Óðinn - 01.07.1934, Page 31
ÓÐINN
79
á móti mjer Carl Bindslev, sá er jeg hafði sjeð fyrsta
morguninn í Kaupmannahöfn. ]eg hafði ætlað mjer
að dvelja í K. F. U. M. og hafa þar bækistöð mína
í starfinn fyrir drengina í K. F. U. M. þá viku, sem
jeg ætlaði að vera þar. En Bindslev hafði fengið því
breytt þannig, að jeg skyldi dvelja í húsi foreldra
sinna og tók mig með sjer þangað. Faðir hans var
kaupmaður og bjó í einum fegursta stað bæjarins,
sem heitir Hasselris, og var sá borgarhluti að byggj-
ast og var mest lystihúsahverfi. Bjó fjölskyldan í
einu slíku húsi, forkunnar fögru, með öllum þægind-
um. Sagði Carl mjer að hann hefði hlakkað mjög til
að hafa mig hjá sjer heila viku. En jeg varð ákaf-
lega leiður yfir þessu, og fanst mjer jeg vera svo
út úr, og þar að auki svo ófrjáls, að vera hjá svo
fínu fólki. Jeg bældi samt niður hið illa skap, sem jeg
komst í við þetta, en mjer var talsvert þungt niðri fyrir
og mig langaði til að vera í K. F. U. M. þægindalítið
og vera frjáls. Um kvöldið var jeg þar heima hjá fjöl-
skyldu vinar míns. Kaupmaðurinn var mjög vel ment-
aður maður og kona hans skemtileg og mjög virðu-
leg um leið, og þrjú börn þeirra stálpuð mjög skemti-
leg. Þetta hefði því verið hið yndislegasta kvöld, ef
jeg hefði ekki alt af verið með hugann niðri í K.
F. U. M. Jeg reyndi þó til þess að láta ekkert
bera á vonbrigðum mínum. En þegar við Carl vor-
um koranir upp í svefnherbergi okkar; við áttum að
vera í herbergi saman, sagði hann: »Segðu mjer,
hvað veldur ógleði þinni? — Hvað er að?« Jeg spurði:
»Er nokkuð að? Af hverju heldur þú það?« »Jeg veit
það ekki, en mjer finst það sje eitthvað. Jeg veit
ekki í hverju það liggur*. — »Hefur þú merkt það á
mjer?« spurði jeg. »Nei, en jeg finn samt að það
er eins og veggur milli okkar*. Jeg eyddi þessu, og
sárnaði mjer við sjálfan mig, að ráða ekki betur við
tilfinningar mínar og sjerlund. Svo þegar við höfð-
um haldið kvöldandakt okkar saman, sagði jeg: »Það
er víst best að tala út um málið«, og svo sagði jeg
honum alt það, sem mjer bjó í brjósti, og við kom-
um okkur saman um, að jeg gæti verið í K. F. U.
M. öllum stundum, sem jeg vildi, og starfað þar eins
og jeg vildi. Svo varð þetta þannig, og leið mjer æ
betur hjá þessu nýja vinafólki, því lengur sem jeg
var þar. Jeg kyntist og ýmsum ágætum piltum, eink-
um meðal skólapilta frá Latínuskólanum. Þar á meðal
var Pjetur Filtenborg, Viggo Múnck og Arthúr Jen-
sen. Þeir voru allir mjög mannvænlegir, og höfðu
áhuga mikinn á latínufræðum, og mjer þótti skemti-
leg samvera við þá. Seinasta kvöldið, sem jeg var í
Álaborg að því sinni, bauð jeg til mín í K. F. U. M.
öllum latínuskólanemendum, sem voru meðlimir í K.
F. U. M. og voru þeir átta alls; það var mjög skemti-
legt kvöld, og stofnuðu þeir þá með sjer latínuskóla-
pilta sveit innan fjelagsins (Latiner-kredsen). For-
maður K. F. U. M., vefnaðarvörukaupmaður Ðroder-
sen, var mjer mjög góður og var mjer eitt kvöld
boðið til hans ásamt stjórn fjelagsins. Margt var rætt
um fjelagsmál og voru þeir í vandræðum með að fá
framkvæmdastjóra, því að sá framkvæmdarstjóri, sem
þeir höfðu haft, vinur minn Kylling, er jeg hef getið
um áður, var fluttur til Haderslev á Suður-Jótlandi,
til þess að vera starfsmaður fyrir dönsku söfn-
uðina þar í bænum. Hafði Álaborgarfjelagið engan
getað fengið í staðinn.
Þegar jeg mintist á Kylling, kom mjer til hugar
ferð, sem jeg fór suður til Haderslev þá um haustið.
Var það eftir áskorun einmitt frá Kylling. Jeg var
þar í 3 daga í besta yfirlæti hjá dönsku fólki þar í
borginni. Jeg kunni samt ekki vel við mig þar, því
mjer fanst eitthvað ónáttúrlegt við alt þetta sambland
á þýzku og dönsku, bæði máli og öðru. Þegar jeg
fór frá Haderslev með síðdegislest, urðu mjer sam-
ferða í klefa einir 8 latínuskólapiltar, sem voru að
fara heim til sín eftir skólatíma. Þeir töluðu allir
þýzku saman. Svo spurði jeg þá, hvort þeir gætu
ekki talað dönsku. Jú, það gátu þelr, því að þeir
væru allir frá dönskum heimilum. Jeg spurði því,
hversvegna þeir töluðu þá þýzku saman. Þeir svör-
uðu því, að þeir mættu til að tala þýzku á skólan-
um. »En hversvegna viljið þið tala þetta framandi
mál, er þið eruð komnir út fyrir skólann*. Þeir urðu
þögulir við og svo sátu þeir þegjandi alllanga stund.
Svo á næstu stöð fór maður út, sem setið hafði í
einu horni og ekki talað eitt einasta orð. Skólapilt-
arnir sátu þegjandi meðan lestin stóð á stöðinni. Svo
lagði lestin af stað og jeg var einn í klefa með pilt-
unum. Þá losnaði tungubandið. Þeir sögðust hafa
verið svo hræddir um að þessi ókunni maður væri
ef til vill njósnari og að jeg yrði tekinn fastur fyrir
að kalla þýzkuna »framandi mál«. Jeg sagði að það
hefði nú ekki gert svo mikið til, því að þeir hefðu
ekki getað gert mjer annað en rekið mig úr
landi og jeg væri á leiðinni þaðan hvort sem væri.
Eftir það voru þeir hinir ljúfustu og höfðu gaman
af að heyra um Island. Við skildum sem bestu vinir.
Eftir þetta bar leiðum mínum aldrei til Suður-Jót-
lands fyr en það var aftur sameinað Danmörk.
Frá Álaborg fór jeg til Árósa og var þar í heila
viku og starfaði heilmikið í fjelaginu þar, og var þar
í hávegum. Eitt kvöld átti jeg að tala fyrir eitthvað