Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 15
Um Lopt hinn ríka Guðormsson
og Halldór prest Loptsson
og framætt peirra.
Eptir
Eggert Ó. Brím.
Loptr Cruðormsson hinn ríki er einhverr hinn nafn-
kenndasti höfðingi á íslandi á fyrsta þriðjungi hinnar
fimtándu aldar, og veldr því eigi sízt kynsæld hans.
Saga hans og kynsmanna hans í ættir fram er mjög
óljós, svo sem er öll saga íslands um þær mundir, fyr-
ir og eptir svartadauða eða pláguna, er svo nefnist, er
gekk yfir landið skömmu eptir aldamótin 1400. Lopts
er eigi getið í hinum fornu íslenzku annálum, er flest-
ir enda fyrir 1400, og ná einungis tveir eða þrír þeirra
fram um 1430. fað, sem kunnugt er um ætt og at-
hafnir Lopts, grundvallast á fornum bréfum, sem flest
eru óprentuð, þó að eigi sé óvíða drepið á efni sumra
þeirra, á gömlum ættartölum og á munnmælum. Helztu
munnmælasögur, er gengið hafa um Lopt á öndverðri
seytjándu öld, hafa þeir fært i letr Jón Egilsson prestr
að Hrepphólum (á lífi 1634: Safn t. s. ísl. I, 19),
Jón Gizurarson undir Núpi í Dýrafirði (+1648) og Björn
Jónsson að Skarðsá (+1655).