Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 18
loo
ar sagnir hafa þeir til fœrt Jón Espólín í Árbókum og
Bogi Benediktsson í sýslumannaæfum, og geta þeir
og um föðurhefnd Lopts, sem víst er um, að eigi hef-
ir átt sér stað, og um spásögn Lopts um Uluga (hinn
svarta). Illugi var þá ungr piltr og eitthvert sinn varð
honum það í prikaleik, að hann laust fót Lopts, og
segir, að Loptr hafi þá mælt svo: „f>ú slœr ógæti-
lega, piltr; það er enn þá ekki úti fyrir þér ; þú munt
gera mér til meira, áðr enn þú deyr“8, og þótti það
rœtast, er Illugi síðar, er hann var orðinn sveinn Lopts,
átti tvö börn við Ólufu dóttur hans, Ástríði og Sig-
valda langalíf, er síðar varð hinn kynsælsti maðr sem
fiest afkvæmi Lopts (J. E. Árb. II, 22 — 23). Margt
kann satt að vera í sögum þessum, og víst er um það,
að Loptr hefir verið hinn mesti auðmaðr og hefirhaft
á sér höfðingja brag mikinn.
Loptr Guðormson átti bróður, er Jón hét, og mun
hann hafa verið talsvert eldri enn Loptr. Jón Guð-
ormsson hefir verið hinn mannvænlegasti maðr, þvíað
hann fékk árið 1392 Kristínar, dóttur Bjarnar Einars-
sonar jórsalafara, er þá hefir verið einhverr beztr kvenn-
kostr á íslandi, og bjuggu þau i Hvammi í Hvamms-
sveit, en Jón varð eigi gamall og andaðist í plágunni
1403 (ísl. ann.). Loptr var á yngri árum sínum ráða-
maðr hjá Guðrúnu Haraldsdóttur, auðugri ekkju á suðr-
landi, og þá af henni í þjónustukaup Efradal (Stóra-
dal) undir Eyafjöllum9. J>á hefir hann að líkindum
farið utan og verið með Eiriki af Pommern og Mar
grétu drottning Valdemarsdóttur, og gerzt riddari, sem
eigi mun vera ástœða til þess að efa, og má vera, að
8) J. E. Árb. I, 106 og II, 10; við árin 1381 og 1413; B.
B. Sm. æf I, I, 159—161. bls.
9) B.B. Sm. æf. I, I, 159 bls.: J. P. 1. ath.gr. sbr. s. st.
168. bls;: J. P. 3. ath. gr.