Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 37

Óðinn - 01.07.1935, Qupperneq 37
Ó Ð I N N 85 Jochumsson: Hundrað ára afmæli. Finnbogason landsbókavörður. Fyrir afmælisdaginn fluiti Magnús ]óns- son prófessor útvarpserindi um trúarskáldið Matthías ]ochumsson, en Sigurður Skagfield söng fyrir útvarpið ýmsa af sálmum skáldsins. Kl. 3 á afmælisdaginn flutti Hermann ]ónasson forsætisráðherra ræðu um Matthías frá svölum Alþingishússins, sem einnig var útvarpað, en Lúðra- flokkur bæjarins ljek á Austurvelli á undan og eftir. KI. 7 hófst minningar- hátíðin í Leikhúsinu. Þorsteinn Gíslason ritstjóri flutti inngangskvæði. Þættir úr Skuggasveini voru sýndir. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður flutti ræðu. Á milli þessa sungu söngflokkar bæjarins undir stjórn Karls Run- ólfssonar, Sig. Þórðarsonar og Sigf. Einarssonar. Var leikhúsið fult og því útvarpað, sem þar fór fram. Á eftir var samsæti á Hótel Borg. Þar fluttu ræður Árni Pálsson prófessor, Guðm. Hannesson prófessor, Gísli Sveinsson sýslumaður og Magnús Matthíasson, sonur skáldsins. í Verzlunarskólanum flutti Vilhj. Þ. Gíslason minningarræðu um Matthías; í Mentaskólanum Árni Pálsson prófessor og Björn Guðfinnsson kennari, en Pálmi Hannesson rektor las upp kvæði eftir Matthías. í Kvennaskólanum talaði Sig. Skúlason magister. Á Akureyri stóð minningarhátíðin yfir í þrjá daga. Þar töluðu m. a.: sjera Friðrik Rafnar, sjera Benjamín Kristjánsson, Davíð Stefánsson skáld, Sigurður Nordal prófessor og Steingrímur læknir Matthíasson. Á Akur- eyri kom út safn af brjefum sjera Matthíasar, stór bók, fróðleg og skemtileg, gefin út af Menningarsjóði, en Steingrímnr Matthíasson hefur valið efnið og sjeð um útgáfuna. Sjera Matthías Jochumsson. Svo blasti við Vatnsleysuströndin og svo firðirnir, vík- ur og vogar. Reykjavík öll grá fyrir járnum og hin stóra opna höfn eða hafnarleysi með fjölda skipa út undir Engey. Fyrir neðan oss lá Mosfellssveitin með græn- um túnblettum innanum melana. Reyki lagði upp frá laugunum og vegirnir voru eins og blánaði í æðar undir handarhörundi. Allir voru hrifnir. Eftir nokkra hvíld og nestishressingu fóru menn að leika sjer. Var farið í knattspirnu, stangarstökk og ýmsa leiki aðra. Vjer gengum fram að *Arnargeil« og heilsuðum fjöl- skyldunni og Loftur Guðmundsson tók mynd af ung- anum. Þegar Arnarhjónin sáu að þessi mannsöfnuður ætlaði ekkert mein að gjöra búi þeirra, urðu þau róleg og komu aðeins við og við upp að skygnast eftir atferli gestanna. — Milli leikja var setst og súngið, bæði andleg Ijóð og föðurlandssöngvar. Svo leið tíminn fljótt. Vjer fórum niður annarstaðar en upp var komið, borðuðum kveldverð í veitingaskálanum, þ, e, að segja úti, og fengum þangað kaffi og mjólk og annað, sern vjer þörfnuðumst. Svo var gengið heim og jeg náði rjett aðeins í tæka tíð að halda almenna samkomu í K. F. U. M út af Davíðssálmi 148. — í júlílok var völlurinn að fullu ruddur, og svo voru keyptar markstengur öflugar, og net fengin og allir reitir markaðir. Síðan var völlurinn vígður með fallegri viðhöfn fyrst í ágúst. Það var fagurt veður. Fjelögin Valur og Hvatur gengu inn á svæðið í gegnum mörkin í fylkingu og heilsuðust á miðlínu, svo var haldin stutt ræða og lýst hugsjónum og starfi knattspyrnuflokkanna innan K. F. U. M. Þar næst keptu ellefu valdir menn úr hvorum flokki. Var há- tíðleikabragur á öllu. Svo var nú tekið til óspiltra mála með æfingar á hverju kvöldi, hvort fjelagið annaðhvort kvöld. — Á næsta ári bættist þriðja fje- lagið við og hjet það »Haukur«. Það var svo mikil •gleði yfir öllu þessu samstarfi, svo mikil hrifning að því verður ekki með orðum lýst. Aginn var sterkur, ekkert blótsyrði var liðið, enginn mátti spýta á völl- inn nje gjöra neitt það, er ósæmilegt væri að heyrð- ist eða sæjist í hátíðasal fjelagsins. ]eg var aftaf við hliðina á æfingastjóra og sá um að hinum sjerstöku reglum fjelaganna væri hlýtt, þeim reglum, sem ekki lutu að hinum settu alþjóðareglum, sem æfingarstjóri sá um. Það er mjer óhætt að segja að í fjelögunum ríkti einhuga sál og vilji, og leikurinn og samlífið alt varð mörgum af piltunum til mikillar blessunar einn- ig í andlegu tilliti. ]eg man eftir mörgum atvikum, sem komu fyrir, og yrði oflangt mál að skrifa þau hjer. Fyrir mig sjálfan var þetta alt mjög þýðingar- mikið. Og þótt jeg því miður gæfi mig aldrei út í það að sparka sjálfur, þá varð mjer þetta að miklu gagni einnig fyrir mitt innra líf. — En nú verð jeg

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.