Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 26

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1883, Qupperneq 26
io8 arfé og 76 hundruð25 í smjörum, er 20 fjórðungar voru lagðir í hvert hundrað, og dœtr hans skilgetnar (Óluf og Sofía) fengu af hverju um sig hálfu minna hvor. Auk þess er sagt, að hann hafi gefið laungetnum son- um þeirra Kristínar (Óláfi, Ormi, Skúla og Sumarliða) 9 hundruð hundraða26. Loptr er eigi miðr nafnkunnr orðinn af kveðskap sinum en auð sínum. Honum er eignað kvæði til Maríu meyar, er þótt hefir vel ort27. Helzt er hann þó kunnr af ástakvæði því til Kristínar Oddsdóttur, er ’Háttalykill’ nefnist. Svo sem nafnið berr með sér, er kvæði þetta ort undir ýmsum háttum í líking nokkra við Háttatal Snorra Sturlusonar, sem hann eflaust mun hafa þekkt, einkum undir dróttkvæðum hætti með ýmsum tilbreytingum, svo sem ’hnykk’ og ’álagi’. Af Háttalykli Lopts má sjá, að Loptr hefir haft þekking á fornum kveðskap, hagmælsku allmikla, skáldskapar- anda nokkurn og ríka ástartilfinning og staðfasta tryggð til Kristínar sinnar. J>ó berr kveðskapr hans hver- vetna vott um mjög mikla hnignun íslenzks skáldskap- ar frá því á þrettándu öld, og er miðr vandaðr að orð- fœri, kenningum og allri kveðandi, og hugsunarháttr- inn er eigi svo hreinn og göfugr, sem títt er hjá forn- 25) Hér er um smjörhundruðin fylgt afskrift þeirri, er lögð er til grundvallar í Safni t. s. íslands, en þar sem í B. B. Sm. æfum (I, I, 162. bls.) stendr, að hvorr þeirra þorvarðar og Eiríks Loptssona hafi fengið í smjörum ‘sjötíu hundruð og tólf hundruð’, þá mun ‘sjötíu’ eflaust vera ritvilla (eða prentvilla) fyrir 'sextíu’, enda kynni að vera réttara, að hvorr þeirra hafi fengið 72 hundruð og hvordœtranna þá 36 hundruð. 26) J. E. Árb. II, 36.—S. st 28. bls., við ár 1432, getr þess, að fram hafi farið vitnisburðr um, að Loptr bóndi Guð- ormsson hefði gefið fjórðungsgjöf Sumarliða syni sínum 3 hundruð hundraða. 27) H. E. Seiagr. Hist. ísl. Havn. 1777, 45. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.