Óðinn - 01.07.1935, Side 17
Ó Ð I N N
65
Reynifellshjónin,
Árni og Guðrún.
Bæði hafa mjer borist tilmæli um það, að Iáta
hjóna þessara getið að einhverju leyti, og líka þykir
mörgum það sjerkennilegt, að þau eru bæði talin
Guðmundar börn frá Keldum, en voru þar þó sam-
tíða og á líkum aldri.
Hefur þetta ruglað suma í ríminu, og jafnvel góð-
um ættfræðingum er óljóst, hversu tengdum hjer að
lútandi var háttað, (þrátt fyrir Sagnaþætti Br. J. II.
og Smæfir IV. 490).
Vil jeg því biðja »Óðinn« fyrir útskýriug á þessu at-
riði, með nokkrum aðdraganda og útúrdúrum, sem
lúta fremur að kaldri ættfærslu, en hlýrri sögu. Verð-
ur það svo að vera, því lítið er til sögulegt að segja
um okkur frændfólkið — og enga löngun hef jeg til
að gefa oflof neinu nákomnu skyldmenni.
Árni á Reynifelli.
Hann var fæddur á Árbæ á Rangárvöllum, 30.
apríl 1824 (d. 25. júlí 1891), sonur Guðmundar bónda
þar Brynjólfssonar og konu hans Ingiríðar Árnadótt-
ur bónda á Brekkum á Rangárvöllum, Gíslasonar.
Brynjólfur afi Árna bjó í Vestri Kirkjubæ (varð
hreppstjóri 1811, dó 1841, 82 ára), sonur Stefáns
bónda á Árbæ, Bjarnasonar bónda á Víkingslæk á
Rangárvöllum1). Frá þeim og konum þeirra rekja
ættfræðingar ættstuðla Árna í mörgum greinum til
stærstu ættbálka landsins, margra landnámsmanna og
fornkonunga á Norðurlöndum. En hið næsta honum
vóru rótfastir, góðir og gildir bændur og hreppstjór-
ar í Rangárþingi.
Árni var 5. barn foreldra sinr.a og ólst upp með
þeim til 5 ára aldurs, en þá (20/n 1829) misti hann
móður sína. Er það að vonum að þau 3V2 ár, sem
faðir hans bjó þar með 3 börnum í ómegð, væru
talin þeim einmanalegust og erfiðust. En þrátt fyrir
frumbýlingsár Guðmundar Brynjólfssonar og 8 barna-
fæðingar þeirra hjóna á 7 árum (er 5 dóu ung), var
þó efnum — er fremur lítil voru í fyrstu — orðið
svo háttað, að hann var jafnan heldur veitandi en
þiggjandi, og lánaði dálítið öðrum á þessum árum.
Við skiftin eftir húsfreyjuna var búið ekki fátæklegt
1) Báðar eru jarðir þessar nú í eyði af sandfoki, en vóru
góðar bújarðir, og Víkingslækur stór jörð, oft tvíbýli þar. Á
útskæklum þeirrar jarðar vóru fyrir nærri l*/2 öld bygð tvö
nýbýli, Kaldbak og Þingskálar (síðar), sem eru enn í bygð.
að neinu leyti, virt
768 rbd., þar í nokk-
ur gripsvirði í lánum
og peningar, en jarð-
eign engin. Föst
regla var það síðan
hjá þeim feðgum, og
mörgum öðrum á
þeim árum, að eiga
heldur inni hjá kaup-
manni sínum, en
skulda honum, þegar
þess var nokkur
kostur. Þá var lifað
eftir þeirri grund-
vallarreglu, að »betra
væri að sofna án
kvöldverðar, en vakna skuldugur*. — Hjer hleyp
jeg yfir árabil, að því leyti sem það fellur betur að
efninu síðar.
Ekki var Árni, fremur en aðrir bændasynir þá,
settur við aðra mentabrunna en litla tilsögn í lestri,
skrift og algengum reikningi; og þetta urðu æsku-
menn þó að læra að mestu án tilsagnar. Eigi að síður
var hann hreppstjóri í 32 ár, og rækti það starf, eins og
önnur, með alúð og samviskusemi. Forsöngvari var
hann orðinn í Keldnakirkju rúmlega tvítugur, og var
það fram undir æfilok. Bæði var hann lagsæll og
hafði fagra rödd, þýða og rólega, án þeirra rykkja
og hávaða yfir aðra, sem sumir aðrir virtust þá
vera hreyknir af. Þá er hann var staddur við ut-
ansóknarkirkjur, var hann líka stundum beðinn að
vera forsöngvari, eins í veislum og við ýms tækifæri.
Vinsæll var hann og vel metinn af öllum, er kyntust
honum, æðri og lægri. Háttprúður og sómdi sjer vel
á mannamótum, en tilgerðarlaus að öllu leyti. Glað-
sinna helst við söng með börnum sínum og í sam-
kvæmi, en gætti ávalt hófs í drykk, sem öðru, og
var hvarvetna fremur fáskiftinn, fámæltur og alvöru-
gefinn. Þreklega var hann vaxinn, burðamaður, ríf-
Jega í meðallagi stór, beinn og svaraði sjer vel. —
Myndin sýnir andlitið. Á heimili hans munu flest hjú-
in hafa unnað honum sem föður sínum, og allra
helst fósturbörnin, sem hjónin á Reynifelli gengu í
foreldra stað. Þar var því ekki hætt við undanbrögð-
um eða óhlýðni. Augljóst dæmi um þetta segir fóst-
urdóttir hans og bróðurdóttir (Sigríður frá Lækjar-
botnum á Landi), sem telur alt gott Árna til gildis:
Meðal vinnumanna á Reynifelli vóru tveir mörg ár,
sem þáðir voru örgeðja og svo meinyrtir, er þeim
Árni Guðmundsson.