Óðinn - 01.07.1934, Page 8
56
Ó Ð;i N N
Þórarinn Jónsson
verslunarmaður í Reykjavík er fæddur 1855 í
Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin
Jón Árnason og Þuríður Oddsdóttir. Er Jón
Pórarinn Jónsson.
fæddur 28. marz 1829 og sonar Árna í Dúða í
Fljótshlíð (f. u/io 1794) Pálssonar á Neðri-Þverá
(f. 1765) Jónssonar á Lágafelli Guðmundssonar
og konu hans Ólafar Jónsdóttur. En Þuríður
var dóttir Odds útvegsbónda, og mesta skipa-
smiðs á sinni tíð í Vestmannaeyjum (f. 1787),
Ögmundssonar og konu hans Ingveldar Magnús-
dóttur í Ystabæliskoti (f. 14/e 1765), Jónssonar á
Lambafelli (f. 1734) Þorleifssonar.
Var Þuríður móðir Þórarins tvígift; fyrri mað-
ur hennar var Þórarinn Hafliðason frá Eyja-
fjöllum, lærði hann húsgagnasmíði í Kaup-
mannahöfn og tók þar sveinsbrjef í þeirri iðn,
en strax eftir heimkomu sína giftist hann (1B/»
1850) Þuríði, en druknaði 6. marz 1852, og ber
Þórarinn nafn hans.
Þórarinn ólst upp í Vestmannaeyjum við sjó-
mensku, en flutti hingað til Reykjavíkur 1874.
Var hann lengi sjómaður hjer, en laust eftir
1890 varð hann pakkhússtjóri við Zimsens-
verslun hjer, og var það síðan þar til verslunin
hætti, eða alls 39 ár. Um mörg ár var þar mikil
fiskiskipaafgreiðsla og botnvörpunga (Islands-
fjelagið) og voru þeir því margir, sem á þessum
árum kyntust Þórarni »hjá Zimsen«, sem hann
oftast var nefndur, og luku allir upp einum
munni, að samviskusamari, trúrri og ábyggi-
legri manni hafi þeir ekki kynst. Og harla er
það eftirtektarvert, að eftir jafnlangan starfsferil
eru allir samdóma um, að þar sje góður mað-
ur sem Þórarinn er, og öllum þykir vænt um
hann.
Að öðrum málum hefur Þórarinn lítið gefið
sig. Strax eftir stofnun Templarareglunnar 1885
gekk hann í stúkuna Verðandi nr. 9, en fór
þaðan síðan í stúkuna Einingin, og hefur þar
starfað með sömu trúmensku og árvekni sem
annarsstaðar, altaf viðbúinn að inna það af
hendi, sem honum hefur verið falið, og altaf
fús til hjálpar bæði um fje og annað, er hefur
hentað fjelagi hans.
Þeir menn, er vinna störf sín með jafnmikilli
trúmensku og árvekni og Þórarinn hefur gert,
eru bestu og traustustu þegnar þjóðfjelagsins,
og ef aðrir vildu feta í fótspor hans, þá væri
það víst, að þjóð vor stæði sig vel, og þyrfti
ekki að taka lán á lán ofan. Sá hugsunarháttur
er Þórarni fjarri skapi; hann vill hjálpa til að
skapa verðmæti en ekki eyða þeim.
Tvær dætur hefur Þórarinn eignast, Rósu,
konu Haraldar Sigurðssonar forstjóra Elliheim-
ilisins, og Lilju, sem er ógift mey, við skrif-
stofustörf. n
legan vöxt trjánna. Þar má sjá. hvaða undan-
farin ár hafa verið góð eða lakleg grassprettu-
sumur og hagstæð fyrir trjávöxtinn.
Barrtrjánum var hvergi nærrl búinn þar staður,
sem skilyrði eru best að rækta skóg á Þingvöll-
um. En hann er þó nógu góður til að sýna og
sanna, að takast má, með þrautseigju og þolin-
mæði að rækta útlendar trjátegjundir hjer á landi.
Reynt verður að halda áfram trjáræktarstarf-
inu á Þingvöllum, sem þegar er byrjað á. Síð-
astliðið vor var sú nýbreytni tekin upp, að fá
nokkur börn úr efri bekkjum barnaskólans í
Reykjavík til að gróðursetja trjáplöntur á frið-
lýsta svæðinu. Þessi tilraun tókst vonum frem-
ur, og verður reynt að halda fyrirtæki þessu á-
fram, ef kringumstæður leyfa. Vel gætu fleiri