Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 12
94
í sólnánd deplanna. Agúst-hópurinn sendir jörðunni ár-
lega hér um bil jafnmörg stjörnuhröp, en þó ávalt komi
töluvert af stjörnuhröpum á hverju ári í nóvember,
þá koma þau þó flest 33. hvert ár. Ágúst-stjörnuhröp-
unum sýnist þvi vera hér um bil jafnskipt niður á alla
brautina, en í nóvember-hópunum virðist vera þykkur
eða þéttur blettur, sem jörðin fer í gegnum 33. hvert
ár. Sporbaugur nóvember-hópsins er eigi mjög viður;
í sólfjærð er hann að eins 19-20 sinnum lengra frá
sólu en jörðin, og nær hann því að eins lítið eitt út fyrir
Úranus-brautina. það má sjá af hreifingum þessarar
plánetu, að það hefir einmitt verið hún, sem gaf til-
efni til þess, að hópur þessi drógst inn í vort sólkerfi,
og Leverrier’heftr jafnvel reiknað, að náttúruviðburður
þessi hafi orðið árið 126 eptir Krists burð. Mikil lík-
indi eru til þess, að margir fleiri meteorhópar séu hér
og hvar innan um sólkerfi vort, en vér verðum eigi
varir við þá, af þvf þeir skera eigi jarðbrautina.
Stjörnufræðingurinn Schiaparelli í Flórenz hefir
manna bezt ransakað brautir loptsteinanna og alt þar
að lútandi; hann tók fyrstur eptir þvi, að halastjarnan
III 1862 fer sömu braut og ágústhópurinn, og hún er
því að öllum líkindum einn liður í þessum hóp. Hún
fer um sólu á 145 árum eins og ágúst-hópurinn. Eins
er um halastjörnuna I 1866, að hún fer sömu braut og
nóvemberhópurinn. Biela's halastjarnan, sem vér áð-
an gátum um, að hefði horfið 1866, átti eptir reikningum
stjörnufræðinga að koma mjög nálægt jörðu 27. — 28.
nóvember 1872; halastjarnan sást ekki, en í stað þess
féll einmitt þá mesti grúi af stjörnuhröpurn niður á
jörðina. Af þessu og þvílíku er það ætlun manna, að
halastjörnur og stjörnuhröp standi í nánu sambandi
hvort við annað. Schiaparelli og aðrir náttúrufræð-
ingar eru því á eitt sáttir með það, að þegar halastjarna
heldur braut sína, skilist frá henni sí og æ eintómar