Óðinn - 01.07.1934, Side 40

Óðinn - 01.07.1934, Side 40
88 ÓÐINN Sigurður Ðárðarson hómópati. Síðastliðið sumar fullnaði smiðurinn, bóndinn og læknirinn, Sigurður Bárðason, nú búsettur að Blaine, Washington, U. S. A. áttræðisaldurinn. Þykir því hlýða að rekja hjer ætt hans og æfi- feril að nokkru. Begar sá, er þetta ritar, var staddur í Blaine sumarið 1929 vakti öldungur þessi, flestum fremur, eftirtekt hans og aðdáun, sakir óvenjulega fyrirmannlegs yfirbragðs, sam- fara fjörmiklum vitsmunum og fróðleiksauði. Síðan hefur kynningin aukist, og á allan hátt staðfest það hugboð, er vaknaði við fyrstu fundi. Sigurður er i þennan heim borinn árla í heið- skírum, íslenskum sumardegi kl. 9 að morgni, 12. júní, ár 1851, að Litla-Hrauni, Kolbeinstaða- hreppi, Hnappadalssýslu. Bjuggu foreldrar hans þar þá ágætu búi. Faðir hans var Bárður (f. 18. nóvember 1811), listasmiður á trje og málm, Sigurðsson (f. um 1780 d. 16. mars 1860), bónda á Miðhrauni og víðar, Bárðarsonar (f. 1753 d. 19. maí 1821), bónda á Keiksbakka á Skógarströnd, síðast á Fáskrúðsbakka í Mikla- holtshreppi, Þorsteinssonar, bónda á Valshamri á Skógarströnd, Illugasonar (f. 1690), bónda á Vörðufelli á Skógarströnd, Þorsteinssonar (f. 1650) er bjó á Árnahúsum á Skógarströnd 1703, Illuga- sonar bónda, í Bíldsey, Jónssonar (f. 1584 d. 1667) fálkafangara og merkisbónda í Brokey, sem fyrstur hreinsaði dún hjer á landi, Pjeturssonar, bónda í Arnarfirði, Pjeturssonar. Móðir Sigurðar læknis, kona Bárðar yngri að Litlahrauni, var Sólveig, frábær fríðleiks og myndarkona, dóttir hins mikla þjóðhaga smiðs Árna (f. um 1769) að Borg í Miklaholtshreppi, Jónssonarað norðan1) Guðmundssonar. Móðir Árna á Borg var Guð- riður (f. 1749) Egilsdóttir bónda í Arnarholti Jónssonar. Kona Árna var Guðríður Kársdóttir bónda í Munaðarnesi, Ólafssonar smiðs á Lund- um í Stafholtstungum, bróður Pjeturs ríka í ólafsvík undir jökli. Kona Sigurðar Bárðarsonar á Miðhrauni var Guðrún (f. 1780 d. 11. apríl 1848) Eiríksdóttir, Jónssonar, bónda á Ökrum á Mýrum, Gíslasonar lögrjettumanns, Vogi (d. 1713), Þórðarsonar, ») í æfiminningu Jóhanns G. Sigurðssonar cr talið að Árni væri sonur Jóns Jónssonar Hólaráðsmanns Árna- sonar, en petta er rangt. lögrjettumanns á Ökrum, Finnssonar (d. 20. febr. 1687 82 ára), Sigurðssonar, prests í Miklaholti (d. 1646), Finnssonar á Ökrum Steindórssonar, sýslumanns á Ökrum, Árnarssonar sýslumanns á Ökrum, Finnssonar, lögrjettumanns í Ljáskóg- um, Pjeturssonar. Sigurður var yngstur 5 barna þeirra Bárðar og Sólveigar. Elstur var Lárus, dó ungur. Pá Lilja Krislín, dó ung. Pá Ingveldur (d.1883), átti Jónas Jónasson frá Kársstöðum í Helgafellssveit; þau áltu 3 börn; 2 dóu ung; upp komst Hall- dóra Elisabet; giftist eigi, dó í grend við Blaine, ár 1925. Yngveldur var heitin eftir Ingveldi Grímólfsdóttur í Máfahlíð, hálfsystur Guðrúnar Eiríksdóttur á Litlahrauni, móður Bárðar yngra. Þá Elín; átti Halldór Guðmundsson bónda á Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Þeirra börn: frú Oddfríður Eiríksson, San Diego, Californía, Guð- mundur, bóndi í ólafsey, Lárus, prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd, listaskrifarinn góð- kunni, dó ár 1918; Póra, kona Jóns ólafssonar útgerðarmanns og bankastjóra í Reykjavík; Lilja, kona Ingólfs Daðasonar, verkstjóra í Reykjavík, Elín Bárðardóttir (d. 1931) var heitin eftir Elínu Helgadóttur alþingismanns að Vogi á Mýrum, bróður Sigurðar Dannebrogsmanns að Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, föður sjera Helga rúnafræð- ings, er best studdi Sigurð málara við stofnun forngripasafnins. Móðir þeirra bræðra, Helga og Sigurðar, var Elín Egilsdóttir smiðs í Arnarholti, móðursystir Árna á Borg. Þá Sigurður læknir, heitir eftir afa sinum. Hálfbræður Sigurðar: a. Kristján, Bdrðarson og Jóhönnu Guðmunds- dóttur, Símonarsonar frá Gaul, Staðarsveit. Fluttist frá Hraunsmúla, Kolbeinsstaðahreppi, ásamt fjölskyldu sinni, vestur um haf, ár 1889; settist að í Winnipeg; bjó síðar lengi í Selkirk; kvæntur Ingveldi Porsteinsdóttur frá Ytrihraun- dal Brandssonar og áttu þau tvö myndarleg börn, Þorstein og Porbjörgu. b. Kristójer, Bárðarson og Guðbjargar Jónsdótlur; fluttist kvæntur til Reykjavíkur ár 1883, og hefur búið þær siðan, kvæntur Ástríði Jóns- dóttur Einarssonar frá Uppsölum í Hálsa- sveit, eiga börn. Auðgert væri að rekja ætt Sigurðar til fjölda merkra manna í fortíð og samtíð. En það, sem þegar er fram tekið, skýrir til fullnustu það, sem engum dylst, er til þekkir, að glæsilegir frum-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.