Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 28

Óðinn - 01.07.1934, Qupperneq 28
76 ÓÐINN eftir að vera með vinum á prestssetrinu og svala forvitni þeirra um ísland*. Jeg hló og sagði: >Ekki annað en þetta; jeg kalla að þjer ætlið að hlífa mjer«. Um kvöldið var jeg á prestsheimilinu, en hafði herbergi í K. F. U. M. jeg vakti nærri því alla nóttina við að semja prjedikun mína og búa mig undir daginn. ]eg skrifaði prjedikunina, en hafði ekki tíma til að kynna mjer hana nógu vel. Jeg þorði því ekki annað en að hafa blöðin með í stólnum og fylgja þeim nákvæmlega. Til allrar hamingju voru brúnirnar svo háar á ræðubríkinni á prjedikunarstólnum, að jeg gat án þess á bæri, skotið blöðunum til hliðar jafn- harðan og jeg hafði lesið upp hverja síðuna. Ræðan var á lausum blöðum. — ]eg talaði svo á öllum á- ætluðum stöðum. Mestrar þreytu olli mjer þó sam- veran á eftir við kaffigildið heima hjá prestinum. Þar var jeg altaf í eldinum að svara spurningum um alt mögulegt á íslandi. En það bætti úr skák, að jeg fann að jeg átti það hlutveik á ferðum mínum að útbreiða þekkingu á íslandi meðal erlendrar þjóðar. Presturinn spurði meðal annars: »Er það satt, sem jeg hef heyrt, að íslenskir prestar lesi upp ræður sínar af blöðum?* — »]á«, sagði jeg, »vanalega gera prestar það«. — »Það hlýtur að »taka sig hræðilega út««, sagði hann. — »Já sjálfsagt, eða fanst yður það ekki í dag? jeg las ræðuna mína upp af blöðum*. — »Það varð jeg ekki var við«, sagði hann. »En jeg gerði það samt, hjerna eru blöðin*. — »Já, upp á þann máta má gera það«, sagði hann. — »Já, auðvitað á þann máta«, sagði jeg, og svo kom einhver önnur spurning. Jeg var hálfþreyttur eftir daginn, og jeg átti að fara frá Varde kl. 5 næsta morgun til þess að ná til næsta áætlunarstaðar. Nú eftir þennan útúrdúr víkur sögunni aftur að ferðalaginu 1907. — Jeg kom víða við á þeirri ferð, sem varaði góðan vikutíma. Meðal annara staða kom jeg til Grönbæk. Sá staður liggur ná- lægt Silkiborg. Þar er gamalt prestssetur, bygt fyrir tveim eða þrem öldum, með stórum og rúmgóðum stofum, og fjölda herbergja og feykna stórum lysti- garði bak við. Þá bjó þar prestur einn, mjög merk- ur, sjera Jessen að nafni. Jeg hafði áður kynst tveim- ur sonum þeirra hjóna. Þeir voru þá við verslun í Herning, og hinum þriðja hafði jeg kynst sem skóla- pilti í latínuskólanum í Viborg. Jeg hlakkaði mjög lil að kynnast þessum presti, sem jeg hafði heyrt svo margt gott um. Jeg átti að halda samkomu þar í sókninni. Jeg ók þangað með »dagvagni«, en veðrið var kalt, og er jeg kom heim á pretssetrið var jeg að krókna úr kulda. Þar varð jeg fyrir miklum von- brigðum, því hvorki presturinn nje frúin voru heima. Mjer var boðið inn í stofu og borið kaffi. Jeg hafði munnherpur og fann að jeg átti bágt með að bera fram dönskuna. Það var tómt kvenfólk heima og mig greip áköf feimni, og alt vildi fara í handaskol- um hjá mjer; jeg átti jafnvel bágt með að kyngja kaffinu og heyrði sjálfur slokhljóðið í kverkum mjer. Það var eins og kaffið stæði í mjer, og hlunkaðist niður með dynkjum. Mjer leið sára illa. Þegar mjer fór að hitna, gekk alt betur. Samkoman gekk vel. Það var troðfult hús. Djákninn stýrði samkomunni. Jeg varð að fara svo frá Grönbæk, að jeg sá ekki prestinn. Mjer þótti þetta leitt, enda þótt mig ekki grunaði þá, hvílíka þýðingu synir hans mundu hafa fyrir líf mitt. Nú tóku jólin að nálgast og var ákveðið að jeg sæti um kyrt í Kaupmannahöfn um jólin. Einn af sölunum í hinu stóra húsi K. F. U. M. var salur einn, sem kallast St. Ansgars-salur, af því að þar er stórt málverk af St. Ansgar, er hann prje- dikar fyrir Suður-Jótum. Þetta málverk málaði mál- arinn W. Tornöe og gaf K. F. U. M. það um það leyti, er húsið var bygt. Jeg dáðist mjög að málverki þessu og notaði það oftar en einu sinni sem uppstöðu í ræður í K. F. U. M. — Um þetta leyti, er jeg var í Danmörk, dó málarinn. Eitt þriðju- dagskvöld gerði Ricard boð eftir mjer og sagði: »Nú fer þú niður í St. Ansgars-salinn, sest niður á góð- um stað og virðir fyrir þjer í nokkurn tíma mál- verkið, svo ferðu upp á herborgi þitt og semur um málverkið eitthvað í bundnu eða óbundnu máli og færir mjer það í fyrramálið til þess að birta það í Mánaðarblaðinu*. Jeg gerði þetta og næsta morgun færði jeg Ricard kvæði um málverkið. Það var all- langt, og kom það í Mánaðarblaðinu. Ricard var á- nægður með það, og margir gáfu mjer velvildarorð fyrir það. Eina skyndiferð fór jeg skömmu fyrir jól til Lá- lands. Þar var prestur í Rubelykke sjera Bachevold, hinn besti prestur, og vel þektur innan dönsku kirkj- unnar. Sonur hans hjet Jörgen, og hafði jeg kynst honum á ferð minni 1902. Þeir Bjarni Jónsson (dóm- kirkjuprestur) og hann voru góðir vinir, og hafði Bjarni verið þar í jólaleyfi eitt sinn eða oftar. Höfðu þau prestshjónin hinar mestu mætur á honum. — Mjer þótti mikið varið í viðkynninguna við þessi á- gætu prestshjón, og dáðist að því trúarlífi, sem jeg fann að þar var í sveitinni. Jeg fór þaðan kl. 5 um morgun og valdi mjer að fara með vörulest, á öðru farrými, því að jeg þurfti að skrifa mikið þann dag, en nálega engir fara á því farrými í vörulestum. Jeg

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.