Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 26
Ó Ð I N N r 26 mjer vísi, að dást og hlýðal — hver minning kær er sem kvika ber og kvalahrollur um hugann fer sem þensla um strengi stríða. II. Æ, hví er varnað máli mjer, sem minning tungu skorði? Mig langar þó að leggja þjer einn lítinn sveig í orði. — Jeg byggi upp löngu liðna tíð, er litir skreyttu grund og hlíð, Það er minn æfi-forði. Hve sæl og heit er æsku-ást, með ilm og bros á vörum. Sem aldrei dvín, sem aldrei brást, og aldrei hreytti svörum. — Jeg krýp 1 lotning lifsins sál. Það logar ennþá þetta bál! — En skift er Skuldar-kjörum! Að koma heim! Að koma heim! er kærleik mesti gróði. Þín áhrif djúp, með yndis-hreim, eru’ ofraun hverju ljóði. Og blíða, hreina brosið þitt, sem birti og vermdi hugskot mitt, jeg man að hinsta hljóði. Þitt líf var stutt. Og lokið er þeim Ijósa æfi-þætti. Sú endurminning ávöxt ber með undur sterkum mælti. — Því dýpsta eðli dáins manns er dýrust gjöf til vina hans. — Hún aðeins angur bætti. III. Vort stundaglas er steypivalt, og stutt er kvölds að bíða. í augun bítur andkul svalt: þau ár, sem framhjá líða. Og dags að lokum dómsins svar: er dauðans hlið, við ysta mar, sem anddyr allra tíða. En hvar er vörn í harðri raun? Er hvergi líkn að finna? Ef dauðinn einn er lífsins laun, er lítils til að vinna. Það vefst svo mörgum tunga' um tönn, með tyllivon. Og þessa önn jeg hlýt því einn að inna. Jeg leita þvi. Og leita skal eins lengi’ og hugur bærist. Og þreytast ekki’ um vona val, þó vísir áfram færist. Eitt sannleikskorn í sandinn stráð, ef sjeð jeg fæ, er heilög náð, og á því andinn nærist. Ásgeir Óla/sson. * Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin. Frh. Veturinn 1898—9 gekk nú í garð, og með hon- um annað námsár mitt á prestaskólanum. Sú breyt- ing var orðin ein á lærisveinahópnum að Halldór Jónsson var farinn, en í stað hans kom einn í yngslu deild, Þorsteinn Björnsson frá Bæ; voru enn margar stundir góðar og samlyndi gott. Tók dócent Jón Helgason góðan þátt í fjelagslífi voru og var með á laugardagsfundum vorum, hjelt þar stundum erindi og tók þátt í umræðum. Gátum vjer látið þar mis- munandi skoðanir vorar í ljós og talað rólega um þær. Allir slíkir fundir enduðu með uppbyggingu; játuðu þá allir hátt trúarjátninguna postullegu og var svo bæn og söngur á eptir. Oss var ant um sóma skólans og allir vorum vjer reglumenn um vín, flestir starfandi meðlimir í Goodtemplarareglunni og elsta deildin og flestir í miðdeildinni tóku þátt í barna- guðsþjónustunum. Sá eini, sem ekki samþýddist oss sem best, var Þorsteinn; hann var dálítið sjer og vildi fara sína vegi. Ef til vill höfum vjer ekki haft lag á að umgangast hann eins og skyldi. Jeg tók til að kenna. Jeg hafði nú Framfarafje- lagshúsið leigt fyrri part dagsins og fram til kl. 6. Vitanlega gat jeg ekki notað það fyr en kl. 12. Þann vetur hafði jeg lausan tímann frá kl. 12—1 og suma daga alveg til kl. 2. Jeg hafði nálægt 80 krakka, og skifti þeim niður í 4 deildir. Voru þrjár í Framfarafjelagshúsinu, en

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.