Óðinn - 01.07.1935, Page 3

Óðinn - 01.07.1935, Page 3
Ó Ð I N N 51 Gæfur — að eins góðu vanur, — gleði minnar hvíti svanur svam á mínum sálarlindum, sveigði háls að spegilmyndum. Eigið líkan undir þiljum Ameþýsts, í safírs-hyljum meðal stjarna’ og sólna, sá hann sokkið djúpt í himinn bláan. Þar var ýmsum efnisgæðum úr að velja, nýjum kvæðum. Þá var í hans þýða kvaki þytur af engil-vængjataki. Svanurinn. Fram á haust var sumar sungið — svo var ljóð hans magni slungið.— Var sem stöðugt, staðfast yndi stæði á hæsta sigurtindi. Sýnið upp að sálar bakka síðan tók að skifta’ um stakka, degi, sól og sumri’ að halla, sefgræn stör að blikna’ og falla. Gusfur þaut í gisnum jöðrum, gnúði hljóð úr visnum fjöðrum. Umdi spilið ömurlega eins og veður hefði’ af trega. Sjálfsagt hefur suð í eyra svani varnað þess, að heyra skóhljóð manns, er lotinn læddist, líkt sem út af skugga fæddist. Elding braust úr úfnum mökkva, upp við sálarbakkann dökkva. Brast á grimd, er gnast og hegldi, gegn um merg og taugar negldi. — — Gleði-svanur svikinn, skotinn, sönglaus nú, með vænginn brotinn blandar, um leið og burt hann syndir, blóði mínar sálar-lindir. Guttormur J. Guttormsson. Hjer voru menn af flestum flokkum og andstæðir í stjórnmálum, og þótti því ekki ólíklegt að eitthvað myndi bóla á því svona rjett fyrir kosningarnar. En alt slíkt hafði verið lagt til hliðar heima fyrir með hversdagsfötunum. Allir báru með sjer gleði og ánægju; samhug, einingu og kærleiksyl stafaði á milli gestanna. — Nú byrjar messa. Fólkið alt komið í kirkjuna. Heiðursgesturinn stígur í stólinn og minnist í sinni góðu ræðu á sína ánægjulegu sambúð við söfnuðinn, og þakkaði það traust og þá virðingu og vináttu, sem allir hefðu sýnt sjer hinn langa sam- vistartíma. Að aflokinni messugerð varð nokkurt hlje, þangað til Haraldur jónasson, óðalsbóndi á Völlum, ávarpaði gestina og bauð þá velkomna, og skýrði frá tilefni samsætisins. Eftir það var gengið í tjald-höllina og sest að hinu ágætasta borðhaldi. Er þá óðalsbóndi Valdimar Guðmundsson í Vallanesi kvaddur til að halda ræðu fyrir heiðursgestinum. Leyfi jeg mjer, með samþykki hans, að setja hjer nokkrar setningar og aðal-útdrátt úr ræðunni, sem þótti mjög töluð frá hjarta gestanna í heild. Ræðuna byrjaði hann á þessa leið: »Við erum komnir hingað með vinarhug, til þess að gleðjast stutta stund með sóknarprestinum okkar sjera Hallgrími, til að minnast þess, að þessi merkilegi samferðamaður á lífsins degi er nú búinn að þjóna prestakallinu okkar samsætisgestanna í rjett 40 ár. Lýsti hann því síðan, að við værum í óbættri þakkar- skuld við hann fyrir ágætt æfistarf. Samsætið yrði að skoðast sem einskonar þakkarfórn á altari 40 ára virðingarverðrar og merkilegrar prestþjónustu. Sagði síðan frá ætt og uppruna heiðursgestsins, skólagöngu og því, að hann hefði vígst að Ríp í Hegranesi sam- sumars og hann hefði útskrifast af prestaskólanum, 1888, og þjónað því prestakalli í 6 ár eða til vorsins 1894, er hann fjekk Glaumbæjarprestakall. Sagði frá konu heiðursgestsins, frú Sigríði sál. Þorsteinsdóttur, er hann hefði að eins notið skamma stund fyrir heilsu- bilun. Lýsti Sigríði sál. sem fluggáfaðri atgerviskonu. Sagði frá einni heimsókn sinni að Glaumbæ við fermingarathöfn, skömmu eftir aldamótin. Sagði að hún hefði vakið þá eftirtekt og endurminningu, sem aldrei gleymdist. Hún bar með sjer tíguleik menn- ingarinnar. Það var eins og hún hjeldi, við þetta tækifæri, á blómvendi í annari hendi, en »gestrisninni á guðaslóli* í hinni. Lýsti þá börnum þeirra, tveim stúlkubörnum — Hrefnu og Gunnlaugu — hinum prýðilegustu. — Skýrði frá því, að dauðinn hefði komið, kaldur og miskunnarlaus, og hrifið frá þeim Hrefnu 9 ára um vorið 1906, sagði að rifjaðist þá upp fyrir sjer eitt vísuorð úr eftirmælum þessarar göfugu barnssálar, sem hann hefði lesið fyrir 28 árum: „En finnur nokkur fegri sál og fremri Hrefnu, í ríki Snæs. Á fimta vetri orti’ hún óð, og á þeim dögum var hún læs“. (Guðm. Friðjónsson). Hann lýsti því síðan, að sjera Hallgrímur hefði heim- sótt heimilin okkar ótal sinnum, í sorg og gleði, og hvað hann hefði oft haldið ógleymanlegar skilnaðar- ræður við banabeð vina sinna, — en svo eru sóknar- menn hans allir. Um hversdags-framkomu sjera Hallgríms sagði

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.