Óðinn - 01.07.1935, Side 31

Óðinn - 01.07.1935, Side 31
Ó Ð I N N 79 væri ekki heima, því hann messaði úti á Bessastöð- um. Það þótti mjer á vanta hátíðina að hann var ekki heima. Sjera ]ens prófastur var þar staddur; hann var á Alþingi um þær mundir. Hann sagði við mig: »Þú kemur all-liðmargur í dag«. »Já«, sagðijeg, »vjer erum komnirtil þess að herja á sol)inn«. »Á tollinn ?« sagði hann undrandi. Jeg hló og leiðrjetti misheyrnina, svo hlógum við báðir að þeirri hugmynd, að 200 strákar úr Reyjavík færu suður í Hafnarfjörð að herja á »tolllögin«, sem þá voru til umræðu í þinginu. Sjera Þorsteinn kom, er verið var að drekka í seinni flokknum, 03 sagði nokkur orð til fylkingar- innar áður en hún lagði áf stað. Það var orðið gríð- arhvast á norðan, beint í fangið og leitst mjer ekki vel á blikuna, er komið var upp úr Hafnarfirði; Esj- an haíröm á svipinn og talsvert jel með miklu hvass- viðri, var auðsýnilegt að veðrið fór versnandi. Jegsetti þá eldri á undan, og svo var fylkingin skrúfuð áfram á hraðgöngu. Þegar einhverjir af þeim minstu urðu þreyttir, komu píltar úr eldri deildunum og báru þá á bakinu spölkoru til hvíldar, en ekki mátti bera þá oflengi vegna kuldans. Þegar komið var að Kópa- vogshálsi var nær því komin stórhríð og ekkert sást í dimmviðrinu. Jeg var alt af á hlaupum fram og aftur með fylkingunni, að sjá að alt væri í lagi. Þeg- ar komið var að Skólavörðunni, var fylkingin stöðv- uð; höfðum vjer þá aðeins verið sjö stundarfjórðunga á leiðinni. Nú var fylkingin leyst upp og hver sveit fór með sínum sveitarstjóra í sinn bæjarhluta. Meðan vjer stóðum við Skólavörðuna, kom faðir eins af drengjunum; hann átti lítinn dreng, einn af þeim minstu, og hafði drengurinn stolist og komist inn í fylkinguna án þess að jeg yrði þess var fyr en til Hafnarfjarðar var komið, og lofaði pabbi hans hon- um flengingu, er heim væri komið, en hvort hann hefur ent það veit jeg ekki Jeg var orðinn dauðþreyttur, er heim kom, og sat einn í stofu minni; það var ekkert um að vera í fje- laginu það kvöld. Kl. 8 kom einn af sveitastjórunum og varð jeg honum feginn, því að allmiklar áhyggjur sóttu á mig, hvort drengirnir mundu nú veikjast, eða hafa tjón af förinni. Sveitarstjórinn sagðist hafa komið til þess að við skyldum biðja saman fyrir drengjunum. Meðan við vorum að tala saman kom annar sveitar- stjóri í sömu erindum og þannig komu þeir allir, knúðir af sömu áhyggju. Svo hjeldum við heita og innilega bænarstund og vorum svo djarfir að biðja um að enginn drengur fengi kvef. — Næstu dagana heimsóttu sveitastjórarnir hvern einasta dreng sem verið hafði með í förinni. Og vjer höfðum þá gleði að bænin hafði verið bókstaflega uppfylt; aðeins einn drengur lá daginn eftir, en það var af hælsæri, því að skórnir hans meiddu hann. — Þetta ferðalag er eitt af því sem jeg tel til æfintýra æfi minnar og get því ekki gengið fram hjá því. — Þá um vorið í mai-mánuði átti að halda Stórstúku- þing Good-templara á Seyðisfirði. Vinur minn, Halldór Jónsson, bankagjaldkeri, bað mig um að koma með stórstúkunni austur og predika við þingsetninguna. Jeg ljet til leiðast og var þó hálfnauðugt, því ferm- ingardrengja hátíð stóð fyrir dyrum. Samt þótti mjer gott að sjá, hve »Úrvalið« dygði í fjarvíst minni. Svo var lagt af stað með ss. »Sterling« að mig minnir. Það var skemtileg ferð; á meðal farþega var fyrv. ráðherra Björn Jónsson. Hann var ekki vel frískur og var því stöðugt í klefa sínum. Síðara kvöldið gjörði hann mjer boð að finna sig og gekk jeg þegar á fund hans. Hann vildi tala við mig um andleg mál og það, sem honum lá ríkast á hjarta. Jeg var inni hjá honum frá því kl. 10 um kvöldið til kl. 5 um morguninn. Það var stórfengleg nótt. Jeg sá inn í stórfelda sál með brennandi persónuleg lífsspursmál á hjarta, mann stóran í lund, en mann sem þráði að vera algjörlega sannur víð sjálfan sig og Guð sinn um menn og mál. Það er eitt af hinum merkilegustu samtölum, sem jeg hef átt við nokkurn mann. En með því að það heyrir honum algjörlega til, má jeg ekki fara ítarlegar í það, enda þótt jeg lærði mikið af því, og uppfrá því virti jeg hann enn meira en jeg hafði áður gjört. Við enduðum með heitri sambæn um morguninn. — Þegar jeg fór í land á Seyðisfirði, hjelt hann áleiðis til útlanda og þetta varð í síðasta sinn, er jeg sá hann. — Nú rann upp skemtilegur tími á Seyðisfirði. Það var hjer um bil altaf hið ljúfasta veður og vorfeg- urð fór að verða mikil. Jeg var svo heppinn að búa í Barnaskólanum hjá vinafólki, frænda mínum Einari Sveini og Guðnýju konu hans, og hjeldu þau mig og nokkra aðra Stór-stúkumenn með mestu rausn. Úr herbergisgluggum mínum hæðst uppi á lofti var fag- urt út að líta á fjöllin og fjörðinn; fór þar saman kvölddýrð og morgunfegurð. Eina nóttina rann sólin tvisvar undir og kom tvisvar upp. Jeg safnaði að mjer drengjum úr bænum og hjelt oft samkomur með þeim. Jeg mátti nota einn bekk í Barnaskólan- um til þess. — Á uppstigningardag, sem þá bar upp á afmæli mitt, lokaði jeg mig inni meðan á ferming- ardrengjahátíðinni stóð í Revkjavík í K. F. U. M. og tók þannig þátt í þeim fundi, sem hafði farið mæta

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.