Óðinn - 01.07.1934, Page 27

Óðinn - 01.07.1934, Page 27
ÓÐINN 75 Næsta dag átti jeg að borða miðdegisverð hjá Pastor Hoffmayer og sagði jeg honum þá alla söguna og spurði, hvort enginn staður væri til, er hægt væri að vísa ungum mönnum á af þessari tegund. Þá sagði hann mjer að til væri nefnd manna, sem langaði til að hafin væri starfsemi meðal ungra manna, sem væru að komast á glapstigu; fjeð væri til, en manninn vant- aði og hefði verið talað um, hvort jeg mundi ekki vera fáanlegur til þess að koma til Hafnar og starfa meðal ungra manna í verstu hlutum borgarinnar, niður við höfnina og á knæpunum o. s. frv. Hann sagði mjer að hann hefði orðað þetta við vin sinn, dócent ]ón Helgason, er hann var á ferð árið áður, en hann hefði tekið því illa og sagt að jeg mætti ekki miss- ast að heiman fyrir nokkurn mun. Mjer þótti vænt um þetta og sagði að jeg mundi ekki yfirgefa starf mitt heima, nema með því einu móti að Guð breytti því sjálfur, svo að jeg sæji glögt að það væri vilji hans, en jeg get ekki neitað, að mig hálflangaði til að taka þessu, og það gaf mjer oft umhugsunarefni þá um veturinn. í Kaupmannahöfn kyntist jeg ýmsum góðum mönn- um, sem jeg hafði ekki þekt áður. Þar á meðal manni, sem hjet Jóhannes Rasmussen. Hann var formaður Vngstu deildarinnar í K. F. U. M. Hann var cand. theol. og var mjög kær vinur Olferts Ricards. Hann varð seinna heiðingjatrúboði í Kína og er mjög mikils metinn maður. Það er rjett að minnast á Vngstu deildina, sem jeg stofnaði í Kaup- mannahöfn árið 1901. Hún hatði á þessum árum blómgast mjög og var orðin ein af uppáhaldsdeildum í K. F. U. M. Á fyrsta fundi, er jeg þetta haust var á í Vngstu deildinni, sá jeg meðal foringjanna ungan mann, sem mjer leist framúrskarandi vel á. Jeg var kyntur honum; hann brosti og sagði: Jeg kom sem 10 ára drengur stundum heim til yðar í Hallingsgötu, vorið sem þjer siglduð heim*. Jeg kannaðist ekkert við hann, það komu svo margir smádrengir til mín þar. Svo var farið að syngja. Jeg virti piltinn vel fyrir mjer, og alt í einu ryfjaðist upp fyrir mjer at- vik. Jeg sá í huganum stofuna mína í Hallingsgötu á afmælisdaginn minn 1897; þá kom upp til mín einn af litlu drengjunum þar í götunni og færði mjer stóran havanavindil í glerhylki að gjöf. Jeg reykti vindilinn daginn eftir og hafði aldrei reykt svo góð- an vindil. Jeg átti hylkið lengi, en gleymdi nafninu á drengnum. En oft, er mjer varð litið á hylkið, bað jeg Guð að blessa »drenginn með havanavindilinnt. Hann lifði þannig í minningu minni. Þegar jeg nú sat þarna undir söngnum, stóð jeg upp og hvíslaði að piltinum: »Ertu sá, sem gafst mjer havanavindilinn forðum?* Hann svaraði: »Já« og roðnaði við af gleði yfir því að jeg mundi þetta. Við urðum svo undur góðir vinir; hann var trúaður og hjartahreinn, og mikill íþróttamaður í hlaupi. Mjer datt oft Natanel í hug, er jeg var með honum. Eitthvað 2 árum seinna dó hann alment harmaður af vinum sínum í K. F. U. M. og íþróttamönnum. Jeg fór alt af við og við út á land, og hjelt sam- komur hingað og þangað. Kemur mjer í hug í þessu sambandi ferð til Varde 1902, og með því að jeg gleymdi henni á sínum stað, set jeg þá sögu hjer. Á leiðinni til Varde gerði jeg hlje á ferðinni í Óðense og gat verið 2 tíma hjá Pastor Busch. Þegar jeg fór að kveðja, tók presturinn vindlakassa og sagði að jeg yrði að hafa í nestið og »svo skulum við skifta bróðurlega*, sagði hann og tók nærri því alt, sem var í kassanum handa mjer og hjelt sjálfur eftir ör- fáum vindlum. »Kallið þjer þetta að skifta bróður- lega?« sagði jeg. »Já«, sagði hann; og svo kom hann með tilvitnun frá Páli postula: »Það er svo inndælt að mega taka þátt í þörfum heilagra*, eins og postulinn segir*. Mjer hnykti fyrst dálítið við, og sagði svo brosandi: »Er nú eiginlega hægt að segja að það sje ein af þörfum heilagra að reykja*. — Hann svaraði brosandi: »Því ekki það; jeg held Guð unni börnum sínum þessarar gleði, að minsta kosti er gaman að geta glalt bróður einnig í smámunum*. — Pastor Búsch er einhver mælskasti maður, sem jeg hef hlustað á. Hann er eldheitur trúmaður, en barnslega mildur og elskulegur í allri umgengni, gamansamur og glaðvær, og hefur haft mikil áhrif á kirkjumál Dana. Mjer fanst altaf að jeg ætti þar heima, er jeg var gestur hans. Jeg var einu sinni í boði heima hjá honum, ásamt ýmsum prestum. Við borðið sat á hægri hönd honum öldruð stúlka; henni var altaf boðið fyrst og hann kynti hana gestunum með því að segja: »Hún er hinn eiginlegi heiðurs- gestur í kvöld, því að hún var vinnukona hjá okkur hjónunum í nokkur ár og þjónaði okkur með trú og dygð«. — Hann gat ekki verið kurteisari og varla eins innilegur, þótt hún hefði verið einhver hefðarmey. Jeg vík nú aftur að ferðinni til Varde. Þegar jeg kom þangað. tók sóknarpresturinn, P. Oldenburg (nú- verandi biskup í Álaborg) á móti mjer. Jeg spurði hann, hvað jeg ætti að gera á morgun; þetta var laugardags- kvöld. Hann svaraði: »0, lítilræði, prjedika í kirkjunni kl. 10 í hámessu, tala í sunnudagaskólanum kl. 2, halda almenna samkomu kl. 4, tala í Unglingadeildinni kl. 6, og tala svo við >æskulýðsmót« kl. 8 og þar á

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.