Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 Námfús var hún með afbrigðum og var alla aefina að auka þekkingu sína með lestri og námi. í*ó hún gengi aldrei í skóla, tókst henni að afla sjer mikiliar þekkingar í sögu íslands og ættvísi. Það, sem sjerstaklega einkendi Ulfhildi, var hið frábæra þrek hennar og kjarkur. Það kom fram í öllu, sem hún hafðist að, og þurfti ekki annað en að tala við hana til þess að verða þess var. Til marks um dugnad hennar og áræði má nefna það, að hún brautst i að koma hinum yngri börnum sínum í skóla, sem í þá daga þótti allmikið stórræði af fólki, sem ekki áleitst fjárhagslega af- lögufært. Og þeg- ar hún var hálf- sextug og orðin ekkja, tók hún sig upp úr sveit sinni, þar sem hún hafði eylt besta hluta æf- innar, til þess að hjálpa sonum sinum, sem þá voru að brjótast til menta efna- lausir suður í Reykjavik. Fje hafði hún ekki og lagði því fram sína eigin krafta til þess að hjálpa þeim. Þannig rækti hún móðurköllun sina með fádæma prýði frá byrjun til þess síðasta. Hún lagði hart á sig fyrir börn sin og gerði líka kröfu til þeirra, því að meðalmenskan var henni fjarri skapi. Og það vita þeir, sem börn hennar þekkja, að þau eru enginn kögurlýður. Aldrei gaf hann sig að opinberum málum, enda var það ekki títt um konur á þeim árum, er hún var á ljettasta skeiði, og síst þær, er ólu aldur sinn sem fátækar sveitakonur. En hvar sem hún kom við sögu, munaði mikið um hana. t*ó hún yrði ekki meðal hinna þjóðkunnu, er hún meðal þeirra, er síst munu gleymast þeim, er þektu hana. Ekki er það þó einungis vegna yfirburða þeirra, er hún hafði yfir fjöld- ann, heldur engu síður vegna þess, hve fús og lagin hún var á það að ljá lið sitt, hvar sem á þurfti að halda. Hennar göfuga hjarta og frá- bæru gáfur samverkuðu að því, að gera hana að trúnaðarvini og ráðunaut flestra, sem kynt- Úllliildur Guðmuudsdóltir. ust henni nokkuð að ráði. Gott var fyrir þá að leita hennar, sem deigir voru eða ráðþrota; get jeg naumast hugsað mjer nokkurn henni mark- vissari í því að vekja hugrekki þeim, er þess þurftu og finna ráð í erfiðleikum. Fað var eins og hennar mikla móðurhjarta hefði ótakmarkað rúm fyrir alla, sem gerðu henni kunn vanda- mál sín. Og ekki kunni hún síður þá list, sem þó mun fágætari, að gleðjast af hjarta með þeim, sem vel gekk. Úlfhildur var kona mikil vexti og tiguleg. Yfir henni hvíldi sá virðuleiki, sem aðeins verður til fyrir þróttmikla mannkosti og hreint hugar- far. í dagfari sinu sameinaði hún á fagran hátt glaðværð og alvörugefni, var ræðin og fræðandi, enda þótti öllum mikill fengur að hafa hana nálægt sjer. Hún var mjög trúrækin kona og lýsti það sjer engu síður í verkum hennar en orðum. Trú hennar mun hafa átt allmikinn þátt í að efla þrek hennar og fullkomna þá mannkosti, sem prýddu hana. Elli hennar var lík fögru kvöldi eftir við- burðarikan og erfiðan dag. Hún hafði fremur góða heilsu og hjelt sjer vel; sjón hafði hún óvenju góða og sívakandi áhuga til starfa eftir því sem kraftarnir leyfðu. Hún naut þeirrar hamingju, að börn hennar ræktu skyldur sinar við hana eins vel og hún hafði rækt sínar við þau, og var síðustu árin elskuð og dáð af meira en 40 afkomendum, sem allir keptust um að gera henni lifið ljúft. Hún andaðist í Reykja- vik 9. april 1929. Ulfhildur sál. var ein af hin- um »kyrlátu í landinua, sem vinna verk sitt i kyrþei, án þess að hyggja á laun, og bregðast aldrei köllun sinni. Auðug má sú þjóð vera að mannvali, sem hefur ráð á að láta svona fólk lifa alla sína æfi svo að segja i afkimum. Jeg vil enda þessi minningarorð með tveimur erindum eftir Matthias, sem mjer þykir senni- legt að hvergi hafi átt betur við en um þessa konu: Sje jeg samhljóðan i sögu þinni skörunnsskapar og skyldurækni, skaps og stillingar, styrks og blíðu, vilja, varúðar, vits og daöar. Pinn var háskóli pað helgast vissir, hlýðni við guð og gott að stunda. Komast konur, komast drotningar hærra en húti í hennar kjörum ? S. P.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.