Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 16
98
Jón Egilsson getr þess, að Loptr hafi verið uppi
i tíð þeirra Mikaels og Vilhjálms (Vilkins) Skálholts-
byskupa (1383—1406)1 og að hann hafi átt höfuðbólin
Grund2 og Möðruvelli i Eyjafirði og Eið3 i Austfjörð-
um4. Jón Gizurarson getr þess, að Loptr hafi farið
utan og þjónað um hríð Noregs konungi (Eiríki af
Pommern5) með fjóra sveina og verið dubbaðr riddari,
og hafi eftir það fœrt hvítan fálka í blám feldi. Hann
1) það er eigi alls kostar rétt eða nákvæmt, að Loptr
hinn ríki hafi verið uppi í tíð þeirra Mikaels og Vilkins
byskupa, þar eð hann á þeirra dögum, einkum hins fyr-
nefnda, hefir verið ungr, og kemr lítt eða ekki við frá-
sagnir fyrr enn síðar.
2) það mun vera óyggjanda, að Loptr hafi átt Grund,
og eignazt hana að minnsta kosti að nokkru leiti að erfð
eftir ömmusystur sína Ingibjörgu Loptsdóttur (á lífi 1423),
sem erft hafði þá eign eftir Halldór prest Loptsson, bróður
sinn, svo sem síðar verðr sýnt fram á. Eftir Lopt hinn
rlka eða að honum lifanda fékk Eiríkr sonr hans Grund
(J. E. Árb. II, 33, við ár 1434).
3) þó að myndir sem ’Eiðar eða ’Eyðar( fyrir ’Eið( sé al-
gengar og hafi nokkuð snemma tekið að tíðkast, svo sem sýna
myndimar ’Holtar’ fyrir ’Holt’ og ’Nesjar’ fyrir ’Nes’ (Yngl.
s. 52. k., Ó. s. H. 44. k.: Hkr., útg. í Stokkhólmi, I, 60,
II, 52), þykir einsætt vera að taka upp hinar frumlegu, eðli-
legu og réttu myndir (sbr. ritgerð Jóns þorkelssonar : Um
bæanöfn á íslandi, í Norðanf. 8. ári, 45—46. nr., f J 1869),
og mun það mjög auðveldlega geta orðið alþýðu manna eig-
inlegt að nefna svo, ef það tekr að tíðkast í riti, og einkum
ef embættamenn gera svo í skýrslum þeim, er almenningi eru
birtar.
4) J. E. Byskupa annálar í Safni t. s. Isl. I, 115.
5) Eiríki af Pommern var gefið konungsnafn, er hann var
barn að aldri, árið 1389 (Hóla-annáll hinn forni sbr. Safn t.
s. Isl. II, 75).