Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 35
Ó ÐINN 35 þeim drengjaforingjum, sem jeg valdi þeim. Melunum, sem þá allir voru óbygðir, var skift niður í svæði og gefin landanöfn. Þar var »Danmörk« á litlum gras- hólum, hjer um bil þar sem Loftskeytastöðin er nú. »Noregur* var lengst suður í Skildinganesklöppum og »Svíþjóð« nokkuð vestur af Danmörku. Ekki var nú legan mjög náttúrleg landfræðislega sjeð. Hóllinn, er hæst bar á rjett við Grímsstaðaholtið, hjet »Mont Blankc, og þar stóð jeg vanalega og stjórnaði þaðan leikjunum með litlum flöggum og ýmsum merkjum. Hver af þessum þjóðum höfðu sín merki, sem hinir skildu ekki. Hver flokkur hafði og sína foringja, og svo hófst leikurinn með ófriði milli landanna. Gefið var t. d. »Noregi« merki að herja á »Danmörku« og lögðu Norðmenn svo upp, og áttu að fara að öllu sem kænlegast, svo að þeir gætu komið »Danmörku« á óvart, og er þeir væri komnir í færi, þá átiu þeir að gera áhlaupið; var þá sókn og vörn undir snar- ræði komin; sá var yfir unninn sem ekki hafði alt í besta skipulagi, því ryskingar áttu sjer ekki stað. Var að þessu bæði skemtun og góð æfing og drengirnir lærðu, að alt væri undir því komið að hver einn »hermaður« gerði skyldu sína og væri fljótur að hlýða skipunum. Hópnum fjölgaði svo mjög, að oft voru nær tveim hundruðum drengja í leiknum. Það var fríður flokkur, er þeir gengu allir í fylkingu, fjórir í röð og fjórar raðir í hverju fylki með her- ópið >eitt fótatak*, niður í bæinn. Einu sinni, er vjer komum í slíkri fylkingu niður Suðurgötu, sá jeg Magnús Stephensen landshöfðingja koma upp götuna. ]eg gerði nú öllum aðvart, og þegar landshöfðinginn kom að fremstu röðinni, var gefið merki; öll fylk- ingin nam staðar og drengirnir sneru sjer til hægri eins og einn maður og stóðu eins og veggur og heilsuðu þannig í rjettstöðu meðan landshöfðingi fór fram hjá. Hann tók ofan og kinkaði kolli brosandi alla leið meðfram fylkingunni. ]eg var hreykinn af drengjun- um, og þeir hreyknir af því að geta látið landshöfð- ingjann sjálfan sjá, hve vel þeir gætu gert þetta. Þegar októbermánuður kom, varð nóg að starfa. Þá tók við fyrst og fremst prestaskólinn, og það var síðasti veturinn; þar næst minn eiginn skóli. ]eg hafði þá leigðar stofur allstórar í vesturendanum á Hótel Reykjavík á Vesturgötu 17 og hafði þar mörg börn. Kristín systir mín kendi með mjer eins og veturinn áður. Svo var stofnaður kvöldskóli fyrir K. F. U. M. en jeg kendi þar ekki sjálfur; þar voru kendar þessar námsgreinir: enska, danska, íslenska og reikningur; varaði kenslan U/2 tíma á kvöldi frá kl. 8V2 —10, og var ætíð endað með biblíuorði og bæn. Hver námsgrein var sjálfstæð fyrir sig og gátu unglingar tekið þátt í þeim öllum eða einhverjum fytir sig. Kennararnir kendu fyrir ekkert; tóku það sem sjálf- boða menningarstarf. ]eg hafði ágæta kennara: fröken Olafíu ]óhannsdóttur, Sigurð ]ónsson, siðar skóla- stjóra, ]ón Ðrandsson stud. theol. og Guðmund Bergs- son, síðar póstmeistara. í hverjum flokki voru 20 piltar, og áttu þeir að borga 10 aura um mánuðinn fyrir hverja námsgrein, sem þeir tóku þátt í. Skólinn var haldinn í norðurstofunum í nr. 6 á Suðurgötu, og fjekk jeg stofurnar leigðar á kvöldin af Alþýðu- skólanum, sem cand. phil. Einar Gunnarsson hafði stofnað. í kvöldskólanum voru að eins fermdir drengir. Heima hjá mjer kendi jeg líka; þar hafði jeg fjóra pilta, sem voru að læra undir skóla. Það voru þeir Árni Árnason, Guðm. Kr. Guðmundsson frá Vega- mótum, Konráð R. Konráðsson og Páll Sigurðsson. Þeir voru allir vel greindir og skemtilegir námspiltar. Þeir voru mjer allir mjög samrýndir og þótti mjer vænt um þá. Þetta varð mjer nú ærið starf og varð jeg að nota næturnar til náms míns og skrifta. í miðjum október flutti unglingafjelagið fundi sína úr hegningarhúsinu niður í leikfimissal barnaskólans nýja. Borgarasalurinn var orðinn alt of lítill, því svo ört óx meðlimatalan. Lánaði bæjarstjórn mjer salinn til fundarhalda á sunnudögum, mest fyrir milligöngu lektors Þórhalls Bjarnarsonar. Það var stærðarsalur. Ditlef Thomsen kaupmaður gaf mjer 20 krónur til þess að kaupa bekki fyrir, og var það mikil hjálp; jeg fjekk og nokkra bekki að láni, og það sem á vantaði af bekkjum mátti jeg fá af gömlum aflóga bekkjum, sem geymdir voru í kjallaranum undir leik- fimissalnum. Það voru þungir og klunnalegir bak- bekkir og var allmikið erfiði að tosa þeim upp og ofan. En það varð að gerast fyrir og eftir hvern fund. Sömuleiðis fjekk jeg dyravörð skólans til að sjá um ræstingu fyrir mig á salnum; kostaði það að eins krónu í hvert sinn. Engin ljóstæki voru í salnum og rjeðist jeg í að kaupa tvo stóra olíulampa og fjekk þá með afborgun. ]eg varð að geyma þá heima og flytja þá í hvert sinn, er fundur var. Stúlknafjelagið hjelt fundi sína áfram þann vetur í borgarasalnum. Það voru því ekki svo litlir snúningar við funda- höldin. Það var ágæt fundarsókn og margir eldri piltar fóru að sækja um inngöngu í fjelagið. Starfið óx og jeg fann að alt þetta ætlaði að verða mjer of- viða og þurfti jeg því að beita allri orku og fá sem mestan kraft frá Guði. Þegar því nýja kirkjuárið rann upp, einsetti jeg mjer að helga árið með því að hafa fyrstu viku þess sem stranga föstuviku. ]eg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.