Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 9
ÓÐINN 9 þess í verki, í fyrirmyndar stórborg, eins og Kaupmannahöfn er, og fengið greinilegri og hærri hugmynd þar um en áður. I fimta lagi hef jeg, með samvistum, viðskift- um, eftirtekt og athugun, eftir föngum, kynst allskonar fólki í ýmsri stjett og stöðu, þar á meðal háum og lágum á skipum þeim, sem jeg var á, ýmsum samferðamönnum á þeim, háðar leiðir, og allmörgum i landi ytra, samlendum og útlendum í flestri stjett og stöðu, auk nokkurra einstakra mætis- og merkismanna og kvenna meðal Dana, sem enn nánar mátti kynnast. / sjötta lagi hef jeg fengið að vera með, og sjá og heyra mæta og merka kirkjumenn og höfðingja frá mörgum þjóðum, nær öllum heims- álfum, á alheimsfundi; sótt daglega, í fulla viku, fundi þeirra, sjeð fyrirkomulag og siðu þeirra og hlustað á mál þeirra, auðvitað sjálfur eins og núll, og það lítið núll, en þó »með augu og nefor, eins og þar stendur, og ofurlítið kynst nokkrum þeirra beint eða óbeint. í sjöunda lagi hef jeg flækst með og verið þálttakandi í stórum og smáurn viðhafnarveislu- samkomum meðal mætra útlendra manna, ým- ist í heimahúsum eða á opinberum stöðum, þar sem þátttakar skiftu mörgum hundruðum, og sjeð og reynt einnig þar góðra manna siðu og háttu. 1 áttunda lagi hef jeg sótt og verið í höfuð- kirkjum meðal þúsunda kirkjugesta við hátíð- legar guðsþjónustur, og í ýmsum smærri meðal fárra, og sjeð og fundið, hvað þar fór fram, og hvernig. / níunda lagi hef jeg — ásamt fjelögum mín- um, eins og alstaðar ella — verið á vist í fulla viku með einum góðkunnasta og ágætasta presti dönsku kirkjunnar af islensku bergi brotnum, Þórði Tómassyni, ástvini beggja landa, föður og móður, lengst á heimili hans, Vemmetofte á Suður-Sjálandi, og nolið þar, ásamt hinum, fróðleiks, ánægju, ástúðar og virðingar á allan hátt, til mikillar uppbyggingar. / tíunda lagi fengum við að eiga heima, sem góðir og kærir gestir, um hálfan mánuð, á einni ágætustu, stærslu og mikilvirkustu mannúðar- stofnun Kaupmannahafnar, Skt. Lúkasarstofn- uninni, þar sem við vorum bornir á vinahönd- um, og þar sem alt var gott og fagurt og fyrir- myndarlegt að sjá og reyna. / ellejla lagi fengum við að lita inn í og ofur- lítið að sjá, eða fá hugmynd um, einstök dönsk Jóhannes á Laxamýri. Myndin, setn hjer fylgir, er af Jóhannesi Kristjáns- syni á Laxamýri, föður hins þjóðkunna stórbónda Sigurjóns, sem dáinn er fyrir nokkru og fiá er sagt í Óðni 1926. Jóhannes var merkismaður á sinni tíð, og segir Guð- mundur skáld Frið- jónsson um hann í grein, sem fylgir í Óðni myndi Sigur- jóns sonarhans; »Jó- hannes var mikill maður fyrir sjer, bæði að vítsmunum, skapsmunum, karl- mensku og ráðdeild«. Mynd pessi kom af vangá í Óðni 1927 (bls. 56) og er talin vera af Jóhannesi Guðmundssyni frá Sílalæk, og er sú villa hjer með leiðrjelt. heimili, i Höfn, klerka og annara mætra manna, og njóta þar alúðar góðgerða í orði og verki. Og í tólfta og síðasta lagi, og líklega fyrst og síðast, fengum við, fyrir þessa för og í henni, ljósari hugmynd um og skilning á kirkjumál- um og kirkjulífi, trúar og siðgæðishugsunum og tilfinningum og trúarlífsframkvæmdum presta og safnaða í Kaupmannahöfn, og þá um leið, að jeg held, yfirleitt meðal Dana. Alt þetta höfum við, fjelagar allir, haft upp úr þessari för, og tel jeg vist, að við sjeum eða verðum allir sammála um alt, sem hingað til er um hana og úr henni stuttlega sagt hjer. En svo er ekki víst, að við allir höfum litið sömu augutn á alt, sem við sáum sameiginlega eða orðið fyrir sömu áhrifum af hinu sjeða eða heyrða; og auk þess sáu og heyrðu eðlilega ekki allir alt hið sama; einn sá og heyrði og reyndi þetta, og annar hilt á ýmsum tíma og stað; og einn fann og ályktaði í og af einu og öðru öðruvísí en annar, hver eftir sínu eðli og ásig- komulagi. Pó vona jeg, að við allir verðum sam- mála um margt af þvi, sem jeg hjer eftir vil segja, Jgrir mitt leyti, um hvað eina af öllu þessu, sem að framan er upp talið, og að þeir muni staðfesta það flest.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.