Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 26

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 26
74 Ó Ð I N N varð að fara með stórmikið fje, er aðrir áttu; hann hafði manna best aðstöðu til að sjá og skilja, hve mikil lífsþægindi og mikla aðstöðu í lífinu er hægt að skapa sjer með því að »velta« fje, þótt að láni sje fengið; kunni og góð skil á að ávaxta fje í at- vinnurekstri, en hafði sjálfur lánstraust í besta lagi. Þó varð hann aldrei fjáður maður, og aldrei heldur vanskilamaður. Og á því fje, er hann fór með fyrir aðra, urðu hin bestu skil«. Árið 1893 kvæntist Ólafur Stefaníu Þorvarðsdóttur frá Fagurhólsmýri í Öræfum, ágætri höfðingskonu. Hann andaðist í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1932, en kona hans ljest í Reykjavík 7 vikum síðar, eða 8. okt. s. á. á heimili Friðriks skipherra sonar þeirra- Eru þau hjón bæði jarðsett í Vestmannaeyjum. Sigríður Þórunn Stefanía var fædd á Fagurhóls- mýri í Öræfum hinn 22. dag júnímánaðar árið 1862, og voru foreldrar hennar hin alkunnu merkishjón Þorvarður bóndi Gíslason og Ingibjörg Jónsdótlur á Fagurhólsmýri. Ingibjörg Ijest á Isafirði 6. nóv. 1914 (æfiminning í ísafold 17. apríl 1915), en Þorvarður (einnig á ísafirði) 6. mars 1922 (Sbr. Lögrjettu 16. júlí 1923). Þorvarður var sonur Gísla bónda á Fag- urhólsmýri, Gíslasonar, og ]órunnar Þorvarðsdóttur fra Hofsnesi, Pálssonar. En bróðir Jórunnar var Árni; faðir Helgu, er var móðir Bjarna frá Vogi, og voru þau Bjarni pg frú Stefanía því þremenningar. Ingi- björg kona Þorvarðs var Jónsdótfur, Arasonar, Eyólfs- sonar klausfurhaldara á Reynistað. Hún var stórætt- uð kona, komin í föðurætt (8. lið) af Guðbrandi Hólabiskupi. Af börnum þeirra Þorvarðs og Ingi- bjargar má, auk frú Stefaníu, nefna hinn ágæta óðals- höld Gísla í Papey austur. Á Fagurhólsmýri ólst frú Stefanía upp, en það var orðlagt prýðisheimili. Hún þókti, sem von var til, af- bragð annara ungra kvenna fyrir hæversku sakir og háttprýði, og þó víst ekki síst vegna kærleikslundar sinnar bágstöddum til handa. Hún var með allrafríð- ustu konum og tilkomumesfu í Öræfum um þær mundir; hafði og aflað sjer meiri og víðtækari menn- ingar en þá þektist þar í hjeraði, því að bæði kynt- ist hún ágætu fólki utan hjeraðsins og naut nokk- urar mentunar, þótt lítt tíðkaðist það á þeim árum. En undirstaðan var þó frábærlega gott uppeldi í heimahúsum ásamt hollum sveitarbrag, er jafnan hef- ur geymst í Öræfum. Árið 1886 dvaldist frú Stefanía á heimili Sigurðar (Gauta) Jónssonar verslunarstjóra á Seyðisfirði og frú Hildar Þorláksdóttur konu hans, en 1888 var hún hjá Stefáni verslunarstjóra Guð- mundssyni á Djúpavogi og frú Andreu (Weyvadt) konu hans. Þar munu þau Ólafur Davíðsson fyrst hafa kynst. Nokkuru síðar fór Stefanía til Akureyrar og var um hríð á kvennaskólanum á Laugalandi. En árið 1893 giftust þau Ólafur, svo sem fyr segir, á Djúpavogi. Af því, sem hjer hefur verið sagt um Ólaf Davíðs- son og frú Stefaníu, ætti ekki að vera erfitt að gefa sjer til um heimilisháttu þeirra hjóna og híbýlaprýði, enda var það á allra vitorði, er til þektu, að þar hafi haldist í hendur stórmannlegur rausnarskapur og ljúfmennska, og að hvort hafi viljað annars veg sem mestan, en á eitt lögðust þau um uppeldi og menn- ingu barna sinna, heill og velgengni samborgara sinna, og mátti með sanni segja, að þau ljeti hvar- vefna gott af sjer leiða — og aldrei annað en gott. Af 5 börnum þeirra Ólafs og Stefaníu eru 4 á lífi: Ingibjörg, gift Þórhalli Gunnlaugssyni símstöðvarstjóra í Vestmannaeyjum; Friðrik skipherra í Reykjavík, kvænfur Láru Sigurðardóttur, læknis Pálssonar; María, gift Magnúsi Magnússyni skipstjóra í Boston í Vest- urheimi, og Ólafur vjelsmiður í Vestmannaeyjum, kvæntur Dagmar Erlendsdóffur. En Guðríði dótfur sína mistu þau hjón á ísafirði innan við tvítugt, mikla efnisstúlku. Gamall Öræfingur. Hrauntúns-feögar. Þingvallasveitin er einhver einkennilegasta sveit þessa lands, umgirt reginfjöllum, en í miðri sveit er »djúpið mæta mest á Fróni«, hið bládjúpa Þing- vallavatn. — Innan þessa hrings liggja Þingvellir, með öllum sínum minningum og fornhelgi. Þeir eru varðir á tvo vegu af voldugum hraungjám. Á aðra hönd er Hrafnagjá að austan, en á hina Almannagjá, eins og tröllaukinn vörður gegn öllu því, sem vili verða til þess að draga úr helgi þessa staðar, gegn öllum aðkomandi miður hollum áhrifum. »Hátt á eldhrauni uppi«, þar sem fegurst er fjalla- sýn og yfirlit yfir alla sveitina, stendur bærinn Hraun- tún. Þar hafa þeir Hrauntúns-feðgar þrír búið hver fram af öðrum í heila öld, og nokkrum árum betur. Sá þeirra feðga, sem bygði upp jörðina nú, úr gömlu eyðibýli, var Halldór Jónsson, hreppstjóri og dannebrogsmaður, fæddur á Ðúðum í Eyrarsveit 7. júlí 1796, Jónssonar bónda á Mýrum á Búðum og síðar að Helgafelli í Eyrarsveit, fæddur 24. okt. 1761,

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.