Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 10
58
ÓÐINN
Frú Metta Steinunn Hansdóttir.
Frú Metta Steinunn Hansdóttir, f. Hoffmann,
var fædd þann 29. október 1848 á Bakkafit á
Búðum á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru
merkishjónin Ingunn Jónsdóttir og Hans Pjet-
ursson Hoilmann.
Eignuðust þau
hjón 10 dætur og
2 sonu. Hans, er
dó um fermingu,
og Pjetur, er flutt-
ist á Akranes um
1880. Bygði hann
þar hús, er síðan
er við hann kent
og kallað Hoff-
mannshús. Versl-
aði hann svo í því
húsi, en stundaði
jafnframt fiski-
veiðar; var hinn
ötulasti formað-
ur, en druknaði
ásamt mörgum góðum mönnum í mann-
skaðanum mikla í janúar 1884.
Þegar Metta var tveggja ára gömul var hún
tekin til fósturs af Guðbjörgu móðursystur sinni
og manni hennar Guðmundi Árnasyni, er bjuggu
í Böðvarshólum í Húnavatnssýslu. Voru þau
hjón barnlaus, en ólu mörg börn upp. Naut
Metta þar hins besta uppeldis og ástríkis til 12
ára aldurs, er Guðmundur dó, þá háaldraður
maður. Hafði hann nokkru áður mist Guð-
björgu konu sína og farið að Klömbrum til
Frú Mella Sleinunn Hansdótlir.
neyddir til að gera, er þeir stofnuðu sinn fyrsta
þjóðgarð. En ýmislegt bendir á, að til muni
vera menn meðal Islendinga, sem ekki sjeu
eftirbátar þeirra, er láta stjórnast af skemdar-
fýst, og eru boðnir og búnir til að traðka lög-
um og rjetti í eiginhagsmunaskyni, þar sem al-
menningseign á að njóta verndar og friðar.
Þó má ætla að vaxandi þekking og fræðsla
um þjóðþrifa- og menningarmál breyti svo skap-
gerð manna og hugsunarhætti að lokum, að ill-
gresið kafni.
*
Snorra bónda, er þar bjó, hins mesta merkis-
manns. Fluttist Metta þá aftur til foreldra sinna
að Búðum, en misti skömmu síðar föður sinn.
Var hún svo með móður sinni og Pjetri nokk-
ur ár. Fór Metta þá til Torfa Thorgímsen versl-
unarstjóra í ólafsvík og Sigríðar konu hans.
Var hún hjá þeim hjónum í 10 ár. Þessu næst fór
hún aftur til móður sinnar, er bjó með Pjetri
syni sínum og var hjá þeim þar til móðir
hennar dó. Fluttist þá til Akranes með Pjetri
bróður sínum og var bústýra hjá honum þar til
hann druknaði, eins og fyr er sagt.
Hinn 28. ágúst 1884 giftist Metta eftirlifandi
manni sinum, Sveini Guðmundssyni fyrv. kaup-
manni og hreppstjóra á Akranesi. Er Sveinn
alkunnur sæmdarmaður. Höfðu þau verið nær-
felt 50 ár í hjónabandi, er hún ljest. Eignuðust
þau hjón 3 dætur, hinar myndarlegustu og
bestu konur, enda hafa þær fengið hið besta
uppeldi. Voru þær allar hjá sinni ástkæru móður,
er hún Ijest, þær Petrea Guðmundína bóksali á
Akranesi, Ingunn, gift Haraldi Böðvarssyni út-
gerðarmanni á Akranesi, og Matthildur, sem er
bústýra hjá föður sínum, og annaðist móður
sina siðustu æfiárin af frábærri snild.
Hjer er sannrar konu að minnast, því frú
Melta var ein hin mesta sæmdar og fyrirmynd-
arkona í hvívetna, ástrikasta móðir og besta
húsfreyja. Bar heimili þeirra hjóna þess ljósast-
an vott, sem var hið prýðilegasta í alla staði og
sönn fyrirmynd. Væri betur að fsland ætti
mörg slík heimili. Af slíkum heimilum er margt
gott að læra; þau eru bestu skólarnir.
Frú Metta var fríðleikskona og hin fyrir-
mannlegasta. Vinföst og trygglynd, svo að íáir
voru slíkir. Átti bjargfasta trú, og mesta gleði
hennar var, að gera gott, gleðja og hlynna að
þeim, sem áltu bágt. Þekki jeg það af eigin
reynd. Og ótaldir munu þeir, lífs og liðnir, sem
eru í þakkarskuld við hana. Voru þau hjón
mjög samvalin um gestrisni og höfðingsskap.
Um frú Meltu er svo margt gott að segja að
það gæti orðið heil bók.
Góð og fögur minning geymist í hugum ást-
vina og samferðamanna.
Myndin, sem fylgir þessum fáu orðum, var
tekin af Mettu sál. nokkrum dögum áður en
hún varð 85 ára. Mynd Sveins og æfiágrip er
í októberblaði óðins 1911. AlmritcsinQiir.
A