Óðinn - 01.07.1934, Page 12

Óðinn - 01.07.1934, Page 12
60 ÓÐINN Sigurjón Gíslason í Kringlu. Sigurjón Gíslason á Kringlu er fæddur 5. júlí 1866 á Heimalandi í Hraungerðishreppi i Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Gísli Gunnarsson bóndi þar og kona hans Halla Jónsdóttir Björnssonar frá Galtafelli í Hruna- mannahr. Gunn- ar faðir Gísla bjó í Ölvaldsholti í Hraungerðishr. og var góður bóndi. Sú litla saga er af Jóni í Galtafelli, að eitt sinn fór hann að sækja soðningu út í Sel- vog á vertíðinni, en Gunnar bóndi reri úti i Selvogi; sá kona hans, Þórunn, til ferða Jóns, hljóp til hans og beiddi hann um að taka af sjer 1 hest til Gunnars undir soðningu. Jón spurði, hvorl hest- urinn væri þá tilbúinn, kvað hún hann vera ójárnaðan; sagðist þá Jón ekki tala um það, en þegar hann kom aftur, var Jón með soðninguna frá Gunnari á 1 hesti sínum, og afhenti Þór- unni; henni þótti þetta hafa verið fyrirboði þess, er síðar varð, að börn þeirra urðu hjón, Gísli og Halla. Ekki kann jeg þessa ættfærslu, en það veit jeg, að þeir Markús Þorsteinsson Sigurjón Gíslason. semi, er hjer var ætíð að mæta. Kærleikurinn er ekki tómt tilfinningamál. Hann er starfandi afl, sem vinnur að því að bæta annara böl, greiða annara veg, hugga þá sem hryggir eru, styðja þá sem veikir eru, leiðbeina þeim sem viltir fara, gefa þeim sem þurfandi eru og liðsinna á ýmsa vegu þeim sem bágt eiga, í einu orði sagt, hjálpa til þess í orði og verki eftir mætti, efnum og ástæðum, að öðrum geti liðið vel«. Runól/ur Bjarnason. st organleikari í Reykjavik og þau systkini og Sigurjón eru systrabörn, en þeir Pjetur Jóns- son, verslunarmaður frá Hraunprýði í Hafnar- firði, og Sigurjón voru systkinasynir, því Þór- unn móðir Pjeturs og þeirra systkina var systir Gísla föður Sigurjóns. Þau Gísli og Halla bjuggu á fremur ljelegu býli, sem nú er lagt í eyði, og liggur undir Hraungerði, enda voru þau fátæk allan sinn bú- skap. Börn áttu þau 6. Þar af dóu 2 ung. Þau, sem upp komust, voru Stefán Gíslason læknir, síðast í Mýrdaishjeraði, Sigurjón, sem hjer verð- ur dálítið ger sagt frá, og 2 systur, Gunnþór- unn og Guðrún, sem báðar giftust austur í Múlasýslum. Gísli Gunnarsson dó á Kolviðar- hóli 1914. Sjá »óðinn«, janúar 1917. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum, og var hjá þeim þar til þau hættu að búa 1891. Var hann þeirra besta stoð við heimilið, og gekk þá vinna hans öll til þeirra fyrir aðeins fæði og ljeleg föt, eins og þá var tílt með börn, sem unnu bjá efnalitlum foreldrum, því fremur sem hinn bróðir hans, Stefán, gekk mentaveginn. Vorið 1891 fluttist Sigurjón að Kringlu í Grímsnesi og byrjaði búskap þar á hálfri jörð- inni. Fluttu þá foreldrar hans með honum þangað. Giftist hann konu sinni, Jódisi Sig- mundsdóttur frá Kambi í Hróarsholtshverfi, vorið 1891, hafa þau búið á Kringlu siðan. Þau hafa átt saman i hjónabandi 10 börn, 2 dóu ung, en 8 hafa lifað og alist upp heima. Þegar Sigurjón reisti bú, var öll eign hans 230 krónur, og getur það varla minna verið, og því fremur er þetta lítið, sem jörðin var í mestu niðurníðslu. Hver kofi niðurfallinn og tún kargaþýft, og það, sem hygnu mönnunum þykir ekki ráðlegt, að börn fæddust á hverju ári. Var og ekki laust við að sveitarstjórn þætti nóg um þennan dugnað hjá þeim nýaðkomnu ungu hjónunum, en takmarkanir barneigna hjá þeim, sem annars gátu átt börn, ekki komnar í móð, en sú var nú tíðin, að það þótti ódæði að ung hjón áttu börn, ef efnalaus voru, eða lítil efni voru, svo að dæmi voru til að dugn- aðarhjón, sem áttu 2 börn, voru kostuð af hreppunum til Ameríku, en sem betur fer er nú sú óöld liðin hjá. En þau Sigurjón og Jódís voru nú ekki á þeirri riminni, að flýja undan erfiðleikunum. Þau höfðu fengið bæði í vöggu- gjöf framúrskarandi ljettlyndi, kátinu og fjör, og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.