Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 25

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Side 25
107 Jóns byskups Geirrekssonar (•}* 1433) eða enda eigi fyrr enn eptir dauða föður síns, þar eð dœtr hans giftust 1460. Oskilgetnir synir Lopts kunna að hafa verið öllu eldri, þótt eigi verði það glöggt séð. Hafi Kristín Oddsdóttir verið fulltíða um 1388, er hún seldi jarðarpart sinn í Svarfaðardal, hefir hún líklega verið um þrítugt, eða fullkomlega svo, er hún komst í kynni við Lopt, og er eigi ólíklegt, að það sé rétt hermt hjá Jóni Gizurarsyni, að hún hafi verið bústýra Lopts á Möðruvöllum fyrstu búskaparár hans, áðr enn hann kvongaðist og ef til vill lengr (Sbr. B. B. Sm. æf, I, I, 139. bls.: J. P. 2. ath.gr.) Loptr Guðormsson hefir verið með fremstu mönn- um á sinni tíð, virðingarmaðr mikill og vegmenni. Hann virðist hafa verið varfœrinn og friðsamr höfð- ingi, og hefir verið í vináttu við Jón Vilhjálmsson Hóla byskup (1423—1435), er veitti honum ýms lén og umboð, svo sem áðr hefir verið sýnt. Auð mikinn hefir hann erft eftir foreldri sitt og frændr og fengið með konu sinni, en eflaust hefir hann aukið hann stór- um, svo sem góð voru föng til um þær mundir eftir pláguna. Um auð hans má fá hugmynd af skipta- bréfi eftir hann, sem til er í ýmsum afskriftum, (en sem sýnist raunar að vera ágrip eitt), og er það venju- lega ársett 1436 (eða 1437). Jón Gizurarson hefirtekið það upp í ritgerð sína (Safn t. s. íslands, II, 695— 696) og Bogi Benediktsson upp i sýslumannaæfir sinar (I, I, 162. bls.). Hvorugr virðist að hafa haft allskost- ar tryggilegt eptirrit, en þó ber þeim saman að miklu leiti. Eftir þvi hafa skilgetnir synir Lopts (þorvarðr og Eiríkr) hvorr fengið í arf eftir hann 11 x/2 hundrað hundraða i fasteignum, 2 hundruð hundraða i virðing-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.