Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Page 7
89 af því menn gátu eigi gjört sér grein fyrir því, hvemig á þessu stæði, þá sögðu vísindamenn á i8. öld, að frásagnir þessar væri eintómar skröksögur. 26. apríl 1803 féllu við Aigle í Normandíi (í fylkinu de l’Orne) á einni klukkustundu 2—3 þúsund loptsteinar. Frakk- neskur vísindamaður, Biot, ransakaði þetta nákvæm- lega og kom mönnum úr skugga um, að náttúruvið- burður þessi hefði átt sér stað. Fyrst var það jafnvel ætlun sumra, að þessir steinar kæmi úr tunglinu og köstuðust við gos upp úr eldfjöllum þar, en brátt sáu menn, að það náði engri átt. Náttúrufræðingurinn Chladni (1756—1827) sýndi 17Q4 fram á, hvernig stein- ar þessir væri tilkomnir og hvaðan; menn vildu lengi ekki trúa honum, en nú á seinni tímum hafa menn séð, að hann hafði rétt að mæla. Menn vita nú, að stjörnuhröp og vígahnettir koma eigi af öðru en því, að smáir steinmolar utanjarðar í himingeimnum drag- ast að jörðunni, er hún nálgast þá, því hver stór lik- ami dregur að sér hina smærri; það er náttúrulögmál, sem alstaðar hefir gildi. þ>egar nú þessar smáagnir koma inn í gufuhvolf vort, dragast þær meir og meir að jörðunni og hraði þeirra eykst, því hver hlutur, sem fellur, fer hægast fyrst, en hraðinn eykst si og æ. Af því nú loptsteinar þessir falla úr svo geysimikilli hæð og af því loptið veitir mótstöðu, þá verður flugið loks svo hart, að þeir verða glóandi; við það bráðna þeir allir að utan og blása upp eins og vikursteinar, en ljósið sloknar áður en þeir koma niður. Af þvi ferð flestra er svo hörð, getum vér eigi greint þá með augunum, en sjáum að eins eldrák í loptinu; augu vor geta eigi gripið svo snögg ljósáhrif, en þau sameinast öll í eina eldrák, alveg eins og þegar maður sveiflar hart í kringum sig glóandi koli, þá sést eigi kolið á ferðinni, en að eins eldhringur. feir meteorsteinar, sem fallið hafa, eru mjög mis-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.