Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 22
22 ÓÐI N N Húsfrú Ingibjörg Stefánsdóttir í Stakkahlíð. Um miðja síðastliðna öld bjuggu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði merkishjón, Stefán Gunnars- son frá Skógum í Axarfirði og Þorbjörg Þórðar- dóttir frá Kjarna í Eyjafirði. Par höfðu tvær fjölmennar ættir tengst saman, Gunnarsættin og Kjarnaæltin. Heimilið í Stakkahlíð var hið mesta myndar og rausn- arheimili og nutu hin mörgu mann- vænlegu börn þar hins besta upp- eldis. Fór mikið orð af gervileik þeirra Stakka- hlíðarsystra. Með- al þeírra var Ingi- björg sú eina, þeirra er upp komust, sem ól allan sinn aldur á föðursetri sínu. Ingibjörg Stef- ánsdóttir fæddist 12. maí 1851. Tví- tug að aldri gift- ist hún, þann 23. okt. 1871, Einari Sveini Stef- ánssyni og tóku þau þá við búi í Stakkahlið. Með manni sínum var hún tæp sex ár í hjóna- bandi. Hún misti hann 29. September 1877. Hann druknaði þar í firðinum. Þau áttu tvö börn, Björgu, gifta sjera Birni Þorlákssyni á Dvergasteini, og Einar Svein, bankaritara í Rvík. Þótt fráfall manns hennar væri henni næsta þungbært, þá Ijet hún ekki bugast, en hjelt á- fram búi sínu með aðstoð föður sins í nokkur hann eigi sjer við hlið góðan maka, og eigi ávalt að góðu heimili að hverfa. Þetta fann víst Guð- jón sjálfur manna best. En vjer vinirnir viss- um að þetta var svona, þótt vjer aldrei sæjum betur ástúð og nærgætni eiginkonunnar en á hinum siðustu og erfiðustu æfistundum hins látna sæmdarmanns. é ár, þar til er hún giftist i annað sinn, í nóvem- ber 1882, eftirlifandi manni sinum, Baldvin Jó- hannessyni, og bjuggu þau síðan i Stakkahlíð full 46 ár með mikilli rausn og prýði. Þau eignuðust 4 börn, sem öll lifa: Stefán bónda í Stakkahlíð, Sigurð póstmeistara í Reykjavík, Elísabetu, gifta á Seyðisfirði, og Þorbjörgu, ógifta í Reykjavík. Ingibjörg varð 78 ára og andaðist i Stakkahlíð 6. júní síðastliðið ár. Vanheilsa nokkur og elli- lasleiki heimsóttu hana síðustu árin, en hún bar það með þreki og jafnaðargeði og hafði að mestu fótavist fram til síðustu daga. Ingibjörg sál. var mesta ágætiskona. Hún líktist mjög þeim Karnasystrum, móður sinni og móðursystrum, var fríð kona og tiguleg. Hún var stilt og háttprúð í framgöngu, alvörugefin og átti þó glaðlyndi til, sem gerði umgengni hennar ljúfa þeim, sem hún umgekst. Hún var ágæt húsmóðir, stjórnsöm og reglusöm; bar alt á heimilinu vott um það. Gestrisni var þar mikil og ætíð gott þar að garði að koma. Vina- vönd var hún og trygg og trúföst við vini sína, og frændrækin; þótti henni gleði að heyra gott um frændur sína, jafnvel fjarskylda. Manni sín- um og börnum var hún umhyggjusöm eigin- kona og móðir, og bar barnabörn sín mjög fyrir brjósti. Ein dótturdóttir hennar, sem var í bernsku alin upp hjá henni, en dvaldist utanlands vegna heilsuleysis, orti þetta um ömmu sína: Silfurhærur, lokkar ljósir liðast kringum ennið bjarta, en í brjósti berst og titrar blítt og göfugt móðurbjarta. Ingibjörg sál. var greind og bókhneigð og unni íslenskum bókmentum og listum. Hún var hneigð fyrir hannyrðir, en varð oftast að láta þá tilhneigingu sitja á hakanum fyrir skyld- um æfistarfs síns. Hún var íslensk í anda og átti trú og traust til Guðs, sem veitti henni þrek og kraft í lífsbaráttunni og nú sæla hvíld að löngu og góðu dagsverki loknu. Minning hennar lifir björt og fögur hjá vinum og frændum, en björtust hjá þeim, sem voru henni nánastir: Manni og börnum og ástvinum, sem þektu hana best. # S. J. Fr. Fr.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.