Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 21

Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 21
ÓÐINN 69 sinni Björgu Runólfsdóttur, og fluttu þau þá að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Björg var mikilhæf og gáfuð kona, fríð sýnum og höfðingleg. Hún mun þá hafa verið um 30 ára. Faðir heunar var Runólfur bóndi á Þor- valdsstöðum Guðmundsson, bónda á Hall- freðarstöðum. Er sú ætt fjölmenn og rakin i beinan karllegg til Ólafs skálds og prests á Sauða- nesi, Guðmundssonar. — Björg Ijetst 1903. Jón setti saman stórt bú á Ketilsstöðum. Björg var vel efnum búin og Jón átti allmargt gang- andi fje, þótt ungur væri. Ketilsstaðir er stór jörð og mannfrek, en landkostir eru þar góðir. Mjög var hún þá niður nídd að húsum og mann- virkjum, svo varla mátti hún kallast byggileg. t*að kom brátl i ljós, eftir að Jón kom að Ketilsstöðum, að hann var búsýslumaður mikill, ötull til verka og stórhuga til framkvæmda. Strax á fyrsta sumri þurfti að endurbæta úthýsi öll og byggja ný, og næsta vor reif hann allan bæinn og bygði upp aftur, stærri og vandaðri en þá var títt í sveitum. Auk þess gerði hann árlega miklar umbætur á húsum og mannvirkj- um öll þau ár, sem hann bjó á Ketilsstöðum. Þar hafði hann aldrei færri en 18 manns í heimili, og oft fleiri. Bú Jóns bar sig vel, þrált fyrir mikinn kostnað og gestagang, fram að hörðu árunum kringum 1880. t*au urðu tlestum Hlíðarmönnum þung í skauti, en engan ljeku þau eins hart og Jón Sigurðsson. Yorið 1882 misti hann um 50 fjár í ofviðri. Sumarið var hið versta, sem menn mundu; heyatli lítill og illa hirtur. Um haustið gerði fjárskaðaveður fyrir göngur, og fenti þá fjölda fjár, en mest á Ketilsstöðum. Fjárverð var lágt það haust, en menn neyddust til að lóga fje af heyjum. Jón Sigurðsson ljet þá í kaupstað nokkuð á annað hundrað fjár, en litlu færra mun hafa farist af slysum. Þá var hann tæp- lega birgur fyrir 120 kindur, er hann átti eftir, en það var öll fjáreignin. Sjávarútgerð hafði hann nokkra á Ketilsstöðum, en sjaldan mun hún hafa gert betur en að borga kostnað. F.ftir þetta treysti Jón sjer ekki til að halda jafn dýra og erfiða jörð, og flutti næsta vor að Hrafnabjörgum í Hlíð, og bjó þar 2 ár, og síðan 2 ár í Bakkagerði. Að þeim liðnum seldi hann bú sitt og flutti vestur um haf vorið 1887. Svo sagði hann mjer síðar, að nauðugur hefði hann skilið við gamla landið. Hann mun ekki hafa sjeð sjer fært að búa þar við sömu rausn og framkvæmdir sem áður, en var of stórhuga til að draga saman seglin. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, meðan þau dvöldu heima; þrjú þeirra dóu ung, en með tvo drengi fóru þau hingað vestur, Jón 7 ára og Halldór 4 ára. Þau fóru einnig með systur- dóttur konu Jóns, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, sem þau ólu upp að mestu leyti. Hún er gift Magnúsi Pjeturssyni, prent- ara í Winnipeg. Sigurður, bróðir Jóns, rjeðist til ferðar með hon- um, og var með honum meðan hann lifði, en hann ljetst tveim árum síðar. Lítið flutti Jón mcð sjer af fjármunum hing- að, nema bókasafn allgott. Hann átti frændur í Winnipeg, sem tóku vel á móti honum, sjer- staklega Eyjólfur Eyjólfsson, sem reyndur var að drenglyndi og hjálpsemi við innflytjendur. Þeir voru systrasynir Jón og hann. Ekki vildi Jón setjast að í Winnipeg. Hann hugði bændalífið frjálsara og meira við sitt skap- lyndi. Var honum því ráðið til að leita sjer bú- staðar á austurströnd Manitobavatns, því þar höfðu nokkrir íslendingar kannað land þá um vorið, og sumir tekið sjer bólfestu. Þeir lögðu því á stað í landaleit bræðurnir, ásamf Jóni Metúsalemssyni frá Fossvelli, og sonum hans þremur, og fengu Hinrik Jónsson til fylgdar, því hann var kunnugur leiðinni og hafði þegar tekið land þar nyrðra. Þeir námu staðar 65 milum norðaustur frá Winnipeg og tóku sjer bólfestu nærri því sem nú er bærinn Lundar. Eftir fáa daga sneri Jón Sigurðsson aftur til Winnipeg og Björn sonur Jóns Metúsalemssonar, til að sækja fjölskyldur þeirra, en Sigurður, og þeir feðgar, tóku til húsagerðar. Sorgleg var heímkoman til Winnipeg, því þá var Halldór, sonur Jóns, dáinn, og börn Jóns Metúsalemssonar meira og minna veik. Samt Jón Sigurðsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.