Óðinn - 01.07.1934, Side 3
ÓÐI N N
51
Hitler.
valdsins hjá Hitler einum, og var
samþykt með yfirgnæfandi meiri
hluta (89°/o). Saga Hitlers er eitt
hið allra einkennilegasta æfintýri,
sem gerst hefur á síðustu um-
brotatímum. Hann er fæddur
1889 i smábænum Braunau í
Austurríki, misti föður sinn
13 ára gamall og móður sína
skömmu síðar. Fór þá til Vínar-
borgar og ætlaði að komast á
málaraskóla, en var vísað frá.
Lifði svo lengi allslaus á flæk-
ingi um götur stórborgarinnar
og komst í kynni við vinnulýð-
inn þar, en þetta hafði þau á-
hrif á hann, að sögn, að hjá
honum grundvallaðist þá hatrið
á kenningum jafnaðarmanna og
á Gyðingum. 23 ára gamall fór
hann til Miinchen og stundaði þá
málaraiðn. Tveim árum síðar
varð hann sjálfboðaliði í þýska
hernum og var þar fjögur síðari
ár heimsslyrjaldarinnar. Að henni
lokinni settist hann aftur að í
Múnchen, komst þá í kynni
við Röhm hershöfðingja (sem
drepinn var í júní síðastl.) og
þar með inn í afskifti af stjórn-
málum. 1923 varð hann aðal-
maður í uppreistartilraun í Miinchen gegn jafn-
aðarmannastjórninni í Berlín, og var þá í fje-
Iagi við Ludendorff hershöfðingja. Hitler var þá
tekinn fastur og dæmdur í 5 ára fangelsi. Þar
skrifaði hann fyrstu bók sína. En hann var
brátt látinn laus gegn loforði um, að hann hag-
aði sjer framvegis lögum samkvæmt.
Eftir þetta varð það aðalstarf hans og áhuga-
mál, að gera Nazistahreyfinguna, sem komið
hafði upp í Bajern, að alþjóðarhreyfingu. Þetta
tókst vonum fyr, og 1930 voru 107 Nazistar
kosnir inn í þýska þingið. Hitler var aðalfor-
ingi hreyfingarinnar og hún var bundin við
hans nafn. 1932 fór fram ríkisforsetakosning og
Hitler bauð sig þá fram móti Hindenburg. En
Hindenburg sigraði og bauð Hitler þá vara-
kanslaraembættið. Því neitaði Hitler, vildi hafa
sjálft kanslaraembættið, eða þá ekki neitt. Hann
endurtekur það í sífellu, að hann vilji fá alt
valdið í sínar hendur. Og 30. janúar 1933 fær
hann vilja sínum framgengt og verður kansl-
ari. Hann stofnar þegar til nýrra kosninga, og
meðan á undirbúningi þeirra stendur, gerist
það, að þinghúsbruninn kemur upp í Berlín,
sem vakti mikið umtal og athygli um allan
heim. 5. marts voru kosningarnar um garð
gengnar og Nazistar höfðu náð yfirhönd í þýska
þinginu. Það samþykkir alt, sem Hitler vildi fá
samþykt, hann kollvarpar lýðveldinu og verður
einvaldur. Hann heldur þvi fram, sem líka mun
rjett vera, að aldrei hafi stjórnarbylting hjá
stórri þjóð gengið fram jafnfriðsamlega og þarna.
Síðan er Hitler jafnan nefndur samhliða þeim
Stahlin og Mússolini. Hann er yngstur þessara
þriggja stórveldaeinvalda Norðurálfunnar og
vansjeðast um framtíð hans og þeirrar stjórnar,
sem hann hefur skapað. En eftir að hann tók
við rikisforsetaembættinu er meira vald sam-