Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 7
ó Ð I N N 7 Árni Sveinsson. Hann er fæddur aö Mýrarhúsum í Eyrarsveit 27. maí 1858, og bjuggu þar pá foreldrar hans, Sveinn Ólafsson og Margrjet Árnadóttir, og áttu jörðina. En 6 ára gamall misti hann föður sinn og fór þá móðir hans i húsmensku og var Árni hjá henni 5 næstu árin. Fór svo 11 ára gamall að Höfn i Borgarfirði, til Pjeturs Sívertsen, og var par til tvítugs. Pá fór Árni til Reykja- víkur, lærði þar trjesmíði bjá Jakob Sveinssyni og hafði lokið pví námi 1882. Næstu 5 árin var hann í Önundar- firði, fyrst við smíðar, svo við verslun. En vorið 1887 fluttist hann til ísafjarðar og var par við verslunar- störf. Næsta vetur var hann á verslunarskóla í Kaup- mannahöfn, en var síðan einn vetur barnaskólastjóri i Hnifsdal. Siðan settist hann að á ísafirði og rak par útgerð og verslun i mörg ár. Kom hann á þeim árum mikið við sögu ísafjarðarkaupstaðar, var þar lengi í bæjarstjórn og átti meiri eða minni þátt í flestum fyrir- tækjum og framkvæmdum bæjarljelagsins. Hann stofn- aði þar söngfjelag, leikfjelag og málfundafjelag, sem síðar varð að Iðnaðarmannafjelagi ísafjarðar, og hann var forstöðumaður iðnskólans þar. 1915 fluttist hann til Reykjavíkur og varð forstöðumaður klæðaverksmiðj- unnar »Iðun«. Hefur hann verið búsettur hjer siðan. Til eru eftir hann útskornir gripir mjög vel gerðir. — Hann er kvæntur Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Hjarðar- dal i Önundarfirði, mestu myndarkonu, og eru börn þeirra: Ragnar, yfirlögregluþjónn í Winnepeg, Lára, gift Steingrími rafmagnsstj. í Rvik, Nikolína, nú í Pýskalandi, Brynjólfur lögfræðingur og Árni verslunarstj. í Rvík. Árni Sveiasson. hafa haft mikil áhrif á ýmislegt i fari hans, bæði á sviði vísindanna og viðar, enda leit hann mjög upp til Englendinga sem þjóðar. Með Skúla Jónssyni er í valinn hniginn góður drengur og hreinhjartaður; dugandi maður, sem líklegur var til þess að hrinda af stað gagnleg- um framkvæmdum þjóð sinni til heilla, ekki með hávaða, heldur með atbeina hins athugula og gætna manns. Æskuvinur. <* Útfararljóð. (Úr Sigurðar kviðu Fáfnisbana). Brynhildur kveður. Að hug þinn jeg átti nú vel jeg veit. Svo vandlega þess jeg gáði. Er þrútnaði barmur og brynju sleit, hann bar mjer þá fregn, er jeg þráði Vorvísur. Hefst að róli hugurinD, hret er fólu tíða, vermir sól, en veturinn vjek af stóli hríða. Pegar grær og glóey skín, glöð í færist blóma feðra kæra foldin mín, fágast skærum ljóma. Dagur ljómar. döggin hlý drýpur á blóma raðir, laðar óma lofti i lifsins hljóma faðir. E. P. Þó ljósti eldi í sæng og sal, jeg syrgja mun ei nje kvíða. Fús er jeg til þín, um dauðans dal, á draumlöndin björt að ríða Guðrún. Hugur ei veit hvert halda skal og harmana þungu flýja. Hvorki um lifenda fold nje dauðra dal mjer dagar að baki skýja.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.