Óðinn - 01.07.1935, Page 36

Óðinn - 01.07.1935, Page 36
84 Ó Ð I N N Tryggvi Gunnarsson og Matthías Nú í haust hafa tveir þeir menn, sem mest kvað að á síðari áratugum næstliðinnar aldar og fram um aldamótin, átt hundrað ára afmæli. Annar var mesti afburðamaður landsins á verklega sviðinu, en hinn á andlega sviðinu. Þessir menn eru Tryggvi Gunnarsson, fyrverandi bankastjóri, og sjera Matthías Jochumsson. — Tryggvi var fæddur 18. október 1835, en sjera Matthías 11. nóvember sama ár. Tryggvi dó 21. október 1917, en sjera Matthías 18. nóvember 1920. Þeir voru vinir, áttu mikið saman að sælda og höfðu mikið álit hvor á öðrum. Tryggva var minst í mörgum af blöðunum á hundraðasta afmælisdegi hans, en ítarlegast í »Dýraverndaranum€. Hafði hann arfleitt Dýraverndunar- fjelagið að meginhluta eigna sinna. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri flutti einnig erindi um hann í útvarpinu. En vel hefðu atvinnurekendur og verka- lýður þessa bæjar mátt minnast hans rækilegar en gert var, því enginn maður hefur unnið af öðrum eins áhuga og dugnaði að vexti og viðgangi Reykjavíkurbæjar og hann gerði um Iangt skeið. Sjera Matthíasar hefur aftur á móti verið mjög rækilega og vel minst af íslenzku þjóðinni um alt land. Hans var minst við allar guðsþjónustur í kirkjum landsins 10. nóvember, og í Reykjavík, á Akureyri og í fleiri kaupstöðum landsins voru minningarsamkomur haldnar á afmælisdegi hans. Hjer í Reykjavík var samvinna um afmælishátíðarhaldið milli Leikfjelagsins, Háskólans, kennara ogstúdenta, og Bókmentafjelagsins. Stóðu fyrir því frú Soffía Guðlaugsdóttir leikkona, Arni Pálsson prófessor og Guðm. Tvyggvi Gunnarsson bankastjóri. fimtudagínn áður hjólað upp að Lágafelli og gengið þaðan upp á Hamrahlíð, að svipast þar eftir leikvöllum og öðrum skemtunartækjum. Mjer þótti útsýnið svo að óvíða hef jeg sjeð fegurra. Þar uppi var fjöldi af spóum, lóum og rjúpum. Sjerstaklega var mikið af spóum. ]eg tók upp flautu, sem jeg hafði í vasanum og bljes í hana og tók eftir því, að spóarnir þögnuðu á meðan og fóru svo að vella í ákafa. ]eg hjelt svo áfram með millibilum, og fór það á sömu leið. Spó- unum fjölgaði í kringum mig og þeir fylgdu mjer, seinast eitthvað 11 eða 12. Þegar jeg svo hafði rannsakað og fundið, að það yrði mjög skemtilegt að fara þangað með flokk í góðu veðri, fór jeg að hyggja til niður- farar. Hugðist jeg að fara geilina, en er jeg kom á barminn, varð mjer ekki um sel, því að upp flugu tveir ernir og ljefu mjög vargalega. ]eg sá þá niðri í kleyfinni klett einn eða drang, og var arnarhreiðrið þar uppi og einn úngi í. ]eg hætti við að fara þar niður og gekk austur með brúninni ,en arnarhjónin fylgdu mjer stöðugt og voru í mjer hálfgerð ónot. Þau yfirgáfu mig ekki fyr en jeg eftir annari geil var kominn niður á jafnsljeftu. Nú var svo kominn skemtifarardagurinn, en ekki hafði oss verið spáð góðu um veðrið, því frjetst hafði að Skautafjelagið ætlaði í skemtiför suður á strönd. Um morguninn milli kl. 7 og 8 lá líka kafniða þoka yfir bænum. Söfnuðumst vjer saman í K. F. U. M. og voru menn á báðum áttum, hvort fara skyldi eða ekki. Loks var afráðið að leggja af stað. Var gengið í fylking gegn um bæinn, en síðan með uppleystu liði. Vjer áðum og borðuðum morgunverð í litlum veitingaskála, sem stóð uppi undir hlíðinni, gegnt Korpólfsstöðum, svo var haldið upp að Lágafelli. Þar var ekki messu- dagur og fengum vjer að halda guðsþjónustu í kirkj- unni. Jeg lagði út af: Lítið til fuglanna í loftinu o. s. frv. — Svo eftir guðsþjónustuna lögðum vjer á fjallið; þá var komið sólskin og hið blíðasta veður. Þegar upp á fjallið kom, fanst öllum mikið koma til útsýnisins. Um förina þangað upp var þetta kveðið seinna: Eftir göngu’ um kletta klungur kemur bunga, þar sem ungir sveinar móðir mega’ í náðum mosabreiður nota heiðar; feygja úr limum, tala saman, titrar oft af hlátri loftið, fá úr hreina fjallablænum fúsir teigað himinveigar. Jökullinn gnæfði hvítur og hreinn upp í vestri fyrir hand- an hinn mikla flóa, sem var nú alveg sljettur eins og spegill. Síðan blasti við hinn mikilfengi Snæfellsness- fjallgarður, og svo tóku við Myrafjöllin, Akrafjall og Esjan og svo hinn fjallarmurinn mikli út á Reykjanes.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.