Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 32
32 ÓÐINN Jón Ólafsson bankastjóri. Mynd hans og æflágrip er í septemberblaði Óðins 1919, pegar hann Jvar fimtugur að aldri. Síðan hefur hanD, auk pess sem hann hefur rekið með miklum dugnaði at- vinnugrein sína og veitt forstöðu öðru stærsta útgerðarfyrir- tæki landsins, »Alli- ance«, gefið sig mjög að almennum mál- um, verið mikið starf- andi í bæjarstjórn Reykjavíkur og á síð- ari árum fulltrúi Reykvíkinga á Al- pingi. Hefur hann verið þar einn af forvígismönnum f- haldsflokksins og síðar Sjálfstæðis- flokksins, og sem full- trúi hans var hann valinn í bankastjörn Útvegsbankans, en auðvitað jafnframt með tilliti til peirrar miklu reynslu og pekkingar, sem hann hefur með löngu starfi feDgið á peirri atvinnugrein, sem bankanum er ' fyrst og fremst ætlað að slyrkja. af þeim kynstrin öll. Svo var mjer bent á í prent- smiðjunni, að engu eða litlu væri dýrara að prenta á þá báðumegin, og Ijet jeg þá í maímánuði prenta nokkrar upphvatningargreinar til fjelagsmanna og var yfirskriftin: »Kristlegt unglingafjelag«, og komu þessar lengjur út hvern mánuð og fóru fjelagsdrengir um bæinn og seldu þær á tvo aura blaðið og vildu engin sölulaun hafa. Allir fjelagsmenn fengu auðvitað eitt eintak frítt. Um vorið fjekk jeg einu sinni mjög fallegt brjef frá dreng í Stykkishólmi, og talaði hann mikið um, hve sig langaði til að kynnast þeim fjelagsskap drengja, sem hann hafði heyrt getið um, að sfofnaður væri í Reykjavík. Við skrifuðumst á nokkur brjef og fjekk jeg við þetta mikla löngun til að koma til Stykkis- hólms. Hann skrifaði mjer líka um dreng, sem hann sagði, að væri alveg voða-drengur, svo mikill fyrir sjer, að við hefði legið, að hann yrði rekinn úr barna- skóíanum. í lok júnímánaðar kom út nr. 2 af litla blaðinu mínu og fóru margir drengir út að selja það. Þeim varð svo vel ágengt, að jeg fjekk 18 krónur fyrir það auk kostnaðar. Það var meir en nægilegt til þess að komast til Stykkishólms fyrir og heim aftur. Jeg tók mjer þá far með »Lauru* til Stykkis- hólms og kom þar snemma morguns. Brjefaskifta- vinur minn tók mjer opnum örmum og foreldrar hans vildu ekki heyra annað en að jeg dveldi hjá þeim þá viku, sem jeg þurfti að dvelja þar, þangað til skip færi fil Reykjavíkur aftur. Drengurinn hjet Sigbjörn Armannsson, og var sonur Armanns Bjarnasonar, faktors, og konu hans Katrínar. Það var mesta rausnar og sæmdarheimili og sat jeg þar í miklu yfirlæti. Prófasturinn, sjera Sigurður Gunnarsson, tók mjer einnig tveim höndum og var jeg Iíka eins og heimagangur á heimili hans. Hann var að búa sig heiman í vísitatíuferð, og varð það því úr, að jeg skyldi prjedika þar næsta sunnudag. Jeg kom á föstudagsmorgni til Stykkishólms. Samt gat auðvitað engin altarisþjónusta farið fram. Sá ljóður var á Iíðan minni, að jeg var þessa dagana með svæsnustu tannpínu og reyndi jeg margt við henni. Prófasturinn gaf mjer munntóbak, og hafði jeg ekki smakkað það síðan jeg var á sjötta árinu og bauð mjer við því, en hvað gerir maður ekki, þegar tann- pína er annars vegar. Mjer batnaði ekkert á því, og kvaldist svo laugardaginn og sunnudagsnóttina og gat mjög illa búið mig undir prjedikun. Samt fór jeg á tilsettum tíma í kirkjuna, og var alveg frá meðan jeg var í stólnum. Jeg varð að gæta mín þegar kipp- irnir urðu sem verstir, að grípa ekki hendinni upp að kjálkanum, því mjer fanst ekki að það væri við- eigandi ræðumannshreyfing. Jeg hafði ekki nema þráðinn í ræðunni skrifaðan og varð jeg miklu harð- orðari en jeg annars hefði orðið, ef kvölin hefði ekki verið. Dálítið fróaði mjer að berja í stólinn við ein- staka kröffugar setningar. Það bætti heldur ekki til, að jeg sá beint fram undan prjedikunarstólnum sitja mann, vel búin, mjög alvarlegan í bragði, og ein- blíndi hann á mig. Mjer stóð einhver stuggur af manni þessum og sýndist hann svartur að sjá. Jeg var viss um að hann væri mentaður maður og jeg hugsaði með mjer, að hann væri líklega einhver van- trúar berserkur og »krítiseraði« alt, sem jeg segði. Jeg hugsaði, að það væri best að sýna honum fram- an í hann svartan og láta hann vita skýrt og skorin- ort, hvar slíkir menn mundu lenda, ef þeir sæju ekki að sjer, og færðist jeg í aukana og lýsti vantrú og villu og löstum og syndum, og hvesti á hann augun við hvert kröftugt orðatiltæki. Svo þegar guðsþjón- ustan var úti, flýtti jeg mjer heim. Jeg varð að standa upp frá miðdegisborðinu, því að pínan varð svo ó- Jón Ólafsson bankastjóri.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.