Óðinn - 01.07.1934, Side 14
62
ÓÐINN
Guðmundur Magnússon
frá t>yrli.
Guðmundur Magnússon frá Þyrli andaðist að
heimili sonar síns, Magnúsar prests í ólafsvík,
24. maí 1930. Guðmundur heitinn var fæddur
að Þúfukoti í Kjós 22. sept. 1858. Foreldrar hans
vóru Magnús Guðmundsson frá Þúfu í Kjós og
kona hans Kristrún Guðmundsdóttir frá Sandi
í sömu sveit. Guðmundur sál. var því af góðu
bergi brotinn í báðar ættir. Kristrún móðir hans
átt ætt sina að rekja til Þorvarðar hins rika í
Brautarholti; er margt ágætra manna frá hon-
um komið. En Guðmundur föðurfaðir hans var
dóttursonur Guðmundar Þórðarsonar á Neðra-
hálsi í Kjós. Frá Guðmundi Þórðarsyni á Neðra-
Hálsi er mikill og merkur ættbogi kominn, og
ætt þá má rekja til Gests hins spaka í Haga á
Barðaströnd, Ólafs pá og margra hinna göfgustu
og bestu manna fornaldarinnar.
Árið 1895 kvæntist Guðmundur eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Einarsdóttur frá Flekkudal
í Kjós; vóru þau hjón því systkinabörn að
frændsemi. Þeim hjónum varð sjö barna auðið,
sex sona og einnar dóltur, sem öll eru enn á
lífi. Búskap sinn byrjuðu þau á Innra-Hólmi á
Akranesi. Þaðan fluttu þau að Brekku á Hval-
fjarðarströnd og þaðan fluttu þau vorið 1901
að Þyrli í sömu sveit og bjuggu þar alt til þess
er þau fluttu til Beykjavíkur 1911.
Margir munu kannast við Guðmund á Þyrli,
því alt til þess að hinar tíðu ferðir hófust sjó-
leiðina milli Beykjavikur og Borgarness, lá leið
flestra þeirra, sem fóru frá Reykjavík vestur eða
norður, eða að norðan eða vestan til Reykja-
víkur, fram hjá garði að Þyrli, því hann er í
þjóðleið þá farið er fyrir Hvalfjarðarbotn, og
þótti hæfileg dagleið á milli Þyrils og Reykja-
víkur. Að Þyrli kom því margur vegfarandi, og
vóru þau hjón samtaka mjög í því að taka
með lipurð og velvild á móti gestum sinum;
munu flestir hinna mörgu ferðamanna, sem
komu til þeirra að Þyrli, minnast þeirra hjóna
með vinsemd og þakklæti.
Þeir, sem ekki reyndu sjálfir, munu varla
trúa, hvað honum var Ijúft að taka á móti gest-
um sínum og sýna þeim velvild og vinsemd.
Hann var þýður í viðmóti og allra manna
skemtilegastur í viðræðum, fróður og athugull
um hverskonar málefni sem um var rætt. Það
vissi jeg, sem þetta rita, að oft þótti honum sárt
að hverfa frá viðræðum við fróða og prúða
gesti sína, því hinar margþættu annir leyfðu
honum oft ekki að verja tímanum til þess.
Ábýli sitt sat hann prýðilega, bygði snoturt
timburhús í staðinn fyrir gamla bæinn, girti
túnið og sljeltaði mikinn hluta þess. Þegar hann
kom að Þyrli, fann hann um vorið eitt æðar-
hreiður í Þyrilsnesi. Hann friðaði svo nesið og
hlúði svo að varpinu, að eftir fá ár mátti telja
æðarvarpið til hlunninda á jörðinni.
Hann var hversdagslega kátur og skemtinn og
hafði mikið yndi af vel kveðnum kvæðum,
enda var hann sjálfur prýðilegur hagyrðingur.
Honum var mjög Ijett að kasta fram saklaus-
um gamanvísum, sjer og öðrum til skemtunar,
en allar voru þær fágaðar að efni og formi, því
málið ljek honum á vörum. Er nú mestur hluti
þeirra hulinn í djúpi gleymskunnar, þvi fátt eitt
skrifaði hann upp af ljóðum sínurn, því hann
kvað aðeins sjer til hugarhægðar, en hvorki
sjer til lofs nje frægðar. Jeg minnist til dæmis
í þessu sambandi, að eilt sinn vórum við Guð-
mundur sál. að slá sendinn og mjög snöggan
harðvellisbala; gekk verkið ekki vel, sem von
til var. Þá segir Guðmundur við mig alt í einu:
»Jeg held við verðum að hælta við þelta og
fara bara að yrkja«. »Þá það«, sagði jeg
og kom með vísuhelming, sem hann botnaði
þegar. Hann hjelt svo áfram að brýna ljá-
inn sinn og kvað:
Ekki hót jeg geri gagn,
grimt þó brýni ljáinn.
Pað er eins og ekið vagn’
yfir væri stráin.
Hann var verkmaður góður, en sláttumaður
ágætur. Eitt sinn á efri árum sinum var hann
að slætti með tveimur ágætum sláttumönnum,
sem honum fanst að væru sjer betri sláttu-
menn. Dugnaði þeirra en ódugnaði sinum
lýsti hann á mjög skemtilegan hátt í þessari
gamanvísu, er hann kvað eitt sinn þegar þeir
voru að slætti:
Beita’ i ergi beittum geir,
blómin fergja i valinn
Jón og Bergur, jötnar tveir,
jeg verð hvergi talinn.
Oft kvaddi hann liðið sumar eða vetur með
vísum, er fólu í sjer lýsing á tíðarfarinu. Eina