Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 11
ÓÐINN 11 eru þau mörg og merkileg, þessi stórvirki og listaverk, bæði forn og ný, og mjög lærdómsrík um forna og nýja hugkvæmni, hagleik og snild, og um dáð og dug mannanna. En sinn svipur- inn fanst mjer þó vera á hverjum stað, einkan- lega á síðari tíma verkum; og sinn blærinn og bragurinn í hverju landi og fyrir hvern tíma. Lofuðu öll eða tlest sinn meistara, og sýndu, eða bentu um leið á mismunanda hugsana og tilfinningalíf og smekk höfunda sinna. Elstu og eldri verkin, svo sem höggmyndir, málverk, og útskurðarlistin í kirkjum og annarsstaðar, sýnd- ust, eða öllu heldur fanst mjer, vera svipaðra og skyldara hvað öðru á öllum stöðunum, eða minna á stælingu almennrar sameiginlegrar fyrir- myndar. Fanst mjer sjerstaklega höggmyndalistin hin eldri, og enda öll, sem fyrir augu bar, bæði eftir Thorvaldsen og aðra, minna mest á grísku og rómversku fyrirmyndina, og hvergi vera neitt sjerlega einkennileg eða sjerkennileg fyrir hverja þjóðina fyrir sig, nema hvað mjer þó fanst margt af þessu hafa Ijettara svip og mýkri drætti í Kaupmannahöfn en á hinum stöðunum. En hvergi tók jeg eftir neinu sjerkennilegu í líking við t. d. höggmyndaskáldskap Einars Jónssonar. En um þetta mun nú sitt sýnast hverjum, eins og fleira, og mun jeg aldrei um það deila. En auðvitað og eðlilega sá jeg meira og fleira af þessum mannlegu meistaraverkum í Höfn en annarstaðar, þar sem skemra var við staðið, og varð því fyrir meiri áhrifum af þeim þar, þótt of fljótt væri líka þar yfir farið og sjeð í svipan, því miður. En eina svo kallaða list eða lista- verkategund sá jeg þó á einu málverkasaíninu í Höfn, sem mjer þótti Ijót, og jafnt óskiljanleg og andstyggileg, hreinasti óskapnaður. Ætla jeg, að hugsjón eða ímynduð stefna þessa heila- fósturs og handbragð sje kölluð »futurismi« —. En um stórhýsin og flest önnur hus, sem jeg sá í nefndum borgum, verð jeg að segja fyrir mig, að mjer þótti þau síst vonum stærri, og ekki neitt sjerlega falleg að formi eða lagi til, flest eitthvað svo þunglamleg, sum beinlínis klumpsleg að ulan, og ólíkleg til að vera björt að innan, og langflest of dökkleit, einkum þó i Edinborg og Leith; eða þá langt of þjett og jafn- há, svo að þau skyggja sem mest hvert á ann- að, líkt og nú er farið að verða og virðist eiga að verða í Reykjavik, eða þá ofmjög tilbreyt- ingarlítil, og um of í sama móti steypt, — Eggert Ðriem í Viðey. Hann nam ungur búvísindi í Danmörku, eftir að hann hafði lokið stúdentsprófi hjer heima, keypti síðan höfuð- bólið Viðey og rak par búskap í nokkur ár, seldi svo eyna og bjó um hríð hjer í Reykjavík, en keypti hana aftur og settist par að á ný. Meðan hann hafði aðsetur hjer i Reykjavík var liann um eitt skeið formaður Búnaðarfje- lags íslands. Hann ræktaði á peim árum stórt landsvæði hjer sunnan við bæinn og stofnaði hjer kúabú, hið stærsta, sem fram að peim tíma hafði verið rekið hjer. Á stríðsárunum varhann í nefnd peirri, ásamt Kl. Jónssyni og Rik. Thors, sem send var til Lundúna og falið að semja við Englendinga um viðskifti og vöru- verð. Hann hefur skrifað ýmislegt um hagfræði og við- skiftamál, og við rannsóknir á fornritum okkar hefur hann allmikið fengist og skrifað um pau efni merkar ritgerðir. Skýringar hans á ýmsu fyrirkomulagi hins forna Alpingis hafa sigrað eldri skoðanir á peim málum. E. Br. er fæddur 1879, sonar Eiríks prófessors Briem og Guðrúnar Gísladóttur Hjálmarssonar læknis á Höfða i Suðurmúlasýslu. Annars sá jeg sára fátt af steyptum húsum, en langsamlega flest hlaðin upp af samlímdum tígulsteinum, rauðleitum, bæði veggir og gaflar, og auk þess, að minsta kosti í flestum kirkjum, sem komið var í, einnig milligerðir í þeim, stoðir og súlur, prjedikunarstólar, ölturu, skírnar- fontar o. fl. Og þá þótti mjer og eigi síður kirkj- urnar þunglamalega bygðar, og hver annari of- likar flestar, að lögun hið ytra. En veglegar eru þær hið innra flestar, og helgisvipur og til- beiðslublær leikur um marga helga dóma þar inni. — Kom mjer oft í hug, er jeg var inni í einhverju af húsum þessum eða gekk meðfram háum hliðveggjum og göflum þeirra, hvar sem farið var, að best væri hent, að jörðin eða undir- staðan undir þeim stæði kyr, eða hversu myndi fara um þau og fleira, ef mikinn landskjálfta gerði. En sem betur íer, þekkjast varla jarð- Eggert Briem í Viðey.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.