Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 46
46 ÓÐINN Sigurður Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir. Sigurður er fæddur í Saurbæ í Vatnsdal 1$. maí 1860. Foreldrar: Sigurður Gunnarsson og Þorbjörg Jóelsdóttir, er þar bjuggu þá, en flutt- ust svo að Breiðabólstað í Vesturhópi. Sigurður druknaði í Húnaflóa 1862, var þá formaður á hákarlaskipi Ásgeirs Einarssonar alþm. á Þing- eyrum. Hann var ættaður úr Grímsnesi og var 12 ár ráðsmaður hjá Magnúsi R. ólsen á Þingeyr- um. Þau Sigurð- ur og Þorbjörg höfðu eignast fjögur börn og er Sigurður nú einn á lífi af þeim. Tvö dóu í Ameriku: Jóel, sem um tíma, eftir 1880, var kaupmaður í Rvík og verslaði í húsi þvi, sem nú er í verslun Brynjólfs H. Bjarnasonar. Næst- ur að aldri var Stefán, alinn upp hjá Ásgeiri á Þingeyrum. Hann lærði smíðar í Hafnarfirði og stundaði þá atvinnu. Þriðji bróðirinn er Sigurð- ur, en yngst var Svandís, sem fór til Ameriku og giftist þar Árna Jónssyni frá Borlákshöfn, en er dáin fyrir nálega 4 árurn. Móðir Sigurðar og móðir Guðm. Björnsonar landlæknis voru systradætur og andaðist hún hjá foreldrum G. B. á Marðarnúpi. Sigurður ólst upp á Hofi í Vatnsdal, hjá Birni Oddssyni, föður þeirra sjera Magnúsar á Prestsbakka og Odds prentsmiðjustjóra á Akur- eyri. Var hann þar til fermingar, en fór þá ti! Björns Lúðvigssonar sundkennara á Hjallalandi og var hjá hon- um þar og á Snæringsstöðum í 3 ár. Fór þá að Haukagili í Vatnsdal til Jóns Jónssonar, sem kallaður var »hinn riki«. Fór svo til móður- bróður síns, Jón- asar Jóelssonar í Saurbæ í Vatns- dal. Paðan fór hann á 20. ári suður á Miðnes til sjóróðraásamt fermingarbróður sínum, Þórði Jó- hannessyni, sem seinna fluttist til Austfjarða. Kaup var þá hæst hjá hásetum á róðrarskipum, sem kallaðir voru útgerðarmenn, 50 kr. um alla vertíðina, frá byrjun febrúar til 11. maí, en þeir Kristín Jóhannesdóttir. hann byrjaði hana, en fyrir þrautseigju og ráð- deild kominn í sæmileg efni er hann Ijetst. Gestrisin voru þau hjónin með afbrigðum og mun margur verslunarmaður þeirra minnast þeirra með hlýju fyrir góðgerðir og annan auð- sýndan greiða. Jón heitinn var fullur meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn. Hann var fjölbæfur að eðlis- fari, fastlyndur og tryggur þeim, sem hann batt trygðir við, hagsýnn og verklaginn og sívinn- andi og vissi altaf á hverjum stað hver hlutur var. Hann var hugsjónamaður á alt framtak og starf og mat mikils allar sannar framfarir. Og mjer flnst glæsilega bjart um allan hans um- bótahug, sem kom hvarvetna fram í verkum hans. Guðríður sál var mesta gæðakona, vildi öllum gera gott og leysa vandræði allra þeirra, sem leituðu hennar. Hún var fríð sýnum, fjörleg í hreyfingum og aðlaðandi í viðmóti. Hún ljetst 31. okt. 1928. Nú er æfisól þeirra beggja hnigin til viðar; við höfum kvatl þau að loknu vel unnu dags- verki, en jeg á enga ósk betri þessari þjóð til handa en að sem flestir synir og dætur fóstur- jarðarinnar mættu ná jafnlangt fram, til sannra framkvæmda og manndáða, þá liði ekki á löngu að þjóðin yrði sjálfri sjer nóg á öllum sviðum. V. B. ©

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.