf- asta bygging á sínum tíma, lengi helsti og besti fundar- salur bæjarins og alt fram til þessa leikhús hans. Einnig hefur hann átt þátt í byggingu og rekstri Iðnskólans og fleiri fyrirtækjum, sem Iðnaðarmannafjelagið hefur haft með höndum. Hefur hann notið trausts bæði meðal stjettarhræðra sinna og viðskiftamanna. Guðmundur landlæknir sagði einu sinni um M. B, að sjer hefði á- valt virst »iðnaðarstjettin einn mesti sómi þessa bæjar og Magnús Benjamínsson einn mesti sómi sinnar sljett- ar«. — M. B. er kvæntur Sigríði Einarsdóttur, en hún er ættuð úr Reykjavík og uppalin hjer. Pau hafa ekki eignast börn, en kjörbörn þeirra eru Kristinn Eyjólfs- Magnús Benjamínsson úrsmiaur. son bakarameistari og frk. María Lárusdóttir. uðumst við þá »fyrir vestan bæ«, er svo var nefnt í þá tíð, bæði konur og karla, sem við sóttum þurran fisk til eða tókum við fiski hjá í »pakk«-húsunum, og mun sumt af þeim kunningskap vera enn við líði. Er Skúli hafði þroska til, stundaði hann nám í Verslunarskól- anum og lauk þaðan prófi. Var síðan við versl- unar- og skrifstofustörf hjá »Miljóna«-fjelaginu svo nefnda, gekk því næst í þjónustu Eliasar Stefánssonar útgerðarmanns, fór árið 1913 utan til framhalds-náms og dvaldi 2 ár í Englandi, nokkuð af þeim tíma við skrifstofustörf hjá Morr & Co. í Fleetwood. Þegar Skúli kom heim aftur, gekk hann að nýju í þjónustu Elíasar og var hjá honum þangað til hann fór sjálfur að fást við útgerð. Gerði hann fyrst út botnvörpu- skipið »Ethel«, er þeir Morr & Co. áttu mest í, og sýnir það tiltrú þá er þeir báru til Skúla sem þá var enn ekki búinn að ná þrítugsaldri. Síðan hefur Skúli starfað að útgerð, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, gerði t. d. skip út til síld- veiða bæði á Akureyri og Siglufirði. Síðustu þrjú árin annaðist Skúli framkvæmdastjórastörf fyrir fiskiveiðafjelagið Sindra, er hann sjálfur var hluthafi í, og gekk sú útgerð einkar vel undir forustu hans, þangað til Skúli veiktist snögglega af lungnabólgu, er varð honum að bana eftir rjetta 11 sólhringa, 16. janúar s. 1. Á iþróttum hafði Skúli mikinn áhuga, var hann um margra ára skeið bakvörður í kappliði K. R. og gat sjer þar hið besta orð fyrir dreng- lyndi í leik. Á 30 ára afmæli K. R. var hann einn þeirra, sem þá var kjörinn þar heiðursfje- lagi. Skautamaður var Skúli ágætur, með betri mönnum hjer í bæ í listhlaupi. Skúli var glæsimenni í sjón; manna hæstur vexti og samsvaraði sjer vel, ljettur á fæti og snöggur í hreyfingum; fríður í andliti og einkar svipbjartur. Hann var mjög gæfur maður hvers- dagslega og glaður í viðmóti, óvenju orðvar og laus við að fella dóma um bresti náungans. Heldur var hann dulur að eðlisfari og ekki mannblendinn, en góður fjelagi og glaður og reifur í vinahóp. Englandsför Skúla sál. mun v

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.