Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 31
Ó » I N N 31 húsinu og Hallgr. biskup Sveinsson talar. Vmsir fleiri hjálpa mjer og gleði og ánægjusemi hvílir yfir öllu. Drengir ganga inn í fjelagið hópum saman, og ýmsir þeirra verða seinna fjelagsstoðir, t. d. Bjarni Jónsson núverandi dómkirkjuprestur. En sú minning, sem mjer þykir mest til koma frá þessum vetri, er þó minn- ingin um skírdag. Þá fór fram fyrsta altarisganga innan fjelags. ]eg undirbjó hana eins vel og jeg gat og talaði oft um hana á fundum á föstunni. Þeir, sem vildu vera með, skrifuðu nöfn sín á lista. Sjera Friðrik Hallgrímsson, sem þá um haustið hafði vígst til prests að Lauganesi, átti að messa í dómkirkj- unni á skírdag. Mig langaði til að hafa sjerstaka af- lausn með handayfirleggingu, sem aldrei áður hafði verið höfð við skriftir. Sjera Friðrik langaði líka til þess, og talaði um það við föður sinn, biskupinn; hann sagði, að hann skyldi ekki gera það nema jeg heimtaði það. Nafni minn sagði mjer frá þessu, og fór jeg þegar í stað til biskups og kvaðst mjög inni- lega biðja um það. Biskupinn kvaðst þá leyfa það, ef sjera Jóhann hefði ekki á móti því. Jeg fór til sjera Jóhanns og gaf hann góðfúslega sitt leyfi til þess. I páskavikunni sendi jeg drengjunum opið brjef um altarisgönguna prentað á grænan pappír. Þrjátíu drengir komu til altaris fyrir utan mig, fleira fólk var ekki. Þetta var fyrsta sinn sem tekið var til altaris á skírdag. Varð söfnuðurinn undrandi, er hann sá þessa þrjátíu pilta ganga alvarlega og prúða upp að borði Drottins. Margir urðu líka hrifnir af skriftaathöfninni, höfðu aldrei sjeð slíkt áður. Fjöldi af fjelagsdrengj- um, sem ekki voru með til altaris, voru í kirkju og sátu á þverbekkjunum. Síðast var sungið versið: »Son Guðs ertu með sanni*. Og er það byrjaði, risu allir drengirnir upp eins og einn maður og sungu með fullum rómi, eins og þeir voru vanir að gera þegar við enduðum fundi. Söfnuðurinn horfði undrandi á, og svo tóku menn smátt og smátt til að standa upp. og hjer um bil í miðju versi voru allir staðnir upp. 011 guðsþjónustan fór mjög veglega fram og varð hinum unga presti til sóma. Sumir sögðu við mig á eftir, að þeir hefðu aldrei orðið hrifnari á æfi sinni en þá, er þeir sáu drengina standa upp og hylla drottinn. Þetta var upphaf altarisgöngunnar á Skírdag, sem síðan hefur haldist við, og seinna meir varð það líka siður, að enda skriftir með persónulegri aflausn, og er hann orðinn svo rótgróinn, að mörgum finst þeir ekki vilji án hans vera. — Annar stór dagur fyrir mjer það vor var 14. maí. Amtmaður Júlíus Havsteen, sem ávalt var mjer mjög velviljaður, lánaði mjer með samþykki biskups kirkj- una til þess að halda í henni foreldramót. Jeg þurfti ekki að borga annað en ljósin. Hirkjan var full af foreldrum drengjanna og öðrum, sem komu. Jeg steig í stólinn og talaði út frá 110. sálmi Davíðs um æsku- lýðinn, sem kemur sjálfboða fram fyrir Drottinn eins og »döggin af móðurskauti morgunroðans*. Docent Jón Helgason talaði á eftir meðmælaorð með fje- laginu og um samúð milli fjelagsins og heimilanna. Á annan í páskum fór fjelagið fyrstu skemtiför sína. Vorum vjer 35 í förinni og var henni heitið til Hafn- arfjarðar. Þrjátiu fóru gangandi og fimm ríðandi. Landshöfðinginn, Magnús Stephensen, bauð mjer hest, þess vegna var jeg ríðandi. Allir urðum vjer samt samferða. Þegar vjer komum á hraunið, fylktum vjer liði. Fyrst riðu fjórir riddarar, tveir og tveir, þar næst reið jeg sem hershöfðingi og svo kom fótgöngu- lið, tveir og tveir. Varð Hafnfirðingum starsýnt á oss og var ekki laust við, að jeg fyndi til mín. Vjer skemt- um okkur og heimsóttu menn kunningja sína og vini. Líka fórum vjer í leiki á flesjunum upp með læknum. Jeg heimsótti bakarameistara Proppé og bað frúin mig að ná saman eins mörgum af drengjunum og jeg gæti, að drekka kaffi þar heima. Var veitt af mestu risnu eins og þeim ágætu hjónum var Iagið. Síðan var haldið heim og náðum vjer í fundartíma, og talaði jeg á fundinum um Davíð og Jónatan og vináttu þeirra. — Þegar fram á veturinn leið, fór að koma upp áhugi hjá ungum stúlkum á fermingaraldri, að fá samskonar fjelag fyrir stúlkur eins og það, er piltarnir höfðu. Þegar þær töluðu um það við mig, færðisi jeg alt af undan, og kvaðst ekkert vit hafa á að tala fyrir stúlkum; en þær espuðust æ því meir, og ein ferm- ingarstúlka spurði mig, hvort jeg hjeldi ekki að stúlkur þyrftu eins á guðsorði að halda eins og drengir. Jeg gat ekki neitað því, en sagði, að þær yrðu víst að bíða þar til er Drottinn uppvekti einhverja konu til þess að stofna kristilegan fjelagsskap fyrir þær. Þær vildu ekki láta sjer segjast, og svo varð það úr, að jeg stofnaði »Kristilegt stúlknafjelag* 29. apríl 1899. Jeg fjekk í lið með mjer nokkrar konur að hjálpa mjer með fundina og vera nokkurskonar heiðursnefnd. I þeirri nefnd voru þær: Fröken Sólveig Thorgrím- sen, fröken Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg Sveins- dóttir, föðursystir Ólafíu. Voru fundir haldnir í Borg- arasalnum og voru vel sóttir, og urðu meðlimir fleiri og fleiri. Á hverjum mánuði síðari hluta vetrar gaf jeg út fundaskrá; ljet jeg prenta hana á renningana, sem jeg hafði fengið í afgang af sálmakverinu, átti jeg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.