Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 29
ó Ð I N N 29 lokaði hann bókinni 09 lagði hana frá sjer. Svo settist jeg við borðið á móti honum og talaði við hann vin- gjarnlega nokkrar mínútur og ljet hann svo fara. Næsta dag, er hann kom í tíma, kunni hann prýðis- vel, og áður en hann fór, bað hann mig að tala við sig einslega. Erindið var að gefa mjer mynd af bróð- ur sínum og reykjarpípu. ]eg þakkaði honum vel fyrir. Svo var aldrei minst á einvígið framar. — Við átt- um líkar skærur eitthvað tvisvar eða svo, sem end- uðu á líkan hátt. Hann var mjer altaf mjög »artar- legur*, og var fermdur um vorið, svo alt gekk betur en á horfðist. — Margar á jeg minningar frá vetri þessum og er mjer gleði að ryfja þær upp fyrir sjálf- um mjer, en oflangt væri að skrifa hjer fleiri. Þær gætu verið bók fyrir sig. Merkasti atburður þessa vetrar var fyrir mig og þýðingarmesti stofnun K. U. F. M. ]eg hafði vorið áður, eins og fyr er um getið, stofnað fjelagsflokk með fermingardrengjum vorsins og haft vikufundi með þeim. Um haustið, er drengirnir voru komnir heim úr sveitinni, hjelt jeg fundi með þeim við og við, en ekki reglulega af mörgum ástæðum. En er fór að líða á nóvembermánuð, fóru þeir meira og meira að knýja á, að gjöra fjelagsskapinn meira skipulagsbund- inn. Einnig voru ýmsir piltar eldri teknir til að biðja um upptöku í flokkinn. ]eg sá að annaðhvort yrði jeg að stofna fjelagið þá áður en langt um liði eða þessi byrjunarflokkur liði undir lok; hvorttveggja fanst mjer ilt. ]eg þurfti endilega að koma mjer upp sálmakveri áður; en það voru lítil ráð til þess. Samt rjeðist jeg í það og gaf út eitthvað fimm-arka kver í liflu broti. ]eg gjörði samning við prentsmiðj- una »Dagskrá«, sem þá áfti Einar skáld Benedikts- son. Hann var ákaflega vægur í skilmálum sínum bæði með verð og borgun og reyndist mjer drengur hinn besti. ]eg ætlaði að láta kverið koma út fyrir jól, en þegar alprentaðar voru fyrstu arkirnar, var ekki meira til af þeim pappír, og varð jeg þá að kaupa tvö »rís« af öðrum stærri pappír og ljet skera utan af honum, að öðru leyti var hann mjög svip- aður hinum að gæðum og lit; en útkoma bókarinnar dróst við þetta og var hún ekki alkomin út fyr en eptir nýár næstkomandi. Sigurður ]ónsson bókbindari batt hana inn fyrir mig fyrir 8 aura bókina. A milli jóla og nýárs fór jeg svo að undirbúa fje- lagsstofnun, ljet prenta upptökumiða og bjó til fje- lagslista. Svo á nýársdag 1899 var jeg að skrifa fundarboð og nöfnin á aðgöngumiðana og sat við það langt fram á nótt. Bjarni ]ónsson, skólapiltur frá Mýrarholti, hjálpaði mjer til þess. — Næsta dag, 2. Sigurður Pálsson fyrv. verslunarstjóri. Hann er bróðir Gests heitins Pálssonar skálds, lítið eitt yngri en Gestur, og ólust þeir bræðurnir upp saman hjá foreldrum sinum á Miðhúsum í Reyk- hólasveit. Sigurður gaf sig síðan að versl- unarstörfum og var um 30 ár verslunar- stjóri á Hesteyri, en fluttist þaðan fyrir nokkrum árum og settist að hjer í Rvík. Hann er nú liðlega hálfáttræður að aldri, en ber aldurinn vel, er enn kvikur á fæti og glaður í Iund. Hann liefur lengi lif- að á nokkuð afskekt- um stað, og lílt gefið sig að almennum málum, en rækt starf sitt vel. Mjög er hon- um kær minning Gests bróður síns, og af hans hvötum var pað, að Bóka- verslun Porsteins Gíslasonar safnaði saman ritum Gests og gaf út á 75 ára afmæli hans, 1927, ásamt æfisögu Gests eftir æskuvin hans, Einar H. Kvaran. janúar.bar jeg sjálfur út fundarboðin og stefndi öllum saman í Framfarafjelagshúsinu á Vesturgötu, því að jeg gat það kvöld fengið húsið lánað. Hjer um bil allir innritaðir komu og nokkrir fleiri og var K. F. U. M. stofnað með liðlega 50 drengjum. Það var bæði hátíð og þó kvíðahrollur í mjer við þessa fjelagsstofnun, en mjer fanst að jeg vera leiddur af æðri hendi út í þetta og fól það því guði algjörlega á hönd. Tveir piltar af prestaskólanum voru á stofnfundinum, þeirt]ómundur Halldórsson og Ólafur Briem, og voru þeir eins og nokkurskonar guðfeður fjelagsins. — ]eg ákvað, að fjelagið skyldi fyrst um sinn kallast »Kristilegt unglingafjelag*, mjer fanst nafnið K. F. U. M.KKristilegt fjelag ungra manna) ofviða. Fyrir flestum drengjunum var þetta allt eins og í þoku og tilgangur fjelagsins óljós. Sumir hjeldu að þetta ætti að vera nokkurskonar »Her«, svo að hægt væri að gera »uppistand«, og reyndu tveir drengir til þess á fundinum, en jeg'tók. þá þannig í strenginn, að allir sáu að best mundi sæma að vera siðprúðir á fundum. ]eg tók annan drenginn sem óspektirnar reyndi að gjöra, og las yfir honum í heyranda hljóði þann reiðilestur að allir urðu mjög

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.