Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 13

Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 13
Ó Ð I N N 61 mikinn dugnað og reglusemi. Þau vildu horfast í augu við erfiðleikana, og sigra þá, en saga þeirra er líka óslitin saga fátæktar einyrkjanna og barnamannanna, og leiguliðanna, eins og hún hefur verið erfiðust, en sem þó sigra að lokum. Þess er áður getið, að strax á fyrstu búskap- arárum þeirra hlóðst á þau ómegðin, en efnin engin og lánstraust mjög takmarkað, helst búð- arskuldir, sem ekki þóttu mjög hollar, svo til þess að koma barnahópnum fram þurfti mikið að vinna, enda var það gert. Marga dagana var unnið frá kl. 4 að morgni til kl. 11 að kvöldi, eða 17—18 tíma vinna, og mundi það nú þykja æði langur vinnutími, því um vandalaust fólk var varla að tala, búið bar það ekki, maður sá ekki heldur óþarfa hlutina í Kringlu á þeim árum, en saknaði margs, sem þörf var á, af því nauðsynlegasta. Á þessum búskaparárum, sem Sigurjón befur búið, hefur hann sljettað alt túnið að kalla á sínum parti, eða ll1/* dagsláttu; þetta hefur hann alt sljettað sjálfur með spaða og skóílu. Girt alt túnið með gaddavírsgirðingu, bygt upp allan bæinn, 11 X 14 álna hús undir járnþaki. Heyhlöðu yfir um 700 hesta, og nú fyrir nokkru mjög vandað fjós fyrir 8 nautgripi, 15 X 6 álnir með sementuðum flór og fóðurgangi, vandað og vel gert. Svo og mjög vel vandað fjárhús yfir 100 fjár, á stöfum, með járnþaki. Jörðina keypti hann hálfa af kirkjujarðasjóði 1919, en hinn partinn keypti sonur hans Sig- urgeir, sem hjá honum er, 1925, svo nú eiga þeir feðgar alla jörðina og búa á henni. Þetta kalla jeg að sigra alla erfiðleika. Það er sitt- hvað, að koma nú að Kringlu eða var fyrir 37 árum. Kargaþýfið og moldarkofarnir horfið, en eggsljett tún, vel hirtur bær og fjenaðarhús komin í staðinn. Moldargólfsbaðstofan horfin, en falleg, máluð baðstofa og uppbúin sængur- rúm komin í staðinn, börnin stór og kát, öll heima, uppkomin og dugleg, nema þau sem farin eru að eiga með sig sjálf. Það, sem er ó- breytt á Kringlu, eru húsbændurnir; þótt þau sjeu komin á 7. tuginn, er enn sama fjörið í þeim báðum, sama ljettlyndið, sami kjarkurinn, sama óbreytta trúin á sigurinn, þessir eigin- leikar hafa þeim orðið drjúgir, og verða þeim drýgstir. Jeg sagði í upphafi, að þau hefðu verið reglu- menn. Sigurjón hefur verið það í fylsta orði þeirrar merkingar. Hann hefur haldið dagbók öll þessi búskaparár. í þeirri bók er margt fróðlegt. Líklega hefur hann ekki látið af hendi eina einustu krónu í búskap sínum, sem ekki var skrifuð. Þessi bók er merkileg. Hún er í rauninni saga búskapar hans, og saga einyrkja bændanna á Suðurlandi i 37 ár. Meðal annars er í bók þessari efnahagur hans á hverju ári. Uttekt og innlegg hans. Fjenaðar- tal hans og fjenaðarförgun. Tíðarfar, verðlag o. m. fl. Á þessum árum hefur hann meðal annars mist á 8. hundrað sauðfjár, 1 hest og 3 kýr. í barnauppeldi, eftir hvers árs almennu verði, hefur hann varið 25,000 kr. 1 jarðargjald, vexti af lánum, þinggjöld, útsvar o. fl. 25,000 kr., eða þessir liðir 2 um 50 þús. kr. Alt þetta og m. fl. er í þessari bók Sigurjóns. Þótt þetta sje ekki reglulegt búreikningsform, er þetta mjög fróðlegt og eftirbreytnisvert, sem mundi gera flesta bændur hygnari og rikari, ef þeir fylgdu þessari gullvægu reglu Sigurjóns, enda gerði Búnaðarfjelag Islands að virða þetta, því það hefur nú fengið hók þessa til eignar, og verðlaunað Sigurjón með kr. 100,00. Spá mín er sú, að einhver fræðimaðurínn hafi gagn og gaman af þessari skruddu eftir nokkra ára- tugi. Sigurjón er vel greindur maður, og les alt, sem hann nær í, og er minnugur, söngelsk- ur og syngur vel, mátulega stælugjarn, og læt- ur tæplega sannfærast i orðasennu, og hefði hann notið mentunar í æsku, mundi hann hafa verið talinn »kjaftur góður«. það er altaf hress- andi að hitta hann, hvort sem maður nýtur gestrisni hans heima hjá honum eða á förnum vegi. Þar er engin lognmolla á ferðinni, heldur stendur af honum gnýr og gustur, og veri það lengst. Þetta er f fám orðum sagt saga þessara hjóna, óslitinn sigur. Og er ekki gaman að sjá fátæku einyrkjana sigra svona vel að lokum? Böðvar Magnússon. / Sendibrjef Ben. Gröndals, Ymislegt eftir Ben. Gröndal og JE>jódhá,tíö»rmynd Gröndals (Fjallkonumyndin) fást hjá bóksölum.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.