Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 37
ÓÐIN N 37 Runólfur Þórðarson frá Fiskilæk. Hann er fæddur 25. marfs 1860 að Fiskilæk í Borgaríirði. Foreldrar hans voru Fórður Sig- urðsson hreppstjóri og Sigríður Runólfsdóttir Ijósmóðir. Frá foreldrum sínum fór Runólfur 27 ára gamall og giftist þá Helgu Símonardóttur og reistu þau bú að Síðumúla í Hvitársíðu og bjuggu þar rausn- arbúi í 13 ár. Síðan bjó hann á Slóra-Fjalli í Borg- arhreppi í 3 ár, liætti svo húskap og fluttist suður til Hafnarfjarðar árið 1908 og gerð- ist fiskverkunar- stjóri hjá Ágúst Fl)'gennng bróður sínum og gegndi hann þvi starfi í 18 ár. Runólfur er maður bráðskarp- ur og hefur mikla hæfileika til að bera, sem hann hefur aldrei fengið að njóta til fulls, þar sem hann var elst- ur af bræðrum sinum og vann þvi lengst af þeim hjá foreldrum sínum. Hann lærði hljóð- færaslátt hjá tónskáldinu Jónasi heitnum Helga- syni og lauk hann prófi hjá honum með ágætis- einkunn, er söngmaður góður og kendi söng og Ijek á hljóðfæri í kirkjum í mörg ár. Run- ólfur var framúrskarandi dugnaðarmaður, gleði- maður mikill og í sinni sveit þótti hann hrókur alls fagnaðar. Hann er maður framúrskarandi skyldurækinn og má ekki vamm sitt vila. Á yngri árum var Runólfur fádæma fimleika- maður, skytta góð og ágætur fjallgöngumaður. Ætla jeg að segja af því þrjár smásögur. Hann hefur gengið beint upp kollfestuna á fjallinu Ölver eitt sinn, er hann var að elta tófu. Var hann fyr en hann varði kominn svo hátt upp, að hann gat ekki snúið við aftur; varð því að ganga beint upp kollfestuna, annars var dauðinn vís. Ivomst hann upp á koll og niður fjallið að norðaustanverðu með mestu erfiðismunum. Bjóst hann ekki við að komast lifs af, þar sem lausaskriða var langan veg niður eftir fjallinu. Öðru sinni var það, að hann var á rjúpnaveið- um og leitaði lengi að rjúpum, en fann ekki. Var hann þá kominn 2—3 faðma upp kollfest- una á Skarðsheiði, er liann sá, að ómögulegt var að snúa aftur, því kollfestan var eitt hála gler, og varð hann því að halda áfram og pjakka með byssunni alla leið upp til þess að ná fót- festu. Marga klukkutíma var hann að komast upp, en hyldýpi fyrir neðan; komst þó um síðir hinumegin niður fjallið. — Þriðja þrautin má það heita, þegar hann fór niður i Hrafnagljúfrin að ná hvönnum, en þær voru mestar þar sem hæst var niður, en þar fór hann og var þá tví- sýnt um lif hans. Munu fáir leika það eftir. Runólfur er tvígiftur. Átti hann 3 börn með fyrri konu sinni, er heita Salómon, Sigriður og Helga, og hafa þau systkin tekið sjer ættarnafnið Heiðar. Seinni kona Runólfs er Sigríður Jóns- dóttir, sem var ekkja eftir Jón sál. Sigurðsson hreppstjóra frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. Runólfur er enn við furðugóða heilsu. Hann er tryggur vinur og skemtinn maður og glaður í lund. óska jeg, að þeir æfidagar, sem hann á eftir að lifa, verði bjartir og fagrir. Vinur. IUmólfnr Póiöarson. Haustið 1899 tók cand. theol. Magnús Þorsteins- son að sjer prestsþjónustu á Spítalanum í Lauganesi, því Fr. Hallgrímsson hafði verið settur prestur að Utskálum. Fyrir jólin bað Magnús mig að koma á aðfangadag jóla inn á spítalann og tala við jólatrje þeirra. ]eg gerði það mjög hikandi, því jeg tók svo nærri mjer að sjá fólk, sem þessi hryllilega veiki hafði afmyndað svo mjög. Rann mjer ætið eins og kalt milli rifja, ef jeg sá holdsveikan mann. ]eg lof- aði þessu þó, og aðfangadaginn kl. 4 gekk jeg af stað suður að Laufási, því að Þórhallur lektor ætlaði að Iána okkur Magnúsi reiðskjóta inn eftir. Beljandi stormur var og hörkufrost. A leiðinni suður eftir fór jeg með annan fótinn niður í poll, sem illa var frosið yfir, og rennblotnaði í hann. Jeg skeytti því samt engu og reið með Magnúsi inn að Lauganesi. Var jeg sveittur alla leiðina af kvíða fyrir að sjá þessa aumingja. Ákaflega stórt og vel skreytt jólatrje stóð í forsalnum; höfðu Oddfellovar gefið það og með því jólagjafir. Þar sátu sjúklingarnir allir, sem ról-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.