Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 42
42 ÓÐINN Jeg sagði: »Jeg gæti haldið, að það yrði »Úttæming- arkenningin* (Kenosis). — Vjer fengum svo »coiff-, municatio idiomatum lútherskrar guðfræði*. — Það var einmitt inn á hinu sama sviði. Þriðja daginn var siðfræði skrifleg kl. 12. Um kvöldið fyrir fjekk jeg ritningarorðið 1. Pjet. 2, 21: »Því að Kristur leið einnig fyrir yður og eftirljet yður fyrirmynd til þess, að þjer skylduð feta í hans fótspor*. Jeg leit yfir kaflann um eftirdæmi Krists í siðfræðinni. Um morguninn kl. hjer um bil níu gekk jeg niður Grjótagötu og var á leið suður að Skildinganesi. — Þar bjó Böðvar Bjarnason, skólabróðir minn, sem var þá að taka guðfræðisprófið með mjer. Tengda- móðir hans var dáin og átti að jarðsyngja hana þá um morguninn. Jeg átti að halda húskveðju yfir henni. Þegar jeg gekk niður Grjótagötuna, lá Sigurbj. Á. Gíslason, sem þá var líka að taka prófið, úti í vest- urglugganum í húsinu nr. 5 og kallaði til mín: »Hvað fáum við í dag?« Jeg svaraði án þess að nema staðar: »Eftirfylgd Krists*, og hjelt áfram. Eftir jarðarförina fórum við Böðvar niður á skóla og verkefnið var: »Eftirdæmi og fyrirmynd Krists*. Jeg var sjálfur svo undrandi yfir þessu, að jeg varð hálf-hræddur um, að þeir mættu halda, að jeg hefði á ólöglegan hátt komist yfir verkefnin. Fyrir kirkjusöguna fjekk jeg enga slíka bendingu. Verkefnið var: »Pietisminn og dómur um kosti hans*. Jeg hafði lesið talsvert af bókum Pietismans, og kynt mjer nokkuð stefnu hans og sálmakveðskap. En ann- ars var jeg mjög ófróður um ártöl og mannanöfn. Jeg tók þann kost að sleppa öllum ártölum og manna- nöfnum, og láta mjer nægja að lýsa straumum hans og áhrifum, og mismuninum á honum og nýrri trú- vakningarstefnum. Jeg skrifaði afarlanga ritgerð í tíu þáttum. Eina ártalið, sem jeg setti, var vitlaust. Ei- ríkur Briem sagði við mig seinna, að ritgerðin hefði að þessu leyti verið alveg einstæð. Ágætur skilningur á innihaldi og áhrifum hans, en alger fáfræði í hin- um sögulega ramma. Jeg fjekk frekar gott fyrir hana. Svo kom munnlega prófið, þar stóð jeg mig öllu lakara, en komst þó klaklaust í gegn með 74 stig- um, minnir mig. Mest var það samt að þakka því, að kennararnir voru mjer velviljaðir og fóru ákaf- lega vel með mig. Seinasta greinin voru barnaspurn- ingar. Það próf fór fram í einum bekk barnaskólans. Það var 18. júní. Meðan jeg var »uppi*, beið söðl- aður hestur við dyrnar, og er jeg var laus, settist jeg á bak, og reið í loftinu fram að Ráðagerði á Seltjarnarnesi, til þess að halda þar húskveðju yfir konu Þórðar bónda í Ráðagerði, mestu merkiskonu. Er jeg kom heim frá jarðarförinni og opnaði stofu mína, blasti við mjer skrifborð, fallegt, sem gjöf frá fjelagsmönnum. Það skrifborð hafði Haraldur Nielsson átt og selt piltunum það. Það er eina skrifborðið, sem jeg hef eignast á æfinni. Það var mikill fögn- uður í herbúðum mínum yfir því, að jeg hafði ekki orðið mjer til skammar. í júnílok tóku lærisveinar mínir inntökupróf í lat- ínuskólann. Þeir stóðust prófið, og hef jeg síðan kallað þá aldamótadrengina mína. Nú er einn þeirra dáinn, er jeg skrifa þetta, Konráð R. Konráðsson Iæknir. — Jeg hef hjer á undan nefnt nöfn þeirra, og síðar koma þeir allir meira eða minna við sögu mína. Um það sama leyti og öll þessi gleði var á ferð- um, skygði yfir sú sorg, að Markús Bjarnason, skóla- stjóri, andaðist, eftir þunga legu. Hann dó 28. júní, og var jarðaður 6. júlí, að viðstöddu miklu fjölmenni. Jeg hjelt húskveðjuna, og var það erfitt verk, því að hann hafði ávalt verið mjer ágætur vinur og vel- unnari. © Úlfhildur Guömundsdóttir frá Flekkudal. Hún var fædd 14. april 1841 að Þúfu í Kjós. Hún var af góðu bergi brotin sem á sá. Föður- móðir bennar var Aldís dóttir Guðmundar Þórð- arsonar bónda á Neðra-Hálsi í Kjós, sem mikill og kunnur ættbálkur er kominn frá. Sex ára gömul misti hún föður sinn, og dvaldist ettir það um hríð með móður sinni. Hún giftist 4. okt. 18(>3 Einari Jónssyni (f. 28. júlí 1829). Hann var dugnaðarmaður mikill, gætinn og fast- lyndur. Eignuðust þau hjón 7 börn og eru þau þessi: Kristín, nú í Reykjavik, ólafur (eldri) bóndi í Flekkudal, Ólafur (yngri), bóndi á Yind- ási i Kjós, Jón, dó 1901, Guðmundur, nú prestur að Mosfelli í Grímsnesi, Einar, skipstjóri í Rvík, og Sólmundur, bóndi á Arnarhóli í Flóa. Mest af búskap sínum voru þau hjón í Flekkudal í Kjós. Efnahagur þeirra hjóna var fremur þröng- ur, en með dugnaði sínum og sparsemi tókst þeim að afstýra skorti og skuldum. Úlfhildur sál. varð ekkja 1894 og dvaldist eftir það með börnum sínum til skiftis. Úlfhildur var framúrskarandi vel gefin kona. /

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.